Ég er með skammtímalán hjá Íslandsbanka og vextirnir af því hækkuðu í dag úr 9,17% í 9,25%. Þetta er auðvitað í takti við stýrivaxtahækkun Seðlabankans.
Venjan hefur verið sú að þegar svona vaxtahækkanir verða, þá hækki innlánsvextir einnig. Þessu er öfugt farið hjá Íslandsbanka.
Fyrir u.þ.b. 2 árum ákvað ég að setja vildarpunkta sem ég fæ fyrir kreditkortaveltu inn á verðtryggðan sparireikning. Reikningurinn er bundinn í 3 ár. Vextirnir snemma á síðasta ári voru 2,25%. Svo kom stýrivaxtahækkun en þá lækkuðu vextirnir í 2,05%. Snemma á þessu ári kom önnur stýrivaxtahækkun og þá lækkuðu vextirnir á þessum bundna reikningi í 1,8%. Í dag kom enn ein stýrivaxtahækkunin og viti menn, vextirnir á reikningi sem ég get ekki einu sinni hætt með og tekið út peningana, lækka niður í 1,7%. Ég er varnarlaus gegn þessu ofbeldi.
Við heyrum um ofurhagnað bankanna korteri eftir hrun.
Annað sem mér finnst fáránlega ósanngjarnt, en það er fjármagnstekjuskattur af verðbótum innlánsreikninga. Mér finnst sanngjarnt að borga skatta af tekjum, vaxtatekjum sem öðrum, en verðbætur eru ekki tekjur. Þær eru bætur á fjármagn vegna tjóns af verðbólgu.
20% skattur af vöxtum finnst mér of mikið en 20% skattur af verðbótum er glæpur. Sennilega flokkast þetta undir "Hvítflibbaglæp".
Stýrivextir hækka um 0,5 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
- Flokkur fólksins
- Að tapa sigrinum
- Namibía: hvenær koma Íslendingarnir aftur?
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
Athugasemdir
Hvílíkur þjófnaður. En Gunnar, það er ekkert vit í að vera með sparnað og skuldir nema maður verði að gera það. Þú ert að tapa of miklu ef þú notar ekki peningana sem þú átt og borgar niður skuldirnar.
Elle_, 16.5.2012 kl. 15:48
Það er hárrétt hjá þér, en það myndi þýða að ég leggði aldrei neitt í sparnað .
Ég vil leggja smávegis fyrir og borga líka niður skuldir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.5.2012 kl. 17:41
OK. Samt værir miklu fljótari að borga skuldirnar. Og þá miklu fljótari að safna. En þú veist þetta. Og líka að þú ert að borga bankanum ofsaupphæðir fyrir að fá að geyma peningana þar:) = MISMUNINN.
Elle_, 16.5.2012 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.