Svartsýnismaðurinn

Ég átti orðastað við kunningja minn um daginn um landsleikina við Króata. Hann spáði slæmri útreið okkar manna en spá hans var svona:

Eftir kraftmikla byrjun Íslendinga í fyrri leiknum heima og 1-0 forystu í háleik, setja Króatar í gang í seinni hálfleik og skora á okkur 3 mörk og niðurstaðan því 1-3 tap. Í seinni leiknum leggja Íslendingar allt í sölurnar og stilla upp sókndjörfu leikkerfi. Því er svarað af Króötum með 4 mörkum og niðurstaðan 0-4 tap. Lokatölur, 1-7 fyrir Króata.

Þessi spá er martröð líkust en ég verð að viðurkenna að þessi niðurstaða er vel möguleg. Ég ætla hins vegar að vera bjartsýnni og mín spá er svona:

Við vinnum fyrri leikinn 1-0 en hefðum vel getað skorað fleiri mörk. Við töpum svo seinni leiknum 2-1 og komumst áfram á marki á útivelli. Mikið mun mæða á okkar mönnum í seinni hálfleik, þrátt fyrir að Króatar verði einum færri síðasta hálftímannWizard


mbl.is Ísland – Króatía 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Lýst betur á þína spá en svartsýnisfélagans...

Annars er ég ekki mikið að velta mér uppúr boltaleikjum... :)

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 4.11.2013 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband