Greinilega þörf á þessum prófum

Sumir hitta ekki tunnu þó þeir standi inní henni. Errm

Ég skil ekki fólk sem lætur sér detta í hug að fara á skotveiðar án þess að geta skotið sómasamlega. Mjög stór hluti þjóðarinnar stundar ýmiskonar veiði. "Heimspeki veiðimannsins" ætti að vera kafli í lífsleikni grunnskóla þar sem lögð er áhersla á að bera virðingu fyrir veiðibráðinni.

skytta


mbl.is Þriðjungur veiðimanna féll á prófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar aðeins til að bvenda á að skotprófin voru tekin upp að frumkvæði SKOTVÍS,  Skotveiðifélags Íslands. En í siðareglum félagsins er einmitt kveðið á um virðingu fyrir bráðinni og náttúrunni yfirleitt.

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 19:31

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Í gamla daga var sagt, - minnir  mig: ,,Hann mundi ekki hitta belju þótt hann héldi í halann á henni." - Rifjaðist allt í einu upp.

Eiður Svanberg Guðnason, 7.7.2012 kl. 23:03

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, man eftir þessu líka. Takk fyrir upprifjunina

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.7.2012 kl. 00:50

4 Smámynd: ViceRoy

Sæll Gunna, ég vil endilega skjóta inn mínu áliti sem "ungur" veiðimaður, tiltölulega nýr í skotveiðinni. 

   Ég veit ekki hvort þú sért skotveiðimaður eða ekki, en ég er í þessu. Þetta er alveg rétt hjá þér. Á árum áður þá var það víst þannig (ekki búinn að vera það lengi í þessu) að menn þurftu að sækja skriflega um að fá að veiða hreindýr... í dag þá sækir maður um það með einu haki í einn lítinn kassa þegar maður skilar inn veiðiskýrslu. Sem gerir hverjum sem er sem leyfi hefur, án mikils vesens, að sækja um að veiða hreindýr....  Sem er ekki gott. 

   Umsóknum fjölgaði gífurlega víst þegar þetta fór í gang, og óreyndar skyttur fóru að sækja um, sem og fólk sem var í nákvæmlega engu formi til að fara á hreindýraveiðar... enda ekki létt veiði. 

   Það verður að vera eitthvað próf sem reynir á hittni skyttunnar til að aflífa dýrið á sem skemmstum tíma og hægt er, því trúðu mér, það síðasta sem góður veiðimaður vill sjá, það er að dýrið sem það veiðir þjáist! Þú vilt hitta vel, ekki bara svo þú getir sagt góðar sögur af hve vel þú hittir, heldur af því að virðingin fyrir bráðinni er meiri en margur heldur. Það segja fáir veiðimenn með stolti sögur af veiði sem fór illa. 

   Ég vona sjálfur að þetta próf hrindi frá þeim sem ekki eigi riffil og hafa ekki æft sig... vilt vissulega ekki borga fyrir próf sem þú hefur ekki einu sinni hugmynd um hvort þú fellur á :D og komi þeim hreindýraskyttum að sem hafa stundað þetta í áraráið og eru alvöru skyttur sem hitta þar sem þeir ætla... en ekki þar sem þeir vonast til að hitta. 

ViceRoy, 9.7.2012 kl. 22:17

5 Smámynd: ViceRoy

GunnaR átti þett að vera, (heimska blogg strokar stundum út 2 bil í staðinn fyrir eitt... eða alltaf)

ViceRoy, 9.7.2012 kl. 22:19

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta, viceroy

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.7.2012 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband