Lítil sem engin gagnrýni kemur frá fjölmiðlum landsins á störf og umsagnir forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, um hin ýmsu mál er varðar starfsemi fyrirtækisins. Hörður hefur ítrekað sýnt svo ekki verður um villst að hann gengur erinda Samfylkingarinnar í störfum sínum og afstöðu til mála, bæði varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir og framkvæmdir frá fyrri tíð, sjá t.d. hér og hér . Hann sagði t.d. í þann 7. febrúar 2011, um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar:
" Lausn Icesave-deilunnar, sem nú hillir undir, gæti haft úrslitaáhrif." hér
Þetta var innlegg forstjóra LV í pólitískt áróðursstríð ríkisstjórnarflokkanna um að vissara væri fyrir þjóðina að samþykkja Icesave III, annars yrði Ísland að "Kúbu norðursins."
Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave var 9. apríl en 23. mars veitti Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) 70 milljónir evra lán, eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. Landsvirkjun undirritaði sambærilegt lán frá Norræna fjárfestingarbankanum þann 16. mars síðastliðinn að fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara. (hér)
Landsvirkjun tekur 10,5 milljarða lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 30.12.2011 (breytt kl. 17:40) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 946075
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- NÚ ER "MÆLIRINN" MIKIÐ MEIRA EN FULLUR..........
- Gleðilegt ár!
- Músliminn byrjar árið á sinn hátt
- Nýárskveðja
- Við enn óheppilegri aðstæður
- Í tilefni af NÝJU ÁRI; að þá er mikilvægt að almenningur komi saman og velti því fyrir sér hvort að við séum alein í geimnum eða ekki; ef ekki; hver gæti þá okkar næsta spurning verið?
- Á nýju ári getum við valið bjartari tóna
- TÍSKA : EMPORIO ARMANI á nýju ári
- Höfundur þessarar síðu óskar hér með allri heimsbyggðinni GLEÐILEGS NÝS ÁRS:
- Tilgangslausi skæruhernaðurinn heldur áfram hjá kennurum, ef ekki næst að semja
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Gott hjá þér að vekja einmitt sérstaka athygli á þessu.
Afhverju ganga nú fréttamenn ekki á forstjórann og krefja hann svara.
Mér sýnist LV þarna vera að fá stórt erlent sambankalán sem margar ríkisstjórnir ESB landana gætu nú öfundað þá af.
Skildi íslenska ESB trúboðið og þau ESB aftaníossarnir Jóhanna og Össur vita af þessu ?
Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 17:42
Takk fyrir það. Gunnlaugur.
Það virðist vera ákveðin þöggun í gangi hjá fjölmiðlum gagnvart Herði og svo virðist sem ákveðin öfl keppist við það að koma því inn hjá almenningi að hann sé hafin yfir alla gagnrýni. Þá er einnig vinsælt að draga upp glansmyndir úr fortíð hans hjá Marel en það hefur enga vigt þegar hann er skoðaður í dag. Engin á að lifa á fornri frægð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2011 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.