Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, skrifar afar skemmtilega pistla um jarðfræði og kíki ég reglulega á skrif hans mér til ánægju og fróðleiks.
Hann bloggar einnig mikið um loftslagsmál og virðist að hluta hafa gert það áhugamál að lifibrauði sínu. Augljóst er að Haraldur er ekki vísindamaður á því sviði, heldur meira eins og sölumaður á blaðagreinum eftir sig.
Og nú sé ég að eldfjallafræðingurinn bloggar um þessa frétt um refinn og bullar enn eina ferðina um vísindaleg efni sem hann hefur ekkert vit á. Virðist ekki einu sinni hafa fyrir því að lesa fréttina almennilega eða kíkja á frumheimildir. Í greininni er auðvitað hvergi minnst á það að refir hafi ekki verið hér fyrir "litlu ísöld", heldur einungis að refir frá nálægum norðurslóðum hafi átt auðveldar um vik að komast hingað á þessu kuldatímabili og því sé erfðaefni íslenska refsins mun fjölbreyttara í dag, en t.d. við landnám.
Haraldur hefur nú sýnt af sér þá lítilmennsku að loka á athugasemdir mínar við pistla sína og hef ég þó ekki sýnt honum aðra ókurteisi en þá að draga í efa fullyrðingar hans um loftslagsmál. Gerði ég ekki annað en að taka undir fjölda athugasemda sömu nótum á bloggi hans. Væntanlega verða innan tíðar bara fáir útvaldir jábræður sem fá að gera athugasemdir við pistla hans.
Mér finnst ekki ósennilegt að athugasemd mín á bloggi Ágústs Bjarnason fyrir nokkrum dögum þar sem ég nefndi Harald, hafi farið svo fyrir brjóstið á blessuðum manninum að hann hafi ákveðið að útiloka mig frá bloggi sínu, sjá HÉR
Ps. Það er kaldhæðnislegt að athugasemd mín hjá Ágústi og á bloggi Haraldar er einmitt um þá tilhneigingu loftslagsalarmista að þagga niður í efasemdarröddum. Ástæðan er einföld eins og fram kemur í tilvitnun minni í vaðtal sem Ágúst bendir á:
"Tragically, policymakers have thrown horrendous amounts of taxpayer money needed for other purposes at solving an unsubstantiated emergency. It is scandalous that so many climate scientists who fully knew that Al Gore had no basis for his irresponsible claims stood mute. Meanwhile, that alarmism has generated billions of dollars more to finance a rapidly growing climate science industry with budgets that have risen by a factor of 40 since the early 1990s. I consider this failure to speak up just as unethical as the behavior of those who put out the false catastrophic claims."
Gríðarlegur fjöldi allskyns vísindamanna og "ekki" vísindamanna af ýmsu tagi (ekki bara á sviði loftslagsfræða) þiggja lifibrauð sitt úr opinberum sjóðum sem hafa djúpa vasa vegna "matreiðslu" þessara aðila sem hafa hagsmuni af því að ástand og horfur séu sem verstar. Þrýsingur skapast svo frá fjölmiðlum sem vita að æsifréttir seljast best og það hefur svo áhrif á almenning en ekki síst stjórnmálamenn sem ausa í kjölfarið fjármagni í rannsóknir.
Refur komst á ísbrú til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | 22.9.2012 (breytt kl. 15:22) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 946217
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
- Vill endurskoða EES
Athugasemdir
En hvað ert þú að tjá þig um loftslagsmál á annarra manna bloggi? Þú verður seint talinn sérfróður um þau. Skil Harald vel að loka á þig enda veist þú ekkert í þinn haus.
Badu (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 14:54
Athugasemdarkerfi eru fyrir athugasemdir, jafnvel athugasemdir eins og þína, þó þær séu frá nafnlausum hugleysingja.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 15:03
Hehe, fróðlegt að það skulli búið að loka á þig hjá Haraldi Gunnar, en svona árásir eins og þá sem þú skrifar hér að ofan á menn eins og Harald munu sjálfsagt ekki verða til þess að hann opni aftur.
Hitt er annað mál að téður Ágúst H. Bjarnason notar líka ritskoðun til að forðast vísindalega nálgun á loftslagsmálunum og hefur valið að loka á báða ritstjóra loftslag.is - sem þú hefur reyndar m.a. sagt vera með vistkvíða (sem er víst einhver geðsjúkdómur sem þú fannst upplýsingar um einhversstaðar á veraldarvefnum, ef ég hef skilið þig rétt) - svo einhver dæmi um rakalausan þvæting þinn séu nefnd...en við höfum reyndar ekki lokað á þig...hvað sem öðru líður
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 15:30
Gunnar. Ég horfði á þátt á nrk.no í gær eða fyrradag.
Þar sá ég fróðleiksþátt sem heitir: Schrödinger katt.
Í þeim þætti var fjallað um hlýnun á norðurslóðum, sem var mjög fróðlegt.
Ég er ekki nokkur fræðingur né vísindamanneskja af neinu tagi, og þess vegna bendi ég á það sem kemur fram í fróðlegum þáttum, eins og þessum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.9.2012 kl. 16:08
Hvor ætli sé marktækari í þessum málum, maður sem hefur starfað sem vísindamaður alla sína æfi útum víða veröld eða sífúli leigubilsstjórinn á Reyðarfirði?
Óskar, 22.9.2012 kl. 16:15
Óskar. Ég trúi því að við getum öll lært mikið af hvort öðru. Það hefur ekkert með vísindamenn, leigubílstjóra, né aðra sérflokkaða einstaklinga að gera.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.9.2012 kl. 18:56
Anna Sigríður, það deila fáir ef nokkur á að það hafi hlýnað á norðurslóðum.
Menn deila hins vegar um hver þáttur mannsins er. Sumir segja hann engan, aðrir lítinn, enn aðrir mikinn og svo þeir sem kenna manninum um alla hitaaukninguna og svo virðist sem nokkuð stór hluti síðast talda hópsins sé haldinn svokölluðum vistkvíða, þ.e., geta ekki á heilum sér tekið og halda að allt sé að fara til andskotans. Þessi hópur vill að stjórnmálamenn beiti aðgerðum sem að margra mati hefði mun alvarlegri afleiðingar fyrir okkur mennina en lítilsháttar loftslagshlýnun. Hlýnun sem hefur jákvæð áhrif á búseturskilyrði manna, dýra og plantna á stórum landssvæðum en e.t.v. verri á öðrum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 19:57
Sömuleiðs deila menn um hitaþróunina á næstu árum. Loftslagsalarmistar eru órólegir vegna þess að hlýnunin á jörðinni hefur nánast stöðvast sl. áratug. Það er í hróplegau ósamræmi við spár þeirra og einnig undarlegt í ljósi þess að gróðurhúsalofttegundir hafa aukist nokkurnveginn í samræmi við spár. Það er því skiljanlegt að þeir hrósi happi yfir óvenjulegum hlýindum á norðurslóðum og minnkandi hafís. Það er gott fyrir fjársvelt heilbrigðiskerfið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 20:07
Fyrir þá sem vilja kynna sér málin, án upphrópana, þá bendi ég á loftslag.is, til að mynda er ágætis byrjun að skoða þróun hitastigs á síðustu árum og áratugum...sjá til að mynda Helstu sönnunargögn. Kenningin er líka ágætis síða þar sem komið er inn á ýmis varðandi söguna, orsakir, áhrif og framtíð - svo og um þá staðreynd að Mælingar staðfesta kenninguna - þó svo einhverjir sjálf um glaðir "efasemdamenn" reyni að telja fólki trú um að miklar deilur séu í gangi, þá er það nokkuð á hreinu að alvöru vísindamenn vita hvað er í gangi. Hvað sem líður persónulegum skoðunum Gunnars og annara vísinda afneitara...þá eru gróðurhúsaáhrif af mannavöldum staðreynd - sjá t.d. að lokum Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar.
PS. Ég sé að Gunnari tókst að uppnefna þá sem aðhyllast vísindi vistkvíðasjúklinga - sem virðist vera hans uppáhalds orð í dag ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 21:24
Gunnar, þú segir "Menn deila hins vegar um hver þáttur mannsins er." Vísindamenn deila ekki svo mikið um hver þáttur manna er, sjá úrvalsfærslu á loftslag.is: Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar
Ég vil síðan þakka þér Gunnar fyrir að leyfa andstæðum röddum að heyrast hjá þér - það er bagalegt hvað nokkrir vinir þínir eru gjarnir á að grípa til ritskoðunar, þ.e. banna mann og stroka út innlegg, fyrir það eitt að benda á hvað vísindamenn segja.
Höskuldur Búi Jónsson, 22.9.2012 kl. 21:30
Sjúkdómurinn "vistkvíði" fer ekki í manngreiningarálit, Sveinn. Hann getur lagst á vísindamenn sem og aðra. Sömuleiðis er hann misjafnlega langt genginn hjá fólki. Sumir fá aðeins snert af sjúkdómnum á meðan aðrir verða helteknir.
"Treehugger" er dæmi um nokkuð alvarlegt tilfelli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 21:34
Höskuldur, þetta var ónákvæmt orðað hjá mér, ég átti við hversu stór þáttur mannsins er í hlýnuninni með co2 útblæstri. Þáttur mannsins er sennileg einhver en margir óvissuþættir fylgja í kjölfarið, s.s. positive og negative feedbacks.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 21:39
Jæja, ef þér líður betur við að kalla fólk vistkvíðasjúklinga - þú um það Gunnar :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 21:49
Voðalega ertu viðkvæmur fyrir þessu, Sveinn. Reyndar fann ég þetta ekkert á neinu gúggli heldur var fjallað um þetta í fróðlegum og skemmtilegum útvarpsþætti á RUV 1 fyrir fáeinum árum. Allar mínar upplýsingar um sjúkdóminn eru úr honum. Ég hélt fyrst að um grín væri að ræða en svo var ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 22:09
Hehe, ekki misskilja mig - ég er ekkert viðkvæmur fyrir þínum persónulegu skoðunum á mér eða öðrum - vildi bara minnast á bullið í þér...þér er velkomið að uppnefna fólk ef þú vilt sýna þinn innri mann með því - ekki málið ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 22:19
En hvað segið þið félagarnir annars um Burt Rutan og þetta viðtal við hann? Er maðurinn í bullandi afneitun?
http://www.forbes.com/sites/larrybell/2012/09/09/a-cool-headed-climate-conversation-with-aerospace-legend-burt-rutan/
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 22:19
Tilvitnunin á ensku í þessum pistli er frá honum og sömuleiðis þessi:
-
"I put myself in the (Those who fear expansion of Government control) group, and do not hide the fact that I have a clear bias on [ Anthropogenic global warming (AGW)]. My bias is based on fear of Government expansion and the observation of AGW data presentation fraud - not based on financial or any other personal benefit. I merely have found that the closer you look at the data and alarmists’ presentations, the more fraud you find and the less you think there is an AGW problem... For decades, as a professional experimental test engineer, I have analyzed experimental data and watched others massage and present data. I became a cynic; My conclusion – “if someone is aggressively selling a technical product whose merits are dependent on complex experimental data, he is likely lying”. That is true whether the product is an airplane or a Carbon Credit."
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 22:25
Ég skoða helst ekki svona persónulegar skoðanir fólks sem þar fyrir utan eru fullar af pólískum dutlungum og sem ekki byggja á vísindum Gunnar...þ.a.l. hef ég lítin áhuga á Burt...
Hitt er annað mál að mér virðist Ágúst vera að slá á fingur þér í athugasemd hjá sér, þar sem hann biður Harald afsökunar á athugasemd þinni (sjá HÉR...bregðast krosstré sem önnur tré....
PS. Burt Rutan virðist ekki notast við vísindalega nálgun í afneitun sinni, frekar en aðrir þeir sem afneita loftslagsvísindum :D
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 22:33
Burt Rutan blaðrar mikið um loftslagsmál og virðist að hluta hafa gert það áhugamál að lifibrauði sínu. Augljóst er að Burt er ekki vísindamaður á því sviði, heldur meira eins og sölumaður á blaðagreinum eftir sig.
Höskuldur Búi Jónsson, 22.9.2012 kl. 22:37
"Loftslagsalarmistar eru órólegir vegna þess að hlýnunin á jörðinni hefur nánast stöðvast sl. áratug. "
Gunnar, thetta er ekki rétt hjá thér ad èg tel - gaman vaeri ad sjà heimildir fyrir svona fullyrdingum.
Miklu heldur sýnist mér ad hlýnun haldi áfram án afláts, sú hlýnun sem hófst á 8. áratugnum hefur hreint ekki minnkad heldur haldid sinu striki og eykst ad krafti ef eitthvad er.
Bendi à thetta línurit hjá NASA thar sem 2011 hefur verid baett inn. Fimm ára hlaupandi medaltal er flatt á 5 ára tímibili c.a. 2005-2010. Er thad thetta sem thú ert ad meina med at hlýnun hafi stodvast?
http://earthobservatory.nasa.gov/IOTD/view.php?id=76975
Skodadu línuritid adeins nánar, t.d. frá 1970. Línan gengur hratt upp 5 ár, nidur 5 àr, upp 10 ár, nidur 5 ár, upp 15 ár, flöt 5 ár ... frá 1970 ad telja lítur ekki út fyrir ad hlýnun hafi stodvast ... thvert á móti virdist vera um hratt vaxandi hlýnun ad raeda, throun sem síst er ödruvísi núna, í stad 5 ára laekkunar (midad vid fyrri sveiflur) kemur 5 ára flatneskja.
Merkilegt hvad menn geta ordid aestir yfir thessum breytingum. Mér thykir greining thín á "andstaedingum" í 7. faerslu vera einstaklega sleggjudómskennd og furdulega laus vid rökstudning.
Hitabreytingar sem núna eru ad verda eru audvitad hlaegilega litlar midad vid thá sveiflu ísalda og hlýskeida sem er yfirgnaefandi á okkar tímum. Sídasta hlýskeid var miklu hlýrra en núverandi og olli ekki neinum sérstökum vandraedum fyrir thá menn sem thá bjuggu á jördinni. En audvitad voru ekki 7 milljardir manna hádir landbúnadi thá ...
Brynjólfur Þorvarðsson, 23.9.2012 kl. 07:48
Brynjólfur Þorvarðsson kemur að kjarna málsins í niðurlagi athugasemdar sinnar (imho): "En audvitad voru ekki 7 milljardir manna hádir landbúnadi thá ..."
Spurningin sem menn neyðast til að svara um þessar mundir er einfaldlega: Er jörðin fyrir menn eða menn fyrir jörðina?
Ef setja á manninn í forgang (eins og mér virðist boðskapur kolefniskirkjupresta ganga út á) þá er meint 0,7°C hækkun hitastigs á jörðu skelfilegur áfangi í að koma í veg fyrir að 10; - 15; - 20 milljarðar manna (eða hvert sem veldisvöxturinn leiðir á næstu áratugum) geti lifað á landsins gæðum.
Ef við ákveðum hins vegar að setja jörðina (les: náttúruna) í forgang þá hlýtur fyrsta skrefið að vera að takmarka frekari fólksfjölgun og síðan að setja markið við ca. 4 - 5 milljarða hámark.
Kínverjar mega eiga að þeir hafa gert sér grein fyrir þessari staðreynd, en Íslendingar fara hins vegar hamförum í þróunarhjálpinni!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 11:00
Je minn,,það er gaman að lesa þessar athugasemdir
Aja Honkanen (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 14:47
Sæll Gunnar!
Nú veit ég ekkert um þig eða þinn menntunarstatus(ekki að hann skipti höfuð máli). þú talar um að Haraldur sé ekki vísindamaður með loftlagsvísindi sem sérsvið. Nú spyr ég ert þú með loftlagsvísindi sem sérsvið? þó hægt sé að tína til vísindamenn sem trúa því að brölt okkar hér á þessari jörð hafi engin áhrif á hlýnum jarðar þá er það staðreynd að yfirgnæfandi fjöldi virtra vísindamanna á sviði loftlagsvísindamanna trúa því að hlýnum jarðar sé af mannavöldum.
Mér finnst eins og sumir líti á þessa hluti eins og trúarbrögð. Þeir trúa því sem er gott að trúa(sem sagt að við séum ekki að gera neitt athugavert við náttúruna) og neita staðfastlega að hlusta á vísindaleg rök.
Það er alveg rétt sem kemur hér fram að ofan að báðar hliðar á þessum máli hafa átt sér sína málsmenn sem hafa ekki beitt vísindalegum rökum við að styðja sinn málstað og það hefur skemmt fyrir báðum hliðum.
Málið er að í Bandaríkjunum til dæmis þá er stór hópur manna styrktur af olíuiðnaðinum og þungaiðnaðinum þar til þess að reyna að finna eitthvað eða jafnvel búa það til, til þess að sanna að hlýnum jarðar sé ekki af mannavöldum. Ástæðan er einföld: það kostar stórpening að hugsa um náttúruna og gróði þessara fyrirtækja er ekki eins mikill ef þeir (þau) þurfa að taka tillit til hennar.
Ég tel að ef einhver vafi er á því að hlýnum jarðar sé að mannavöldum þá ætla ég að láta náttúruna njóta vafans en ekki einhvernt ríkan verksmiðueiganda sem kemur til með að spara stórpening á því að taka ekki tillit til náttúruverndar.
willow4321 (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 21:34
Ad einhver meirihuti manna se a tiltekinni skodun gerir ekki ad verkum ad skodunin se hafin yfir vafa. Lastu tilvitnanirnar i Burt Rutan og vidtalid vid hann? Vardandi Harald Sigurdsson, ta er eins og folk haldi ad ord hans um loftslagsvisindi hafi einhverja serstaka vigt af tvi hann er Jardfrædingur. Tad er audvitad tom vitleysa. Tilefni tessa pistils var frettin um refinn og audvelt ad sja ad menntun hans var ekki ad hjalpa honum mikid tar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2012 kl. 11:59
Sveinn, eg er steinhissa a Agusti, enda sagdi eg ekkert sem stenst ekki skodun. Ritstjornarstefna hans er hins vegar skyr og tvi er ekki rett ad nefna annad folk a hans bloggi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2012 kl. 12:04
Gunnar, þú gleymir í herferð þinni gegn loftslagsvísindunum að mótrökin (þ.e. rök þeirra sem aðhyllast afneitun vísinda) standast ekki skoðun. Þú ert þó iðinn við að herma alls kyns svik og lygar á vísindamenn í þessari vegferð þinni kæri Gunnar, en sérð þó ekki þína eigin algeru vöntun á rökstuðningi...ekki einu sinni persónulegar skoðanir flugvélaverkfræðingsins Burt Rutan standast skoðun, enda hafa þær ekkert með vísindi að gera. Það virðist þó oft vera svo að hinir sjálfskipuðu "efasemdamenn" finna alltaf einhverja skoðanabræður til að vísa til ,þó svo vísindin hjálpi þeim ekki hið minnsta. Þetta virðist vera sérlega einfalt í dag í heimi vefheima og með því að að gúgla hugsunarlaust "global warming hoax"
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.9.2012 kl. 15:20
Ég er ekki í neinni herferð, Sveinn. Stundum held ég að sá sem skrifar undir þessu nafni, Sveinn Atli Gunnarsson, hljóti að vera smákrakki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2012 kl. 17:04
Hehe, Gunnar, þú verður væntanlega að kalla mig smákrakka, enda hefur þú ekki nokkuð sem líkist rökum...best fyrir þig væri að kalla mig vistkvíðasjúkann smákrakka - þá kemurðu uppáhalds uppnefninu þínu að og reynir um leið að gera lítið úr mér - tvær flugur í einu höggi :)
BTW. Ef þú ert svona svakalega viss í þinni sök að loftslagsvísindin séu svik og svindl...hvaða einu rök eru þín bestu? Mér þætti fróðlegt að vita hvað það er sem þú persónulega telur vera þína bestu röksemd...þú hlýtur að hafa eitthvað upp í erminni...ég neita að trúa því að ekkert búi að baki, eins og lítur út fyrir út frá þínum fullyrðingum...
Jæja, hvað segirðu svo, ertu maður eða mús...ertu með ein rök sem þú persónulega telur að standist skoðun (út frá vísindalegri nálgun). Ég nenni ekki að fá eitthvað rugl um alheimssamsæri með pólitískri nálgun...reyndu að nálgast þetta út frá einhverju með smá snefil af vísindalegri nálgun...
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.9.2012 kl. 19:39
Félagi Svatli í ham: "Ég nenni ekki að fá eitthvað rugl um alheimssamsæri með pólitískri nálgun...reyndu að nálgast þetta út frá einhverju með smá snefil af vísindalegri nálgun..."
Þess má geta að Svatli vinur minn er með pungapróf í skógfræði frá Jótlandi.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 21:12
Ég sé að Hilmar ætlar ekki að nálgast þetta mjög málefnalega - kannski Gunnar standi sig betur ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.9.2012 kl. 22:07
Loftslagsvísindi svik og svindl? Það hef ég aldrei sagt þó ég haldi því fram að fullyrðingar alarmista séu brattar og hugsanlega drifnar áfram af annarlegum kvötum.
-
Svo vil ég biðja þig um að halda þig fjarri bloggi mínu og athugasemdir þínar eru ekki velkomnar. Ekki vegna skoðana þinna, heldur vegna þess að þú ert svo leiðinlegur. Ég hætti að koma á síðuna sem þú ert ritstjóri fyrir vegna þeirrar ástæðu. Þú ert eins og geltandi smáhundur sem er öllum til ama.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2012 kl. 13:19
Hehe, Gunnar...merkilegt að þú afneitir því að hafa kallað loftslagsvísindi svindl og svik...sérstaklega eftir þessi orð ÞÍN í pistlinum hér að ofan:
Annars er mér mikill heiður að vita til þess að þér persónulega þyki ég svo leiðinlegur að þú viljir ekki skoða loftslag.is (eða bloggsíðuna) - Ég er mjög ánægður með það - verði þér að góðu - vonandi leiðist þér ekki að lesa ekki málefnalega umræðu um loftslagsmálin öðru hvoru :)
En það er alltaf sama sagan með ykkur loftslagsvísinda-afneitarana - ef maður spyr ykkur um einhver atriði sem þið teljið að styðji mál ykkar, þá hverfið þið af vetvangi umræðunar og leyfið ykkur að kalla alla sem ykkur eru ósammála hlutum eins og leiðinlega smákrakka með vistkvíðasjúkdóma...segir reyndar meira um þig en aðra, en það verður að hafa það :D
Sveinn Atli Gunnarsson, 26.9.2012 kl. 20:31
Afleiðingar "litlu ísaldar" árin ca. 1350 til ca. 1920 eru að ganga til baka - Guði sé lof - og vísindamenn með Al Gore í fararbroddi ganga um með kvíðahnút í maganum. Sú var tíðin að Vatnajökull sem nú heitir voru þrír aðskildir jöklar sem sameinuðust á kuldatímabilum. Við getum ræktað korn í fyrsta sinn síðan litla ísöldin byrjaði og sjórinn í kring um Ísland er að fyllast af makríl og við að verða rík þjóð aftur og vísindamenn og pólítíkusar fá vistkvíðaheilkenni (syndrome). Aumingja þeir. Náttúran er bara á fullu að gera það sem hún hefur gert í gegnum aldaþúsundirnar. Leifar hitabeltisskóga hafa fundist djúpt í Grænlandsjöklinum frá því fyrir árþúsundum. Hverju er að kvíða?
Sigurbjörn Friðriksson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 13:08
Þarna átti að vera Björn bóndi.
Klikkun í Mbl.is
Sigurbjörn Friðriksson, 29.9.2012 kl. 13:14
Sigurbjörn, þetta er rangt hjá þér, enda eru alveg klárar vísbendingar fyrir því að gróðurhúsaáhrif af mannavöldum er staðreynd. En ef þú vilt vera í afneitun - vertu velkominn til þess - þú ert með fleiri skoðanabræðrum þínum í þeim flokki - þannig að þér ætti ekki að leiðast ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.9.2012 kl. 21:05
Sveinn, ég bað þig um að láta vera að gera athugasemdir hér. Vertu úti að leika þér
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2012 kl. 12:56
Gunnar, þolir þú ekki umræðu sem er ekki í takt við þinar eigin skoðanir?
Reyndar er það ekki nýtt í umræðu hjá þeim sem aðhyllast loftslagsvísindaafneitun að ritskoða óæskilegar skoðanir....virðist vera "sjúkdómur" sem er að ganga í bloggheimum um þessar mundir
Sveinn Atli Gunnarsson, 30.9.2012 kl. 16:41
Nú nenni ég þessu ekki lengur. Þú virðist ekki hafa vit á því að fara eftir vinsamlegum tilmælun.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2012 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.