Er ekki í lagi að fjalla um fækkun og uppsagnir ríkisstarfsmanna?

"Eins og hvert annað hundsbit" er slæmt. Það er slæmt að segja upp fólki.

Asskoti glefsa menn glatt í Vigdísi. Errm

Það er rétt hjá Vigdísi að vinstrimenn líta á ríkisstarfsmenn sem skjólstæðinga sína, jafnvel án þess að spyrja þá fyrst hvort þeir kæri sig um þá umhyggju eða ekki. 

Það er meira framboð en eftirspurn af umhyggjusemi stjórnmálamanna af vinstri vængnum. Þeir hafa í gegnum tíðina stokkið á mál sem eiga að sýna að vinstrimönnum farnist betur úr hendi en öðrum að styðja við þá sem minna mega sín. 

Flesta minnihlutahópa taka þeir upp á arma sína og ekki má gleyma blessaðri náttúrunni sem þeir telja að sé skilgetið afkvæmi sitt og hafi því fullt umboð "þjóðarinnar" til að gæta hagsmuna hennar.


mbl.is Ummæli Vigdísar forkastanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband