"Kanínu drekkt í Ölfusá" er stórfrétt í öllum helstu vefmiðlum landsins.
Svo virðist sem flestir líti á þetta sem hrottalegt níðingsverk en ég tek ekki þátt í því. Ég myndi reyndar ekki nota þessa aðferð sjálfur ef ég þyrfti að lóga dýri. Ég færi með það til dýralæknis og léti svæfa það og borgaði fyrir það 5-10 þúsund krónur.
En það eru ekki allir sem hafa efni á því og ekki eiga allir byssu eða hafa geð í sér til að nota þær við að lóga dýri. Ef hins vegar er verið að gera sér að leik að drepa dýr, þá lýsir það sjúku hugarfari.
Fyrir okkur mennina er tilhugsunin um að drukkna eða að vera drekkt, óhugnanleg en drukknunin sjálf ku víst vera ósköp þægileg..... segja þeir sem prófað hafa. Hin skelfilega tilhugsun um drukknun er ekki fyrir hendi hjá dýrum. Þau bara drukkna... vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið og það tekur örskamma stund. Um leið og vatnið fyllir lungun, missa þau meðvitund.
Kanínu drekkt í poka í Ölfusá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 946013
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
- Einlæg ást og eindrægni!
- Hvers konar borg erum við að fá?
- Öllu lofað, til hægri og vinstri
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- -smáræði-
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
Athugasemdir
Þó ég hafi skömm á þeim sem fara illa með dýr þá get ég get skrifað undir þetta Gunnar.
Það var alsiða, og þekkist enn held ég, að aflífa t.d. kettlinga á þennan hátt. Ég fæ ekki séð að það sé neitt ómannúðlegri aðferð en hver önnur, sé gengið hreint og ákveðið til verks. En öðru máli gegnir hafi þetta verið skemmtiatriði einhverja vitringa.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 11:52
Nákvæmlega, Axel.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2012 kl. 11:55
Það er ekki málið hvort þetta sé ekki svo slæmur dauðdagi.
Þetta lítur illa út og það er það sem skiptir máli.
Þótt sársaukinn af sprautunni væri jafn slæmur og ef væru brennd lifandi þá myndi þetta lið frekar vilja það vegna þess að það lítur betur út.
Þetta er sama lið og trúir algjörlega umhugsunarlaust á hlýnun jarðar af mannavöldum, einfaldlega vegna þess að það lítur út fyrir að við séum að valda henni.
Svo verðum við að muna að þeir sem eiga ekki peninga, eiga ekki tilverurétt fyrir sumum.
Teitur Haraldsson, 2.5.2012 kl. 14:52
Sem einhver sem hefur þurft að endurlífga eftir drukknun get ég sagt þér að það eru milljón hlutir hjá þér sem er svo RANGT.
"drukknunin sjálf ku víst vera ósköp þægileg"
NEI! Svo sannarlega ekki. Ég kysi frekar að brenna lifandi.
"Hin skelfilega tilhugsun um drukknun er ekki fyrir hendi hjá dýrum. Þau bara drukkna... vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið og það tekur örskamma stund."
Vá hvað þú ert heimskur!
Dýrin fyllast ótta og berjast við að reyna að flýja.
Af hverju heldurðu að dýr hlaupa þegar þau heyra t.d. byssu skot?
Shit maður! Farðu í gáfna próf.
Anepo, 4.5.2012 kl. 13:47
Þetta er kannski mismunandi milli manna, en ég þekki mann sem var endurlífgaður.
Hann vakanði og var reiður yfir að hafa verið endurlífgaður.
Svo hefur það lengi verið huggun þeim sem missa ástvini í hafið að það sé ekki slæmur dauðdagi.
Getur verið að það sé ekki satt.
Auk þess eru allir sammála um að það að brenna lifandi sé það versta, ég held þú sért ekki í lagi "Anepo".
Teitur Haraldsson, 4.5.2012 kl. 17:41
Ég tek heils hugar undir þína athugasemd, Teitur
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2012 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.