"Rammaáætlun er ekki hugsuð sem hlaðborð fyrir orkufyrirtækin."

„Rammaáætlun er ekki hugsuð sem hlaðborð fyrir orkufyrirtækin. Hún er tillaga um nýtingu landssvæða á grundvelli faglegra upplýsinga og þekkingar,“ segir Svandís Svavarsdóttir á Visi.is

Rammaáætlun var unnin af fagaðilum sem mátu svo að virkjanir í neðri hluta Þjórsár væru eðlileg skref í nýtingu vatnsafls. Málið var tekið úr faglegu mati, enda hafði einn þingmanna VG, Guðfríður Lilja, hótað því að styðja ekki ríkisstjórnina ef farið yrði í þessar virkjanir. Ríkisstjórn sem hangir á bláþræði, má ekki við slíku. 

Svandís segist ósammála Herði um að nægar rannsóknir hafi farið fram varðandi laxastofna í Þjórsá. „Við teljum að rýna þurfi í þessi mál miklu betur og höfum fengið fjölmargar ábendingar þar um. Í anda Árósasamningsins viljum við láta umhverfið njóta vafans og skoða málið betur.“

Rammaáætlunin... ekki hlaðborð fyrir orkufyrirtækin? Er orkugeirinn óvinur vinstrimanna?


mbl.is Segja ómetanleg náttúruverðmæti tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í hvaða veruleika lifir þessi kona? Það kæmi mér ekki á óvart að fólk sem hugsar svona, sé þrátt fyrir það, það fólk sem notar hvað mesta raforku pr. mann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2012 kl. 12:13

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kæmi ekki á óvart

Mér finnst þetta hlaðborðakjaftæði hrikalega sjúkt

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2012 kl. 15:55

3 identicon

Þú spyrð hvort orkugeirinn sé óvinur vinstrimanna. Hann er það alls ekki enda er Samfylkingin mjög virkjanasinnaður flokkur að mínu mati og mikill vinur orkugeirans, sbr. það sem er að gerast í olíuleit á Drekasvæðinu. Ég veit ekki betur en að Össur geti varla beðið eftir að við förum að dæla upp olíu og menga lofthjúpinn enn frekar. Hinn raunverulegi græni flokkur á Íslandi eru Vinstri - græn og er hann alls ekki öfgaflokkur í umhverfisvernd enda er umræða um umhverfismál mjög í anda nútímans og á sér áratuga hefð sums staðar úti, t.d. í Þýskalandi. Mér finnst orðin "hlaðborð fyrir orkufyrirtækin" ekki sjúkt orðalag. Það hefði vel mátt taka orkufyrirtækin fyrir með miklu sterkara orðalagi. Með öðrum orðum þetta var bara pent.

Bjarni Valur (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 16:03

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samfylkingin er afar ruglingslegur flokkur... á alla lund. Ef þú spyrð hver stefna flokksins er, færðu jafn mörg svör og þingmennirnir eru margir.

-

Þú nefnir græningjaflokk þýskalands. "Venjulegir" kjósendur í Þýskalandi hylja andlit sín af blygðun þegar minnst er á þá. Fylgi þeirra rýs í pólitískum og efnahagslegum kreppum, svipað og VG hér. En í venjulegu árferði er þetta 5-10% flokkur, líkt og VG hér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2012 kl. 16:36

5 identicon

Ég nefndi aldrei græningjaflokk Þýskalands heldur bara umhverfisumræðu í Þýskalandi. Þá er fylgi VG meira en 5 - 10 % í venjulegu árferði.

Bjarni Valur (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband