Er hótun diplómatísk leið?

Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands varar franska þingið við því að lögfesta nýtt frumvarp tengt þjóðarmorðum Tyrkja á Armenum og segja að samskipti á milli landanna tveggja muni versna ef frumvarpið hlýtur samþykki meirihluta þingsins. Frakkar vilja gera það refsivert að afneita þjóðarmorðunum en svipuð lög eru víða í Evrópu varðandi útrýmingarherferð nasista á gyðingum.

En jafnframt segir Erdogan: "„Tyrkland mun með diplómatískum aðferðum berjast gegn þessu ósanngjarna og ólöglega lýðskrumi,“ (undirstrikun mín)

Ég sé ekkert "diplómatískt" við hótanir. Erdogan hótar vondum samskiptum milli Tyrkja og Frakka ef hinir síðarnefndu samþykkja tiltekin lög í landi sínu. Í hverju verða þessi vondu samskipti fólgin, nákvæmlega? Eiga Frakkar að vera óttaslegnir vegna þessa?

 Tyrkir vilja vera í samfélagi Evrópuþjóða og fá inngöngu í ESB. Margir hafa efasemdir um að ofstækisfull múslimamenning Tyrklands eigi nokkra samleið með Evrópubúum og að innganga þeirra í ESB sé ávísun á vandræði.


mbl.is Tyrkir vara Frakka við nýju frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband