Snjóflóð í Grænafelli, Reyðarfirði - myndir

Mörg ár eru síðan Fagridalur hefur verið svona lengi lokaður og ófær, eða í 3 sólarhringa. Fyrir ókunnuga þá er Fagridalur leiðin frá Reyðarfirði til Egilsstaða. Vegurinn var loks opnaður í dag í fallegu veðri. Ég fór til Egilsstaða í dag og tók nokkrar myndir.

014

Vegurinn frá Reyðarfirði upp á Fagradal liggur fram hjá Grænafelli. Í miklum rigningum verður oft grjóthrun úr fellinu og einstaka sinnum liggja mörg hundruð kílóa grjóthnullungar á veginum. Í miklum snjóum verða þarna snjóflóð. Þau koma flest í "Skápinn", en geil var grafin inn í fellið til þess að taka við lítilsháttar grjóthruni svo það bærist síður út á veginn. Snjóflóðin eru einnig algengust á þessum stað og oftast eru þau lítil en þau fylla skápinn auðveldlega.

Myndin er tekin við Skápinn í dag og sýnir snjóflóðið sem féll í norðan áhlaupinu. Þykktin er ríflega 3 metrar og breiddin ca. 20 metrar. Fyrir nokkrum árum hreif snjóflóð á þessum stað veghefil með sér fram af vegbrúninni. Ökumaður veghefilsins slapp ómeiddur úr þeim hildarleik. 

017

Gilið fyrir ofan skápinn og upptök snjóflóðsins

009

Rétt fyrir ofan Skápinn í Grænafelli er útsýnis og áningarstaðurinn Hryggsel. Þar var snjóblásaranum lagt eftir gott dagsverk.

002

Á Egilsstöðum. Þar líkt og á Reyðarfirði snjóaði mikið og skefldi.

001

Á fimmtudaginn var útlitið úr stofuglugganum hjá mér á Reyðarfirði svona. Á föstudaginn rigndi heil ósköp ofan í þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þessar ágætu myndir þínar minna mig á snjóflóðin í Neskaupstað 1974. Þá lokaðist allt, sem lokast gat á Mið-Audturlandi, þannig að flug til Egilsstaða, snjóbílar, varðskip með þyrlur komu björgunarsveitum í goðar þarfir.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.11.2012 kl. 10:24

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta, Kristján. Snjóflóðin á Neskaupsstað eru mörgum enn í fersku minni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2012 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband