Þetta eru augljóslega næringarfræðingar á vegum lífrænt ræktandi bænda. Það hefur marg oft verið hrakið að erfðabætt hveiti, sojabaunir o.s.f.v. séu eitthvað verri næringarlega séð.
Og þetta með "diet" gosdrykki, að þeir framkalli sykursýki 2.... mér finnst dálítið skrýtið að matvælaeftirlit í Evrópu og USA samþykki þessi sætuefni ef þau eru svona hættuleg. Getur verið að það sé bull líka?
9 atriði sem næringarfræðingar myndu forðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | 9.2.2013 (breytt kl. 18:19) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946009
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
- ESB-eitur í nammipoka valkyrja
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Nú tekur alvaran við.
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
Athugasemdir
Þegar þessi listi bætist við allt annað sem manni er talið trú um að sé óhollt, fer að verða vandi að lifa.
Kannski maður haldi sig bara við íslenska vatnið, svona þangað til einhver "næringafræðingurinn" kemst að því að það er baneitrað líka.
Gunnar Heiðarsson, 9.2.2013 kl. 15:43
Þetta er undarleg grein í Mogganum.
Fyrir utan það að engra heimilda er getið, þá skil ég ekki þetta:
"9. Erfðabætt hveiti - Þeim mun grófara hveiti sem við borðum, þeim mun betra. Korn glatar hollum eiginleikum sínum eftir því sem það er meira unnið. Gildir því að þeim mun minna unnið, því meira fylgir af náttúrulegum bætiefnum hveitisins sem er þeim mun betra fyrir mannskepnuna. Varast ber að falla fyrir merkingum sem lofa „meiru af þessu vítamíninu, trefjum eða öðru en hinu“. Þeim efnum hefur þá oftar en ekki verið bætt við eftir mikla vinnslu kornsin".
Líklega er hér átt við vítamínbætt hveiti, en ekki erfðabætt.
Ágúst H Bjarnason, 9.2.2013 kl. 17:27
Takk fyrir athugasemdirnar.
Já, þetta er í meira lagi undarleg grein en mér finnst ég sjá svona bull reglulega í fjölmiðlum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2013 kl. 18:21
Einimitt þetta "næringarfræðingar" þótti mér athyglisvert. Nútímaþjóðtrú blómstrar í mataræðisbransanum. Gaman væri ef Jón Árnason nútímans safnaði saman næringarþjóðsögum síðustu 50 ára og gæfi út á jólabók.
Helgi Þórsson (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 18:43
Athyglisverð hugmynd, Helgi
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2013 kl. 22:10
Nú þessir 9 sem maður á að forðast..
Siggi Lee Lewis, 9.2.2013 kl. 23:30
Þessir næringfræðingar og heilsueftirlitsmenn og allt það batterí sem telur að þeirra ákvarðanir séu heilagri en jafnvel Svandís Svavarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir til samans, eru að setja reglur um: "Notist fyrir", "Síðasti söludagur" eða "Best fyrir" stimplana á vörur seldar til almennings, þá vil ég taka það fram að slíkir stimplar eru jafnel á SALTBAUKUM...!!! Hefur einhver séð úldið salt? Hverslu legni geymist salt? Hvern er verið að vernda?
Málið er að jafnvel allar kryddtegundir, þurrkaðar niður í nánast 0% rakastig er með "Notist fyrir" stimpil. Svartur pipar er með dagstimpil, og hann skemmist ekki nema að lendi í raka. Og þá skemmist eðlilega öll matvara með tímanum.
Hér er verið að gæta hagsmuna framleiðenda: "Ef andskotans neytendurnir klára ekki kryddið sitt eða borðsaltið, þá skal skipa því að henda því eftir mátulegan íma, svo þeir kaupi meira, annars hlaðast byrgðirnar upp óseldar."
"...and that is bad for the economy" eins og W.Bush forseti BNA sagði þegar hann neitaði að undirrit KYOTO samninginn ... helvítis Kanahundurinn...sá að tarna.
Sigurbjörn Friðriksson, 10.2.2013 kl. 01:11
Smartland, nuff said!!
DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 10:34
Ég er áhugamaður um krydd ýmiskonar og fer gjarnan í búðir erlendis til að kaupa krydd. Í desember sl. var ég staddur í suður Tyrklandi og fór þar í sérstaka kryddverslun og keypti pastakrydd og tyrkneskt karrý.
-
Nýega fann ég í kryddskápnum mínum fiskikrydd með "Best before 2008". Ég þefaði af kryddinu og það var sem nýtt og það fór á fiskinn. Ég er lifandi enn
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2013 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.