Austfirðir og Vestfirðir áttu við nákvæmlega sama byggðavanda að etja fyrir um áratug síðan. Stöðug fólksfækkun með tilheyrandi keðjuverkun, þ.e. minnkandi þjónustu á flestum sviðum.
Þeir sem gagnrýnt hafa mest virkjun og álver á Austurlandi, hafa sagt að stórar "patentlausnir" virki ekki. Það er dálítið skrítið því patentlausn þýðir einmitt að málið sé leyst. Engin hefur samt sagt að framkvæmdirnar eystra hafi átt að vera patentlausn, nema andstæðingar framkvæmdanna.
Virkjun og álver á Austurlandi virkuðu nákvæmlega eins og til var ætlast. Örugg heils árs atvinna fyrir um 1000 manns á áhrifasvæði álversins, sem er fyrst og fremst í Fjarðabyggð en teygir sig einnig í nágrannasveitarfélögin. Á Reyðarfirði fjölgaði íbúum um nær helming, úr rúmlega 600 í tæplega 1200.
Þegar Náttúruverndarsamtök Íslands, í samvinnu við NAUST (Náttúruverndarsamtök Austurlands) létu gera skýrslu árið 2001 um fyrirhugaðar framkvæmdir eystra, var það niðurstaða "sérfræðinga" sem samtökin fengu til liðs við sig, að ferðamönnum myndi fækka á Austurlandi um 50% og um 20% á landinu öllu, vegna skaðaðrar ímyndar landsins. Allir vita hvernig sú spá gekk eftir.
Álverið í Reyðarfirði hefur rennt styrkum stoðum undir ferðamannaþjónustu, eins og lesa má um í bloggfærslunni hér á undan.
Nýr tónn hjá Vestfirðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
Athugasemdir
Það er vert að geta þess að um 120 manns af um 450 sem vinna í álverinu sjálfu, búa á Egilsstöðum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.9.2013 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.