Sjálfstæðisfélögin í Fjarðabyggð lýsa vonbrigðum sínum með framkomna samgönguáætlun. Norðfirðingar og aðrir íbúar Austurlands hafa beðið árum saman eftir því að hafist verði handa við ný Norðfjarðargöng til að leysa af hólmi fjallveg í 630 m hæð yfir sjávarmáli. Endalausum loforðum og tímasetningum á upphafi framkvæmda hefur verið haldið fram af stjórnarþingmönnum og ráðherrum á fjölmennum fundum með íbúum, fyrirtækjum og bæjaryfirvöldum í Fjarðabyggð.
Sjálfstæðisfélögin í Fjarðabyggð telja að nóg sé komið af sviknum loforðum um gangaframkvæmdir og telja að best væri fyrir stjórnarþingmenn kjördæmisins að slíta skónum sínum annarsstaðar en í Fjarðabyggð í næstu kjördæmisviku.
Segir í ályktuninni.
Þess má geta að skatttekjur ríkisins vegna Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað, duga fyrir kostnaði vegna gangnagerðarinnar á framkvæmdatímanum. Gríðarlegur sparnaður yrði í vetrarþjónustu yfir hæsta fjallveg landsins sem liggur um Oddsskarð, auk þess sem kostnaðarsamar viðgerðir á veginum eru brýnar, en þær mætti spara með tilkomu Norðfjarðagangna.
Hættum að lofa upp í ermina á okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 946107
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNNI"...
- Eldsvoðinn á Sævarhöfða: Brýnt að bæta aðstæður hjólhýsabúa
- Hálf saga um andóf gegn her
- Af hverju eiga Danir að ráða yfir Grænlandi??
- Jólatré í Belgíu
- Fleiri með eða á móti?
- Ef enginn vinnur neina heimavinnu ...
- Dugmikill þingmaður - ef "danglað" er í þá
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
Athugasemdir
Það er með hreinum ólíkindum að ný Norðfjarðargöng skuli ekki vera efst á lista yfir jarðgöng á Íslandi. Ef einhversstaðar er þörf á göngum, er það til Norðfjarðar og þó fyrr hefði verið.
En varðandi það að lofa upp í ermarnar á sér, þá má öllum vera dagljóst að núverandi ríkisstjórn er í hlýrabol.
Steinmar Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 13:35
Djö.... rugl er þetta. Ef einhver göng ættu að vera efst á lista þá væru það göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og þaðan inn í Trostansdal. Að ætlast til að Vestfirðir séu eitt atvinnusvæði o.fl. á sama tíma og það er ófært frá Bíldudal til Þingeyrar allt að 5 mánuði á ári er ekki boðlegt. Samgönguráðherrar s.l. ríkistjórna hafa ekki haft neinn áhuga á að setja pening í þetta landssvæði þó svo að fyrrverandi Samgönguráðherra hafi komið úr kjördæminu. Það hefur kannski breyst eftir að dóttir hans er orðin bæjarstýra á Patró, en það kom fullseint fyrir íbúana á staðnum.
thin (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 14:01
Við Steinar erum auðvitað samherjar í þessu máli, en ég hef samt fulla samúð með Vestfirðingum. En í þessu sem öðrum er hver sjálfum sér næstur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 14:30
Bæði Norðfjarðargöng og Dýrafjarðargöng hafa verið færð aftur og aftur, marglofuð og svikin í langan tíma. Bæði þessi göng eru bráðnauðsynleg og því fyrr sem þau koma því betra. Um það þurfum við ekki að rífast hvort sem við búum fyrir austan eða vestan.
Dagný (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 17:10
Sammála, Dagný
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.