Græningjaframboð

Það er ekkert óeðlilegt að "gömlu" flokkarnir séu hræddir við ný framboð. Mér finnst að almenningur ætti að vera það líka.  Ef þessi framboð ná, þó ekki nema 2-3 þingmönnum inn þá geta þau verið í lykilaðstöðu hvað stjórnarmyndun varðar. Þegar stofnuð eru samtök um jafn huglæg málefni og umhverfismál, þá er hætt við að ekki einu sinni umhverfisverndin, (sem þó er eini samnefnari þessa fólks) sé í raun að endurspegla skoðunn fólksins á umhverfismálum. Umhverfisvernd er ekki sama og umhvefisvernd. Þeir sem eru í forsvari fyirr svona samtök nýta sér að sjálfsögðu alla þá tækni og þekkingu sem til er í að matreiða hið "huglæga" mat, svo það falli sem flestum kjósendum í geð. Hættan er að þeim takist að klæða úlfinn í sauðagæruna og að kjósendur vakni svo upp við vondan draum þegar lagðarnir fara að týnast úr henni.

Tilfellið er að margir fá óbragð í munninn þegar umhverfissamtök, eins göfug og þau annars ættu að vera, beita sér í hinum ýmsu málum. Það sem knýr alþjóðleg umhverfissamtök, t.d. Greenpeace er gjarnan örvæntingafullt kapphlaup um fjármagn til að viðhalda tilvist sinni. Þeim verður ekkert heilagt í þeirri viðleitni og beita oft vafasömum aðferðum til þess. Tilgangurinn helgar meðalið. Í tifelli stjórmálasamtaka er það ekki leit að fjármagni sem knýr það áfram heldur leit að kjósendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband