Mörg ár eru síðan Fagridalur hefur verið svona lengi lokaður og ófær, eða í 3 sólarhringa. Fyrir ókunnuga þá er Fagridalur leiðin frá Reyðarfirði til Egilsstaða. Vegurinn var loks opnaður í dag í fallegu veðri. Ég fór til Egilsstaða í dag og tók nokkrar myndir.
Vegurinn frá Reyðarfirði upp á Fagradal liggur fram hjá Grænafelli. Í miklum rigningum verður oft grjóthrun úr fellinu og einstaka sinnum liggja mörg hundruð kílóa grjóthnullungar á veginum. Í miklum snjóum verða þarna snjóflóð. Þau koma flest í "Skápinn", en geil var grafin inn í fellið til þess að taka við lítilsháttar grjóthruni svo það bærist síður út á veginn. Snjóflóðin eru einnig algengust á þessum stað og oftast eru þau lítil en þau fylla skápinn auðveldlega.
Myndin er tekin við Skápinn í dag og sýnir snjóflóðið sem féll í norðan áhlaupinu. Þykktin er ríflega 3 metrar og breiddin ca. 20 metrar. Fyrir nokkrum árum hreif snjóflóð á þessum stað veghefil með sér fram af vegbrúninni. Ökumaður veghefilsins slapp ómeiddur úr þeim hildarleik.
Gilið fyrir ofan skápinn og upptök snjóflóðsins
Rétt fyrir ofan Skápinn í Grænafelli er útsýnis og áningarstaðurinn Hryggsel. Þar var snjóblásaranum lagt eftir gott dagsverk.
Á Egilsstöðum. Þar líkt og á Reyðarfirði snjóaði mikið og skefldi.
Á fimmtudaginn var útlitið úr stofuglugganum hjá mér á Reyðarfirði svona. Á föstudaginn rigndi heil ósköp ofan í þetta.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 945809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
Athugasemdir
Þessar ágætu myndir þínar minna mig á snjóflóðin í Neskaupstað 1974. Þá lokaðist allt, sem lokast gat á Mið-Audturlandi, þannig að flug til Egilsstaða, snjóbílar, varðskip með þyrlur komu björgunarsveitum í goðar þarfir.
Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 7.11.2012 kl. 10:24
Takk fyrir þetta, Kristján. Snjóflóðin á Neskaupsstað eru mörgum enn í fersku minni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2012 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.