Síldarvinnslan á Neskaupsstað borgar í opinber gjöld 2.700 miljónir á ári, launaskattur starfsfólks er þar meðtalinn. Þetta eina fyrirtæki borgar því sem svarar allan kostnað við Norðfjarðargöng á framkvæmdatímanum.
Mörg stór og stöndug fyrirtæki önnur í Fjarðabyggð eru afar dýrmæt ríkissjóði og ber þar að sjálfsögðu hæst álver Alcoa Fjarðaáls en einnig loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, Eskja á Eskifirði, Launafl, verktaki á Reyðarfirði og fl.
Kristján Möller hefur skilning á því að það er mannréttindamál fyrir íbúa Fjarðabyggðar og sjálfsögð krafa að samgöngur séu öruggar til fjórðungssjúkrahússins á Neskaupsstað.
Styður ekki samgönguáætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 946004
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvað eru almannahagsmunir í huga skemmdarverkaflokkana í Reykjavíkurmeirihlutanum ?
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Skeifan
- Stjórnarsáttmáli í augsýn
- Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- Hérna kemur útskýringin á drónafluginu í USA frá geimgestunum sjálfum: Sumir þessarra dróna gætu átt uppruna sinn frá fólki í öðrum stjörnukerfum og þeir sendir úr móðurskipum í nágrenninu:
- Nýjum heilbrigðisráðherra óskað velfarnaðar í starfi
- Ranghugmynd dagsins - 20241221
- Svona lítur áhöfnin út á nýju "RÍKIS-SKÚTUNNI"; hvort sem að fólk sé með eða á móti þessarri ríkisstjórn:
Athugasemdir
Sékennileg rökfræði "...borgar í opinber gjöld 2.700 miljónir á ári, launaskattur starfsfólks er þar meðtalinn." Samkvæmt þessari rökfræði þá borgar Síldarvinnslan engan skatt heldur aðeins þau fyrirtæki sem kaupa vörur af þeim.
Kannski EWOS fari að hrósa sér af því að greiða skatta á Íslandi.
Eggert Sigurbergsson, 19.12.2011 kl. 00:25
Skattgreiðslur Síldarvinnslunnar, að meðtöldum launatengdum gjöldum er þessi upphæð. Er ekki óþarfi að flækja þetta eins og vinstrimaður myndi gera.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 01:06
Þá hefðir þú átt að segja launatengd gjöld en ekki launaskattur starfsfólks. Launatengd gjöld eru hluti af því sem vinnslan greiðir fyrir vöru sem kallast vinna þ.e launamenn selja fyrirtækjum vöru sem kallast vinnuframlag.
Ég er fæddur og uppalin Sjálfstæðismaður en ég hef ekki en fallið í þá gryfju að halda að fólk hafi verið fundið upp til að þjóna fyrirtækjum.
Við Sjálfstæðismenn þurfum flestir að fara í endurhæfingu og læra að hugsa upp á nýtt ef flokkurinn á að verða aftur afl sem breiður hópur fólks treystir, heilbrigð gagnrýni ætti ekki að vera þyrnir í augum manna eins og þín og mín.
Eggert Sigurbergsson, 19.12.2011 kl. 01:44
Geturðu ekki bara útskýrt hvernig þessi tala datt niður í kollinn á þér ? Skv. fréttatilkynningum Síldarvinnslunnar voru reiknaðir skattar á árinu 2009 tæpar 600 milljónir á núvirði.
Einar Guðjónsson, 19.12.2011 kl. 02:05
Það sem ég á við er að virði þeirrar starfsemi sem fer fram í Síldarvinnslunni og þau gjöld sem renna í ríkissjóð vegna hennar, eru samtals 2.700 miljónir. Ég er að tala um hvað fyrirtækið og starfsfólk þess borgar í ríkissjóð í formi skatta. Norðfjörður gegnir mikilvægu hlutverki og á ekki að líða fyrir erfiðar samgöngur.
-
Bættar samgöngur til Norðfjarðar skjóta sterkari stoðum undir þá starfsemi sem þar fer fram, styrkir Fjarðabyggð sem heild með allri þeirri virðisaukandi framleiðslu sem þar fer fram og eru því þjóðhagslega hagkvæmar
-
Ég hef þessa tölu frá tveimur aðilum, annar er stjórnmálamaður í Fjarðabyggð og hinn er hátt settur maður í fyrirtækinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 03:14
Ég get fallist að það að fyrirsögn pistilsins er villandi
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 03:39
Þannig að þú hefur verið beðin um að flagga henni fyrir einhverja sem þora það ekki sjálfir.
Einar Guðjónsson, 19.12.2011 kl. 22:43
Það er eitthvað að hjá þér Einar Guðjónsson. Ég get ekki hjálpað þér
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2011 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.