Hvað þýðir friðlýsing meginhluta Skerjafjarðar? Mig grunar að það þýði að fólk geti gleymt því að gerðar verði brýr til að tengja vegakerfið suður á bóginn.
Sumir vilja ólmir Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni og setja þar niður nokkur þúsund manna byggð og bæta þar með við þann umferðarvanda sem fyrir er og mun enn aukast með tilkomu "hátæknisjúkrahússins" við Hringbraut.
Svo vakna menn upp við vondan draum
Tillaga að friðlýsingu Skerjafjarðar auglýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 14.1.2012 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 945806
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
Líklega er þetta rétt hjá þér, en þessi friðlýsing hefur bæði kosti og galla, en vonandi verður hægt að fá setja niður þarna brú á stöpplum, það eru fordæmi þess að þó að settur sé vegur og brú yfir fyrði að það hefur ekki raskað náttúru og dýralífi og jafnvel aukið flóruna. :-)
Jón Svavarsson, 15.1.2012 kl. 01:18
Rétt hjá þér Jón, t.d. brúin yfir Gilsfjörð. Fugla og dýralíf jókst við þverun fjarðarins, þvert á það sem umhvefisverndarfólk sem barðist gegn þeirri frábæru samgöngubót fullyrti að myndi gerast.
-
Ég veit til þess að valdamikil öfl úr umhverfisverndargeiranum er á móti því að gerð verði brú yfir Skerjafjörð og út í Álftanes. Það verður mjög erfitt að fara út í einhverjar framkvæmdir eftir friðlýsingu, nánast ómögulegt.... flókið, tímafrekt og dýrt ferli til að fá hugsanlegar undanþágur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2012 kl. 04:36
Svo má líta á björtu hliðina, þetta treystir flugvöllinn í sessi. En sennilega eru friðarsinnarnir ekki búnir að fatta það.
Vinstri afturhaldsöflin ætla að nýta sinn stutta tíma við völd og koma sem mestri miðstýringu inn í stjórnkerfið. Forræðishyggjan er þeirra morgunbæn!
Gunnar Heiðarsson, 15.1.2012 kl. 07:45
Friðlýsing kemur ekki í veg fyrir neinar framkvæmdir sem samkvæmt umhverfismti valda ekki mikilli röskun á því lífríki sem friðlýsingunni er ætlað að vernda. Hvað þverun Skerjafjarðar áhrærir þá er hægt að gera það með jarðgöngum. Í því efni er mikill munur á Skerjafirði og Elliðavogi sem Sundabraut á að þvera þar sem dýpi er mun minna í Skerjafirði og því þurfa jarðgöng þar ekki að fara eins langt niður og í Elliðavogi. Það skiptir verulegu máli vegna reglna um 8% hámarksbratta vegar í jarðgöngum.
Sigurður M Grétarsson, 15.1.2012 kl. 08:04
Framkvæmdir í friðlýstum Skerjafirði verður hæpin... sannaðu til
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2012 kl. 18:21
Framkvæmdir undir friðlýstum Skerjafirði er allt annað. Slíkt ógnar á engan hátt lífríkinu sem þar er. Hitt er annað mál að þetta er það mikilvægt svæði fyrir ákveðnar fuglategundir að framvkæmdir sem ógna því lífríki þarf að slá út af borðinu hverjar sem þær eru. Við verðum því einfaldlega að leggja út í þann kostnaðarauka sem er á milli brúar og ganga út á Álftanes eða fara aðrar leiðir ef brúin ógnar því lífríki. Mig grunar að ástæða þess að Sjálfstæðifsmenn og Framsóknarmenn í Kópavogi voru á móti þessari friðlýsingu sé sú að þar með sé draumurinn um stórskipahöfn í Kópavogi út úr myndinni auk þess sem það setur frekari uppbyggingu með uppfyllingum úti á Kársnesi skorður sem þeim líkar ekki. Bæði er það vegna þess að uppfyllingarnar sjálfar gætu ógnað lífríkinu auk þess sem friðunin kemur í veg fyrir að hægt sé að koma fyrir því aukna umferðarýni sem frekari uppbygging þar kallar á öðruvísi en að setja þann veg út í fjörðinn.
Sigurður M Grétarsson, 15.1.2012 kl. 21:31
Ég held að flestir taki undir það að verðmæti liggja í lífríkinu en deilur munu snúast um það hvort lífríkinu sé hætta búin vegna einhverra framkvæmda.
Umhverfisþverhausarnir munu ekki ljá máls á framkvæmdum af neinu tagi... ef ég þekki þá rétt. (sem ég geri )
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2012 kl. 02:37
Ekki veit ég hverja þú átt við sem þú kallar "umhversiþverhausar" en öfgamenn í umhverfisvernd eru mjög takmarkaður hópur og þeir ráða ekki ferðinni. Vilji menn fara í framkvæmdir þá fara þær einfaldlega í umhverfismat og út frá því taka stjórnvöld ákvarðanir um það hvort heimila á framkvæmdir eða ekki. Friðlýsing tryggir einmitt faglegra ferli en annars væri tryggt þó vissulega sé ekki útilokað að sama faglega ferlið væri undir bæjarvernd. Það er hins vegar ekki eins tryggt.
Sigurður M Grétarsson, 17.1.2012 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.