Helstu tromp andstæðinga álframleiðslu á Íslandi hafa verið aðallega þrjú;
- að ál sé óumhverfisvænt og framleiðsla þess mengi of mikið
- að miklu sé fargað af áli og sé því illa endurnýtt
- að álnotkun fari minnkandi í framtíðinni og álverð lækki
Allt er þetta alrangt. Varðandi fyrsta liðinn þá verður að skoða málið (álið) heildrænt. Þegar það er gert þá kemur í ljós að álframleiðsla mengar minna samanborið við t.d. stál.
Enginn málmur er endurunninn í ríkari mæli en ál og allar spár hafa gert ráð fyrir að álnotkun muni aukast næstu áratugina.
Þegar andstæðingar álvers og virkjanaframkvæmda á Austurlandi ólmuðust sem mest með gífuryrðum og bulli á árunum 2000-2007, voru ofangreindar fullyrðingar þeirra helstu tromp.
Ég sagði það þá og ég segi það enn: Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þessa fólks.
Bílaiðnaðurinn kaupir upp álið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 20.6.2012 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Svo má líka bæta því við að þó svo að við framleiðsluna losni eitthvað af gróðurhúsalofttegundum, þá þarf að líta á ávinningin sem af framleiðslunni hlýst. En ál er notað mikið í bílahluti, sem létta bílinn og stuðla að minni eyðslu sem í framhaldi stuðlar að minkun á losun gróðurhúsalofttegunda, potta og pönnur þar sem að leiðnin er þvílík að suðan kemur nánast upp strax, og minni raforkueyðsla skiptir ekki öllu máli hér þar sem við framleiðum orkuna á umhverfisvænan máta en skiptir máli sumstaðar erlendis þar sem raforkan er framleidd með kolum. Ef að menn horfðu á myndina heildrænt þá er ál hið besta mál.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 21:38
Álið er vissulega ágætt eftir að búið er að búa það til. En burt séð frá allri orkunni sem rafskautin í kerskálunum nota þá má ekki gleyma frumvinnslunni. Fyrst þarf auðvitað að vinna báxítið sem er afar óhrein og óumhverfisvæn vinnsla og svo er það framleiðslan á súrálinu sem þarf líka sitt rafmagn.
Emil Hannes Valgeirsson, 21.6.2012 kl. 00:42
Raf, það er einmitt þetta sem þarf að horfa til og kemur fram í viðtendri frétt, þ.e. að horfa heildrænt á málið (álið)
-
Emil, það er mikill orkulegur startkostnaður í álvinnslu, bæði í frumferlinu og í fullvinnslunni. Báxítvinnsla hefur hins vegar tekið stakkaskiptum frá fyrri tíð og miklum fjármunum er varið í að ganga frá námum að vinslu lokinni á sem umhverfisvænasta máta með uppgræðslu og gróðursetningu trjáa þar sem það á við.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.6.2012 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.