"Berin voru hvort eð er súr", sagði refurinn í sögunni.
Ef Brendan Rodgers hélt að hann gæti fengið Gylfa fyrir litla peninga, þá er hann e.t.v. ekki eins klókur stjóri og af er látið. Að missa af Gylfa verða flokkuð sem hans fyrstu stóru mistök í stjórastarfinu.
Nú er aðalatriðið að Gylfi fái réttlát tækifæri í Tottenham, okkur knattspyrnuáhugamönnum á klakanum til ánægju á laugardögum í vetur.
Ég hef fulla trú á stráknum.
Rodgers: Peningarnir skiptu Gylfa meira máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | 5.7.2012 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Glitsýndin, ljóð frá 5. maí 2018.
- Reykjavíkurmódelið
- Gerum lífið betra xL
- I Want to Break Free - Óvæntir tónleikar í N-Kóreu.
- Vika í kosningaveðrið
- AÐ SJÁLFSÖGÐU MÁ LEIGJANDINN BORGA LEIGUNA MEÐ REIÐUFÉ...........
- COP29
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
Athugasemdir
Strákurinn virðist allavega hafa eitthvað á milli eyrnanna, ekki bara loft.
Björn Jónsson, 5.7.2012 kl. 17:04
Strakurinn borgar fyrir sig a keppnisvellinum en ekki a sidum dagblada.Lof er best i hofi.Oska honum alls hinns besta.
Sigurdur V Gudjonsson (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 19:11
Brendan Rodgers segir bara satt og rétt frá. Veit ekki hvað þú átt við með "litla peninga"? 8m punda var meint tilboð Liverpool en rauntilboð Tottenham. Fyrst þú ert að tala um klókindi, þá er það stjórn Liverpool sem hefur sett þak á launakröfu leikmanna sem halda að þeir séu stórstjörnun og skila svo engu, t.d. Joe Cole. Skynsemi? Við skulum bara vona að Gylfi sé ekki í fótbolta peningana vegna, þá mun hann ekki sjást oft á Laugardalsvellinum nema að það séu stórleikir og/eða 20°C logn og sól.
Guðmundur Björn, 5.7.2012 kl. 23:24
Þetta snýst minnst um "kaupverðið" held ég heldur meira um laun leikmanna. Kaupverðið er fjárfesting þegar um svo ungan leikmann er að ræða og skilar sér til baka. Launin eru hinn raunverulegi kostnaður og launin sem Gylfi átti að fá hjá Liverpool hefðu gert hann að launalægsta manni liðsins, sennilega þó að tösku og vatnsberanum undanskyldum.
-
Að missa gæðaleikmann úr höndunum á sér af því klúbburinn hélt hann kæmist upp með að bjóða Gylfa þessi kjör, er klúður.... og ekkert annað.Tíminn mun leiða það í ljós.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.7.2012 kl. 00:14
Myndum við vita hver Gylfi væri ef hann væri norskur....svissneskur? Væri þetta þá fréttaefni hér á Íslandi? Varla. Hann er hágæða íslenskur leikmaður, alveg rétt, en ekki alþjóðlegur, ennþá. Eigum við ekki bíða og sjá hvað hann gerir með Spurs áður en farið er að skreyta hann sem stórstjörnu? Nú skrifar þú eins og þú veist launin hans, sem ég efast um nema þú þekkir hann persónulega. Ef hann er þessi gæðaleikmaður sem þér finnst hann vera, hvar voru þá Utd, City, Chelsea í kapphlaupinu?
Guðmundur Björn, 6.7.2012 kl. 09:05
Ég held að engin sé að tala um "stórstjörnu"... ekki enn a.m.k.. Það eru samt engir amlóðar sem eru kosnir bestu leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.7.2012 kl. 12:21
Fleiri lið voru að skoða hann, m.a. Utd... eða svo er sagt
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.7.2012 kl. 12:23
Já, ég man ekki hvort Höddi Magg hafi haldið að hann hafi séð einhvern í júnæted treyju á leik Swansea og Liverpool í síðustu umferðinni og blaðrað því svo út úr sér á einhverjum vettvangi, sú mannvitsbrekka. :-) Gylfi sagði sjálfur að ruglið og bullið í íslenskum fjölmiðlum hafi verið yfirgengilegt, en það ætti ekki að koma neinum á óvart. Miðað við hvað hann var fámáll, þá voru það greinilega ekki nein stórlið nema Liverpool eftir honum, en hann valdi Spurs þar sem Liverpool vildi væntanlega ekki borga honum stórar fjárhæðir í laun.
Til fróðleiks:
"He and I both sat and spoke. I believed playing football was going to be the most important aspect for him, but obviously it was important financially as well.
The Icelandic midfielder had agreed a £30,000 a week salary with Swansea City.
Liverpool offered him more.
Spurs, however, are reported to have agreed £70,000 a week.
Guðmundur Björn, 6.7.2012 kl. 13:36
Enski textinn frá Liverpool Echo.
Guðmundur Björn, 6.7.2012 kl. 13:37
Liverpool er greinilega ekki samkeppnishæft á leikmannamarkaðinum
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.7.2012 kl. 15:56
Nei, ekki á leikmannamarkaði yfirboðs og græðgi. Það er hárétt.
Guðmundur Björn, 6.7.2012 kl. 16:09
Með þessari stefnu verða púlararnir áfram miðlungslið
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.7.2012 kl. 17:07
... og þessi grein í Givemefootball.com sannar mitt má en í henni segir m.a.
"This is likely to prove a stumbling block for Rodgers moving forward if Liverpool attempt to compete with their nearest rivals in the transfer market, and Sigurdsson will not be the last player to chose the Lane over Anfield."
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.7.2012 kl. 00:14
Það ber virkilega að varast að taka sögusögnum sem gullnum sannleika. Það er mjög ólíklegt að Tottenham hafi boðið mikið meira en aðeins betri laun.
Liverpool er að draga saman seglin í eyðslunni, eftir óhóflega eyðslu undanfarinna ára. Það þýðir ekki að það sé ekki peningur til staðar, bara að þeir vilja ná sér í eðlilegri eyðslu. Á launaskrá Liverpool eru háttlaunaðir menn sem eigendum Liverpool þykja oflaunaðir miðað við framlag þeirra á vellinum, á meðan slíkt vandamál er ekki til staðar hjá Tottenham (þ.e. alltof hátt launaðir leikmenn). Hver einasti Liverpool-maður sem heldur því þannig fram að Gylfi sé gráðugur yfirborðskenndur fáviti, eða eitthvað af þessu þrennu, er því nokkurnveginn að kasta steinum úr glerhúsi.
Leifur (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 17:11
Tek undir þetta, Leifur
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2012 kl. 11:55
Það er rétt hjá þér Gunnar að þetta mun flokkast undir mistök. Síðan getum við spurt okkur mun hann hafa fengi fleiri spilatækifæri hefði hann orðið svipaður og Eiður? Sæti bara á bekknum og spilaði þegar hentar?
Ef hann næðis sér vel á strik núna og fengi að spila flesta leiki, hvaða verðmiði yrði á honum eftir t.d. 2 ár?
Ómar Gíslason, 18.7.2012 kl. 13:40
Liverpool tímdi ekki að borga Gylfa meir en hann hafði hjá Swansea . Skömmu seinna fengu þeir Joe Allen frá Swansea borguðu 18 miljón Pund fyrir hann borga honum 45 þús pund plús að hann fær 2 miljónir við undirskrift . Hversu gáfulegt er það ? Man ekki betur en að Gylfi hefði verið ein af bestu mönnum Swansea eftir að hann kom þangað. Mann hinsvegar ekki eftir að hafa heyrt Joe Allen nefndan hvað þá að hann að hann hafi verið valinn leikmaður mánaðarins: Myndi telja að þarna hefði Brendan gert rækilega í brækurnar eða hvað finnst ykkur?
Ásgeir (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 02:25
Þessi verðmiði á Joe Allen kemur verulega á óvart
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.8.2012 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.