Útúrsnúningur, hroki og óskammfeilni Ögmundar

Í Kastljósviðtali Helga Seljan, lagði Ögmundur áherslu á að hendur hans hefðu verið bundnar af lögum um fjárfestingar lífeyrissjóða og að þau lög byggðust á braski. Hann sagðist hafa gert athugasemdir við lagasetninguna og gaf þar með í skyn að hann hefði greitt atkvæði sitt gegn lagafumvarpinu, sem hann gerði ekki.

Lífeyrissjóðunum var gert að leita hámarksávöxtunar "og það var einn maður sem andmælti þessu og hann situr hér", sagði Ögmundur. Fréttastofa RUV sýndi fram á að Ögmundur greiddi atkvæði sitt MEÐ frumvarpinu.

Í viðtalinu kom í ljós að hann sat aldrei fjárfestingarnefndarfundi sem formaður í stjórn lífeyrissjóðsins, heldur skipaði hann´og stjórn lífeyrissjóðsins sérstakan fjárfestingarhóp. Sá hópur kom með fullmótaðar tillögur um fjárfestingar sem Ögmundur skrifaði alltaf gagnrýnislaust undir.

Svo þegar Hlelgi spyr hann hvort honum finnist hann þurfa að biðja sjóðsfélaga afsökunar á fjárfestingum sjóðsins, þá svarar Ögmundur: "Nei".

Viðtalið má sjá hér að neðan.


mbl.is Ögmundur gagnrýnir Sjónvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ögmundur staðfesti endanlega í þessu Kastljósviðtali að ekki er nokkur innistæða hjá honum í tali hans um að þessir og hinn eigi að axla ábyrgð á þátt þeirra í hruninu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.2.2012 kl. 18:39

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2012 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband