Jákvæð hliðaráhrif stóriðju á Austurlandi

Um miðjan ágúst kom fyrsta "alvöru" skemmtiferðaskipið í Fjarðabyggð. Þetta er bara byrjunin því skipulagðar hafa verið komur fleiri skipa á næstu sumrum. Skipakomurnar er liður í að auka enn frekar fjölbreytni í atvinnusköpun á svæðinu, en eins og flestir vita hefur álver Alcoa í Reyðarfirði verið gríðarleg lyftistöng fyrir sveitarfélagið.

Sú uppbygging sem fylgt hefur starfsemi álversins teygir sig í flestar greinar atvinnulífsins, m.a.s. í ferðaþjónustuna. Tvö öflug rútufyrirtæki starfa í fjarðabyggð og þjónusta álverið en allir starfsmenn þess fá fríar ferðir til og frá vinnu. Auk þess hefur orðið umtalsverð uppbygging í hótelgistirými fyrir ferðamenn en álverið hefur lagt góðan grundvöll undir það og nota þá þjónustu töluvert, bæði fyrir heimsóknir erlendra starfsmanna Alcoa og/eða verktaka sem koma reglulega til Reyðarfjarðar í allskyns verkefni. Auk þess eru hótel og gistiheimili vel nýtt þegar ófærð hamlar för starfsfólks á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu.

 025

Bretar voru uppistaðan í farþegum þessa skips sem kom í ágúst. Tveir leigubílar, einn á Eskifirði og annar á Reyðarfirði halda uppi þjónustu í sveitarfélaginu alla daga, en slík þjónusta væri örugglega ekki fyrir hendi ef ekki væri fyrir álverið. Alcoa notar leigubíla reglulega til að keyra starfsmenn sem einhverra hluta vegna eru á ferðinni utan áætlana rútubílanna, t.d. vegna veikinda eða óvæntra útkalla.

Rúturnar og leigubílarnir fengu ágæt viðskipti við farþega skipsins þegar það hafði viðdvöl á Eskifirði.

027

Farþegarnir voru himinlifandi með heimsóknina á Eskifjörð, þrátt fyrir votviðrið. Náttúrusafnið á Norðfirði og Stríðsárasafnið á Reyðarfirði voru m.a. viðkomustaðir ferðamannanna. Auk þess keyptu þeir minjagripi og ullarvörur í verslunum. Á myndinni sjáum við nokkra ferðamenn á gangi á aðalgötu Eskifjarðar í rigningunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að farþegarnir voru svona himinlifandi. Það er greinilegt af færslunni að þú ert hrifinn af álverinu. En það kemur ekki fram hvað álverið hefur með komu þeirra til Reyðarfjarðar að gera. Komu þeir til þess að skoða álverið? Eða til að prófa að aka í leigubíl?

Er hugsanlegt að það væru rútur á Íslandi, jafnvel á Austurlandi, þó ekki væri álver við Reyðarfjörð?

Vilhjálmur G. Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 11:19

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er greinilegt af athugasemdinni að þú ert ekki hrifinn af álverinu

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.9.2013 kl. 14:32

3 Smámynd: Baldinn

Hver er hrifin af álveri nema þeir sem hafa fjárhagslegan ávining af því.

Baldinn, 19.9.2013 kl. 11:34

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir sem sjá heildarmyndina gætu vel verið það, án þess að hafa beinna hagsmuna að gæta.

En öll þjóðin "græðir" á áverinu, það er staðreynd þó einhverjir kæri sig ekki um þann gróða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2013 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband