Þetta var mögnuð frásögn hjá Eiríki en ég set þó spurningu við tímasetninguna, aðeins viku eftir harmleikinn. Mennirnir týndust í hafi og þó lík þeirra hefðu fundist, væri tæplega búið að jarðsetja þá.
Ég hef efasemdir um réttmæti þess að taka sjónvarpsviðtal við Eirík á þessum tímapunkti. Mér fannst hann bera þess merki að vera enn í áfalli og ættingjar hinna látnu eru í viðkvæmu sorgarferli.
Ég ætla ekki að gefast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hringrásarslef
- Hvergi talað um að banna hvalveiðar
- Hin ljúfsáru jól
- Næsti landlæknir kemur ekki til með að búa að reynslu af stjórnunarstörfum á sviði heilbrigðisþjónustu
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hótanir, Málsbætur??????
- Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins 2024
- 48 dagar
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
Athugasemdir
Alveg er ég sammála þér.
Ég vona að Guð gefi honum styrk til að yfirvinna þessa skelfilegu lífsreynslu.
Marta B Helgadóttir, 1.2.2012 kl. 23:47
Sammála. Magnað viðtal, en ekki tímabært.
Dexter Morgan, 2.2.2012 kl. 00:16
Má kannski koma því að að hann hafði áður haft samband við fjölskyldur þeirra er fórust og rakið þessa frásögn.
Einar Guðjónsson, 2.2.2012 kl. 01:14
Mér fannst eins og honum þætti gott að losa þetta af brjósti sínu.. ef svo er þá er þetta hið ágætasta mál.
Marta ætti kannski að hugsa um það að það er alltaf ótímabært að auglýsa hjátrú sína á sorgarstundu..
DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 08:58
Hef tekið eftir þessu athugsemdum víða um að vðtalið hafi ekki veirð tímabært. En svona að velta fyrir mér ef að þetta hefur verið að hans frumkvæði eða hans vilji er ekki rétt að virða það, í stað þess að gagnrýna RUV og þá um leið hann er að takast á við þetta áfall? Held að það hjálpi honum ekkert að menn séu að gagnrýna þetta eftir á. Það eru allir sammála að hann komst vel frá þessu viðtali. Fólk sá fyrir sér þetta hræðilega slys og ofurmannlegu aðstæður sem hann með skynsemi lifði af 170 mílum frá landi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2012 kl. 09:49
Þetta var mögnuð frásögn manns sem hafði gengið í gegnum næstum ofurmannlega lífsreynslu. Hér verða menn að hafa í huga að hann var þegar búinn að lýsa því sem gerðist fyrir ættingjum félaga sinna. Neitaði að ræða við fjölmiðla fyrr en hann hafði lokið því. Viðtalið var átti fullt erindi við landsmenn og síst ótímabært.
Haukur Már Haraldsson (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 10:18
Að viðtalið er af hans frumkvæði, finnst mér litlu breyta, en það er gott ef aðstandendur hinna látnu eru sáttir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2012 kl. 12:11
Er það ekki partur af áfallahjálp að tala um hlutina og jafnvel eina leiðin til þess að geta komist út úr áfallinu...
Ég sá að vísu ekki þetta viðtal en mér finnst Magnús Helgi koma hér akkúrat á rétta punktinn og ég verð að segja að Eiríkur er duglegur og megi góður Guð gefa honum ásamt öllum þeim sem eiga bágt vegna þessa hræðilega slys allann þann styrk sem þarf til að taka á þessari miklu sorg sem er núna.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.2.2012 kl. 12:54
Já ég er sammála. Það hefði mátt líða lengri tími.
hilmar jónsson, 2.2.2012 kl. 13:23
Það var átakanlegt að hlusta og horfa á þessar lýsingar.
Það er ekki mögulegt að lifa sig inn í þetta gífurlega álag og áfall, sem þessi maður hefur þurft að þola. Til þess að skilja þetta til hlítar, þarf maður að hafa staðaið í einhverju svipuðu.
Þáttastjórnandi Kastljóss hefði átt að ráðfæra sig við sérfróða í áföllum, hvað er á fólk leggjandi, c.a. viku eftir svona lífsreynslu. Það þarf ekki að efast um að maðurinn er ennþá í sjokki. Maður biður ekki fólk sem er án nokkurs vafa enn í sjokki, um að koma fram opinberlega á netmiðli, viku eftir slíkt áfall. Allir sem hafa upplifað alvarleg áföll, vita að slíkt er vægast sagt óábyrgt.
Megi þessum manni og hans nánustu ganga vel að vinna úr afleiðingum þessa hörmulega slyss, ásamt aðstandendum þeirra látnu.
Langtíma-áfallahjálp fyrir sjómenn sem hafa upplifað sjokk, hefur verið gífurlega ábótavant á Íslandi, og eflaust víðar.
Það er reiknað með að fyrst viðkomandi stóð af sér eitt áfall, þá eigi hann að standa af sér öll áföll framtíðarinnar vegna síns upprunalega dugnaðar. Það gleymist að taka með í reikninginn, að við áfall dvínar þrekið, ef vönduð úrvinnsla á sér ekki stað í langan tíma eftir áfall.
Fólk sem lendir í áfalli/áföllum er jafnvel stundum ásakað (af reyslulausum/skilningslausum einstaklingum) um að vera aumingjar, ef það getur ekki hrist af sér áfallið án eðlilegs skilnings, úrvinnslu og hjálpar. Það er ískalt og tilfinninga/siðferðis-brenglað viðhorf (á líka við um meðferð flóttamanna á Íslandi og víðar).
Villimennskan er of oft í hávegum höfð í stjórnsýslunni, og þeir verðlaunaðir sem eru tilfinningalausir, og taka engin áföll nærri sér. Það er íslenska viðhorfið.
Þetta sem ég skrifa hér, held ég að fólk skilji, sem hefur lent í alvarlegum áföllum í lífinu. Íslenska samfélagið hafnar þeim, í staðinn fyrir að skilja og hjálpa þeim sem skyldi.
Ísþjóðin?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2012 kl. 14:00
Mér fannst maðurinn hafa sýnt ótrúlegt æðruleysi og karlmennsku í sinni flottustu mynd. Til fyrirmyndar hverjummanni, af hvoru kyninu semer. Hann einn, og í samráði við ættingja félaga hans, ráða því hvenær svona frásögn fer fram í fjölmiðlum. Annað finnst mér óviðeigandi afskiptasemi.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 2.2.2012 kl. 15:08
Sigurbjörn. Það er til fyrirmyndar hversu vel þessi maður stendur sig.
En það er ekki óviðeigandi afskiptasemi að benda á hvernig meðhöndla á fólk í sjokkástandi.
Það er eitthvað rangt við að fá fólk í svona viðtal, þegar það hefur ekki einu sinni fengið næga hvíld og hjálp, hvað þá meir, þegar viðtalið er tekið.
Það tekur meir en eina viku að vinna úr svona alvarlegu sjokki. Það þekkja þeir sem hafa orðið fyrir áföllum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2012 kl. 15:46
Allt of snemmt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.2.2012 kl. 15:58
Það er nú tæplega mikil afskiptasemi þó tjáð sé sú skoðun að líða hefði mátt lengri tími þar til sjónvarpsviðtal er tekið. Mér finnst sú hugleiðing eiga alveg rétt á sér.
-
Ég reikna með að Eiríkur hefði tjáð sig með öðrum hætti að einhverjum vikum eða mánuðum liðnum. En ef hann er og verður í framtíðinni sjálfur sáttur við þetta og aðstandendur einnig, þá er málið dautt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2012 kl. 16:44
Ómar Bjarki. Sammála þér.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2012 kl. 16:48
Gunnar. Það er einmitt aðalmálið hvort Eiríkur hefði viljað segja öðruvísi frá þessari hörmulegu lífsreynslu sinni, þegar hann var búinn að hvílast og vinna úr sjokkinu.
Það er lámarksvirðing við niðurbrotið fólk eftir svona áfall, að það fái frið fyrir utanaðkomandi áreiti og óraunhæfum siðbrengluðum óskum fjölmiðla.
Það er kallað MANNÚÐ, í siðmenntaðra samfélögum, að fólk fái að komast til sjálfs síns fyrst, eftir sjokk, áður en fjölmiðla-engispretturnar ráðast á þá.
Ég endurtek að ég dáist að þessum manni, og óska honum alls góðs fyrir sinn margfalda hetjuskap, fyrst við náttúruöflin og sorgina, og síðan við ágegni fjölmiðilsins RÚV.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2012 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.