Rammaáætlun er ekki hugsuð sem hlaðborð fyrir orkufyrirtækin. Hún er tillaga um nýtingu landssvæða á grundvelli faglegra upplýsinga og þekkingar, segir Svandís Svavarsdóttir á Visi.is
Rammaáætlun var unnin af fagaðilum sem mátu svo að virkjanir í neðri hluta Þjórsár væru eðlileg skref í nýtingu vatnsafls. Málið var tekið úr faglegu mati, enda hafði einn þingmanna VG, Guðfríður Lilja, hótað því að styðja ekki ríkisstjórnina ef farið yrði í þessar virkjanir. Ríkisstjórn sem hangir á bláþræði, má ekki við slíku.
Svandís segist ósammála Herði um að nægar rannsóknir hafi farið fram varðandi laxastofna í Þjórsá. Við teljum að rýna þurfi í þessi mál miklu betur og höfum fengið fjölmargar ábendingar þar um. Í anda Árósasamningsins viljum við láta umhverfið njóta vafans og skoða málið betur.
Rammaáætlunin... ekki hlaðborð fyrir orkufyrirtækin? Er orkugeirinn óvinur vinstrimanna?
![]() |
Segja ómetanleg náttúruverðmæti tapast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 5.4.2012 (breytt kl. 10:05) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 947564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Boðorð trans Samtakanna 78
- Niðurrif komin á dagskrá
- Ekki víst að Bubbi kæmist inn um gullna hliði ef hann væri spurður þessarar tricky spurningar.
- Hvað hefði þurft marga Íslendinga til að halda uppi konung og hirð á miðöldum?
- Upplestur í Glerárkirkju skv. heimildum Hamas
- Hitt og þetta gerist í heiminum
- Af hverju er kapítalismi alltaf í skotlínunni?
- Óttist ekki Ísraelsmenn, verið hughraustir
- NÚ VERÐA SAGÐAR FRÉTTIR:
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjárfestingu í Bandaríkjunum -- stærsta mútumál heimssögunnar? Ef marka má fréttir, mun Trump persónulega ákvarða hvernig fénu verður varið!
Athugasemdir
Í hvaða veruleika lifir þessi kona? Það kæmi mér ekki á óvart að fólk sem hugsar svona, sé þrátt fyrir það, það fólk sem notar hvað mesta raforku pr. mann.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2012 kl. 12:13
Kæmi ekki á óvart
Mér finnst þetta hlaðborðakjaftæði hrikalega sjúkt
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2012 kl. 15:55
Þú spyrð hvort orkugeirinn sé óvinur vinstrimanna. Hann er það alls ekki enda er Samfylkingin mjög virkjanasinnaður flokkur að mínu mati og mikill vinur orkugeirans, sbr. það sem er að gerast í olíuleit á Drekasvæðinu. Ég veit ekki betur en að Össur geti varla beðið eftir að við förum að dæla upp olíu og menga lofthjúpinn enn frekar. Hinn raunverulegi græni flokkur á Íslandi eru Vinstri - græn og er hann alls ekki öfgaflokkur í umhverfisvernd enda er umræða um umhverfismál mjög í anda nútímans og á sér áratuga hefð sums staðar úti, t.d. í Þýskalandi. Mér finnst orðin "hlaðborð fyrir orkufyrirtækin" ekki sjúkt orðalag. Það hefði vel mátt taka orkufyrirtækin fyrir með miklu sterkara orðalagi. Með öðrum orðum þetta var bara pent.
Bjarni Valur (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 16:03
Samfylkingin er afar ruglingslegur flokkur... á alla lund. Ef þú spyrð hver stefna flokksins er, færðu jafn mörg svör og þingmennirnir eru margir.
-
Þú nefnir græningjaflokk þýskalands. "Venjulegir" kjósendur í Þýskalandi hylja andlit sín af blygðun þegar minnst er á þá. Fylgi þeirra rýs í pólitískum og efnahagslegum kreppum, svipað og VG hér. En í venjulegu árferði er þetta 5-10% flokkur, líkt og VG hér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2012 kl. 16:36
Ég nefndi aldrei græningjaflokk Þýskalands heldur bara umhverfisumræðu í Þýskalandi. Þá er fylgi VG meira en 5 - 10 % í venjulegu árferði.
Bjarni Valur (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.