Framkvæmdir hefjist nú þegar við gerð Norðfjarðarganga
Frá bæjarstjóra Fjarðabyggðar
Í dag og næstu daga verður gengið í hvert hús í Fjarðabyggð til þess að safna undirskriftum íbúa til að skora á Alþingi og ríkisstjórn Íslands um að framkvæmdir hefjist nú þegar við gerð Norðfjarðarganga. Meðlimir félagasamtaka, bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, stjórnendur fyrirtækja og stofnana í Fjarðabyggð verða meðal þeirra sem ganga á milli húsa í bæjarhverfunum sex til þess að safna undirskriftum. Íbúar eru hvattir til þess að taka vel á móti því fólki sem bankar uppá í dag og næstu daga og safnar undirskriftum. Þá er vakin athygli á fésbókarsíðu áhugahóps um gerð Norðfjarðarganga.
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri.
Áskorunin er eftirfarandi:
Áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar Íslands
APRÍL 2012
Verklegar framkvæmdir við Norðfjarðargöng áttu að hefjast árið 2009, var frestað til 2011 og í drögum að nýrri samgönguáætlun er gert ráð fyrir frekari frestun, eða allt til 2015. Þessar tafir eru með öllu óásættanlegar fyrir íbúa og atvinnulíf vegna þeirra hamlandi og skaðlegu áhrifa sem núverandi vegur hefur á framþróun samfélagsins í Fjarðabyggð og lífsgæði íbúa á Austurlandi. Það er óforsvaranlegt að eitt öflugasta sveitarfélag landsins sé klofið í herðar niður með þeim hætti sem fjallgarðurinn um Oddsskarð gerir.
Við, undirrituð, skorum hér með á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að gera nú þegar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að framkvæmdir við gerð Norðfjarðarganga megi hefjast svo fljótt sem auðið er, en eigi síðar en fyrir lok þessa árs, 2012.
Framkvæmdir hefjist nú þegar við gerð Norðfjarðarganga
Af vef Fjarðabyggðar, HÉR
Vilja Dýrafjarðargöng framar í röðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kreppa í fatageiranum í Bangladess: Hálf milljón starfa töpuð á einu ári
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.