Ál er umhverfisvænn málmur

Helstu tromp andstæðinga álframleiðslu á Íslandi hafa verið aðallega þrjú;

  • að ál sé óumhverfisvænt og framleiðsla þess mengi of mikið
  • að miklu sé fargað af áli og sé því illa endurnýtt
  • að álnotkun fari minnkandi í framtíðinni og álverð lækki

Allt er þetta alrangt. Varðandi fyrsta liðinn þá verður að skoða málið (álið) heildrænt. Þegar það er gert þá kemur í ljós að álframleiðsla mengar minna samanborið við t.d. stál.

Enginn málmur er endurunninn í ríkari mæli en ál og allar spár hafa gert ráð fyrir að álnotkun muni aukast næstu áratugina.

Þegar andstæðingar álvers og virkjanaframkvæmda á Austurlandi ólmuðust sem mest með gífuryrðum og bulli á árunum 2000-2007, voru ofangreindar fullyrðingar þeirra helstu tromp.

Ég sagði það þá og ég segi það enn: Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þessa fólks.


mbl.is Bílaiðnaðurinn kaupir upp álið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má líka bæta því við að þó svo að við framleiðsluna losni eitthvað af gróðurhúsalofttegundum, þá þarf að líta á ávinningin sem af framleiðslunni hlýst. En ál er notað mikið í bílahluti, sem létta bílinn og stuðla að minni eyðslu sem í framhaldi stuðlar að minkun á losun gróðurhúsalofttegunda, potta og pönnur þar sem að leiðnin er þvílík að suðan kemur nánast upp strax, og minni raforkueyðsla skiptir ekki öllu máli hér þar sem við framleiðum orkuna á umhverfisvænan máta en skiptir máli sumstaðar erlendis þar sem raforkan er framleidd með kolum. Ef að menn horfðu á myndina heildrænt þá er ál hið besta mál.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 21:38

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Álið er vissulega ágætt eftir að búið er að búa það til. En burt séð frá allri orkunni sem rafskautin í kerskálunum nota þá má ekki gleyma frumvinnslunni. Fyrst þarf auðvitað að vinna báxítið sem er afar óhrein og óumhverfisvæn vinnsla og svo er það framleiðslan á súrálinu sem þarf líka sitt rafmagn.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.6.2012 kl. 00:42

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Raf, það er einmitt þetta sem þarf að horfa til og kemur fram í viðtendri frétt, þ.e. að horfa heildrænt á málið (álið)

-

Emil, það er mikill orkulegur startkostnaður í álvinnslu, bæði í frumferlinu og í fullvinnslunni. Báxítvinnsla hefur hins vegar tekið stakkaskiptum frá fyrri tíð og miklum fjármunum er varið í að ganga frá námum að vinslu lokinni á sem umhverfisvænasta máta með uppgræðslu og gróðursetningu trjáa þar sem það á við.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.6.2012 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband