Pressan hefur verið dugleg að segja lesendum sínum frá því allt þetta ár, hvernig Steindór Grétar Jónsson hefur komið sér þægilega fyrir í ráðuneyti efnahagsmála sem sérfræðingur, í skjóli flokksfélaga síns Árna Páls Árnasonar. Stöðuna fékk hann án þess að starfið væri auglýst, en það átti að vera tímabundið til 8 vikna.
8 mánuðum síðar var Steindór Grétar enn að störfum og var þá staða hans auglýst vegna þess að Pressan var stöðugt að hnýsast í þetta ráðningamál. Slembilukka laust Steindór Grétar, því hann var fastráðinn í kjölfar auglýsingarinnar úr hópi fjölda umsækjenda.
Þetta mál var allt hið vandræðalegasta fyrir hinn efnilega jafnaðarmann og fyrrum formann ungliðahreyfingar flokksins. Var honum farið að gremjast all verulega bölvuð hnýsnin í Pressunni. Hann greip því fegins hendi tækifærið þegar Pressunni varð á í messunni og birti óljósa mynd af ungri stúlku í heitum atlotum á skemmtistað, við manneskju af sama kyni, sem hún síðar um kvöldið kvað hafa nauðgað sér.
Ungi jafnaðarmaðurinn títtnefndi, tók þá til við að efna til herferðar með undirskriftasöfnun þar sem fólk er hvatt til að sækja ekki miðla Vefpressunnar. Þessa herferð ku jafnaðarmaðurinn hafa skipulagt á vinnutíma sínum í ráðuneytinu.
Eða svo segir sagan
Vefpressan höfðar mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | 10.12.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Ég ætla ekki að mæla pressunni bót, en framganga nokkurra einstakliga í stjórnsýslunni er skýrt brot á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og embættismanna. Allt þetta fólk á að taka pokann sinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2011 kl. 11:56
Þetta er verulega ógeðfellt. Pólitískir valdamenn, þau Steindór og Sóley Tómasdóttir í VG, beita áhrifum sínum til að koma heilum fjölmiðli á kné vegna rótgróins haturs á eiganda miðilssins.
-
Maður þarf ekki að vera stuðningsmaður Björns Inga eða Framsóknarflokksins, (sem ég er ekki) til að fá hroll yfir svona vinnubrögðum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2011 kl. 12:28
Og allt saman er þetta lært í skóla Davíðs Oddsonar þar sem þetta var kennt en allir eigendur stjórnmálaflokkanna voru þessu samþykkir.
Einar Guðjónsson, 10.12.2011 kl. 15:05
Birtist nú ekki einn með "Davíðs-heilkennið".
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2011 kl. 15:59
Hvernig svo sem þessi drengur eða Sóley hafa komið að þessu máli og þó ýmislegt sé hægt að segja um þau þá er að mínu mati fátt ef ekkert sem réttlætir þessa myndbirtingu hjá Pressunni. Hún er fyrir neðan allar hellur og flestu fólki býður við henni!
Skúli (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 00:48
Finnst þér þá rétt af Steindóri og Sóleyju, eða það vera hlutverk áhrifamanna í stjórnmálum yfirleitt, að koma fjölmiðlum á hausinn, eða að valda þeim fjárhagslegu tjóni ef þeir gera mistök?
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2011 kl. 02:19
Nei, var ég að segja það? En hvar kemur það annars fram að þau geri það?
Skúli (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 15:43
Sóley beitir áhrifum sínum og þrýstingi á ríkisstofnanir (Þjóðleikhúsið) að hætta að auglýsa á Pressunni, og segist höfða til samfélagsábyrgðar.
-
Dekurbarnið í Samfylkingunni notar vinnutíma sinn sem sérfræðingur í efnahagsráðuneytinu til að skipuleggja herferð og undirskriftasöfnun gegn pressumiðlunum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2011 kl. 16:35
Hvaða áhrifum er Sóley að beita Þjóðleikhúsinu? Ertu að saka Þjóðleikhúsið um að taka ákvarðanir út frá skipunum frá Sóley? Hvers vegna getur það ekki verið að þeir hafi tekið þessa ákvörðun á eiginn forsendum, eins og Háskóli Ísland, Listasafn Reykjavíkur og Íslensk Getspá. Þú hlítur þá líka að gera ráð fyrir því að allir sem hafa skráð sig á enginpressa.is séu skráðir í VG, því að auðvita er þetta allt eitt stórt samsæri, ekki satt?
Burt sé frá því hvernig Steindór fékk vinnuna, er einhver hæfari sem hefur sagst vilja stöðuna hans? Hvað er hann að vinna við? Vinnur hann illa?
AMX.is, propaganda miðillinn, talaði um þetta sem mannréttindabrotamál. Er þetta virkilega mál sem við þurfum að vera að æsa okkur út af, því okkur virðist nokkuð standa á sama um stöðu hjúkrunarfræðinga, lögreglumanna og jafnvel innflytjenda sem ítrekað er brotið á. Mér er drullusama um þetta mál, og svo lengi sem þetta sé ekki að gerast kerfisbundið nenni ég ekki að velta mér of mikið upp úr því. Mér finnst þið eigið að einbeita ykkur að einhverju öðru en barnalegum pólitískum slagsmálum.
Einar (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 17:00
Allt í fína, þú sættir þig við pólitíska valdníðslu, ekki ég. Takk fyrir innlitið og vertu blessaður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2011 kl. 17:35
Þetta er ekki mjög málefnalegt Gunnar. Ég hef enn ekki séð það staðfest að þau hafi komið að þessum málum á þann hátt sem þú ásakar þau um en ef þú hefur heimildir fyrir því þá endilega deildu þeim með okkur. Ég er sammála Einari, mér finnst þetta barnaleg pólitísk slagsmál og þetta afsakar engan veginn það sem Pressan sjálf gerði.
Skúli (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.