"Vonandi skít tapar hún"

Mörg dapurleg ummæli mátti sjá á netinu vegna þess að Greta Salóme gerði og sagði ekki það sem hávær minnihlutahópur heimtaði af henni. Fyrirsögn pistilsins er af facebook-síðu þekkts fjölmiðlamanns af RUV sem bar henni þessa ósk vegna þess að hún mótmælti ekki opinberlega mannréttindabrotum um leið og hún tók þátt í söngvakeppninni.

Vandlæting þessa fólks var mikil og notaðir voru þekktir frasar um ranglæti heimsins.

Það merkilega er að þeir háværustu úr þessum vandlætingarhópi, hafa einnig verið háværir í baráttu fyrir náttúruvernd og kalla jafnan þá sem vilja virkja einhversstaðar, öllum illum nöfnum. Þeir ganga jafnvel svo langt að fordæma alla Austfirðinga fyrir að hafa viljað virkja við Kárahnjúka og leyfa álveri að rísa í Reyðarfirði. Þar með eru Austfirðingar "umhverfissóðar".

Þetta er að mestu sama fólkið sem lætur svona.


mbl.is Biður Gretu Salóme afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek heilshugar undir með þér, en Páll Óskar er maður að meiri með því að koma fram og biðja hana afsökunar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 20:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, sammála því. Ég ætlaði að hafa það með í pistlinum en gleymdi því

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2012 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband