Allra hörðustu náttúruverndarsinnarnir raða sér í stjórnir þessara félaga og tala fyrir hönd fjöldans, allrar þjóðarinnar jafnvel, eins og þeir fullyrða. Þeir sem ekki eru jafnharðir og ósveigjanlegir í samtökunum, eru flæmdir burt.
Vinstrimenn í flokkapólitíkinni flaðra upp um náttúruverndarsamtök og reikna með atkvæðum úr þeirri áttinni. Áður fyrr spyrtu þeir sig við verkalýðssamtök en það virðist liðin tíð, enda sáu verkalýðssamtökin að forneskjulegar hugmyndir vinstrimanna um kapitalismann voru ekki að gera sig í raunheimum.
Leggja til stofnun þjóðgarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 7.2.2012 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Loftslagsmartöð Noregs
- Uppfyllir ekki skilyrðin
- ÞAÐ VIRÐIST VERA EINA RÁÐIÐ, SEM SAMFYLKINGIN HEFUR TIL AÐ AUKA TEKJUR RÍKISINS, SÉ AÐ HÆKKA SKATTA.......
- Góðir menn móðga Davos klíkuna
- Drill, Baby, Drill
- Húsamygla gegn þjóðaröryggi
- Kanslaraefni CDU segist ætla að loka landamærum Þýskalands og Schengen á fyrsta degi sínum í embætti; varanlega
- Evran er aukaatriði
- Útgjöld Íslands til varnarmála 2025
- Biskupar og prestar skilja ekki það sem Trump gerir fyrir konur
Athugasemdir
Kæri Gunnar, af hverju rifjar þú ekki upp þegar hópur lýðræðiselskandi virkjunarsinna mætti á aðalfund hjá Náttúruverndarsamtökum Austurlands til þess að koma vitinu fyrir þetta "samsafn öfgafólks"? Varst þú ekki í þeim friðelskandi hópi?
Sigurður Hrellir, 7.2.2012 kl. 14:46
Það get ég vel gert. Það minnir mig einmitt á þegar fyrrverandi félagar úr þeim samtökum sögðu mér frá því hvernig þeir voru flæmdir burt af því þeir höfðu ekki sömu sýn á náttúruvernd og Hjörleifur Guttormsson, stofnandi og "eigandi" samtakanna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2012 kl. 14:52
Þegar skoðaðar eru greinar á mbl.is þar sem NAUST (Náttúruverndarsamtök Austurlands) blasa sorglegar staðreyndir við. Samtökin gera athugasemdir með gífuryrðum við nánast allar fyrirhugaðar framkvæmdir í landsfjórðungnum.
þann 8. okt. 2000:
-
Skoðanir Austfirðinga skiptar í stóriðjumálum
"Vegna frétta um fund íslenskra ráðherra og fleiri með talsmönnum Norsk Hydro í dag, þar sem sagt er að Smári Geirsson muni túlka viðhorf Austfirðinga til stjóriðjuáforma í fjórðungnum, hefur stjórn Náttúruverndarsamtaka Austurlands sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra svohljóðandi skeyti:
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Stjórnarráði Íslands
Við Lækjartorg
Reykjavík
Í fréttum Ríkisútvarpsins nú í hádeginu, 5. október, var greint frá fundi íslenskra stjórnvalda og fleiri með Norsk Hydro í dag um stóriðjumál á Austurlandi. Sagt var að á þessum fundi ætti Smári Geirsson að túlka viðhorf Austfirðinga til uppbyggingar stóriðju í fjórðungnum. Af þessu tilefni vill stjórn Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) benda á að enginn einhugur er um þetta mál á Austurlandi og miklar áhyggjur meðal margra Austfirðinga um afleiðingar áformaðrar stóriðjuuppbyggingar fyrir náttúru og mannlíf á Austurlandi. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi túlkar engan veginn hug allra Austfirðinga til þessa umdeilda máls. Náttúruverndarsamtök Austurlands minna í þessu sambandi á tillögu sína um Snæfellsþjóðgarð.
Óskað er eftir að efni þessa skeytis verði kynnt á fundinum með Norsk Hydro."
-
Skoðanakannanir sýndu að vel ríflega 90% Austfirðinga voru fylgjandi framkvæmdunum. Mest var andstaðan á Egilsstöðum, þar sem formaður NAUST var búsett, en "aðeins" 90% Héraðsmanna var í vafa eða frekar andsnúinn fyrirhuguðum framkvæmdum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2012 kl. 15:12
Þarna átti að standa "aðeins"10% Héraðsmanna var í vafa eða frekar andsnúinn fyrirhuguðum framkvæmdum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2012 kl. 15:13
Hér er grein sem ég skrifaði um þetta mál sem þú vísar í, Sigurður:
http://mbl.is/greinasafn/grein/555876/?item_num=95&searchid=db32adb522451548dec720bcede181c686dd6c52
-
NAUST eru ekki náttúruverndarsamtök, heldur samtök virkjunarandstæðinga. Sömu sögu má segja um flest önnur náttúruverndarsamtök.
-
Í stað þess að þetta öfgafólk, sem að meirihluta til er af ysta væng vinstrisins í hinu pólitíska stjórnmálalitrófi, stofni sérstök samtök, t.d. "Samtök virkjanaandstæðinga" (SVA), þá nota þau náttúrverndarsamtök sem eiga að vera vammlaus og göfug, til að koma andkapitalískum áróðri sínum á framfæri. Fyrir vikið kemur þetta fólk óorði á náttúruverndarhugtakið, sem er mjög slæmt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2012 kl. 15:25
En Gunnar, tókst ykkur félögunum að "koma vitinu fyrir" öfgafólkið í NAUST og þessa villuráfandi Héraðsmenn sem voru í vafa eða andsnúnir framkvæmdunum?
Sigurður Hrellir, 7.2.2012 kl. 15:27
Nei, það er vonlaust verk .... rök bíta ekki
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2012 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.