Ég er hlynntur því að öryggismyndavélar sé sem víðast á opinberum stöðum. Upptökur úr þeim má nota til að koma upp um glæpamenn. Um aðgang úr upptökuefni myndavélanna þurfa þó að vera skýrar reglur og efnið má aldrei vera söluvara, allra síst á fjölmiðlamarkaði.
Ef þeir aðilar sem setja upp og reka eftirlitskerfi með myndavélum, eru gerðir ábyrgir fyrir upptökunum og hörðum refsingum beitt ef þeim er "lekið", þá held ég að líkurnar á að þessu öryggistæki verði misbeitt í annarlegum tilgangi, minnki töluvert.
Eru skýrar reglur hvað þetta varðar, t.d. á Íslandi?
Upptökum af Strauss-Kahn lekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 946004
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
- Hvað eru almannahagsmunir í huga skemmdarverkaflokkana í Reykjavíkurmeirihlutanum ?
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Skeifan
- Stjórnarsáttmáli í augsýn
- Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- Hérna kemur útskýringin á drónafluginu í USA frá geimgestunum sjálfum: Sumir þessarra dróna gætu átt uppruna sinn frá fólki í öðrum stjörnukerfum og þeir sendir úr móðurskipum í nágrenninu:
Athugasemdir
Þessar upptökur eru væntanlega úr málsgögnum réttarhaldanna yfir Kahn, og hafa því um langt skeið verið undir höndum ýmissa aðila, meðal annars lögfræðinga hans. Þar sem málinu er núna lokið er langsótt að tala um "leka" í þessu samhengi, enda ekkert í frétt Reuters sem gefur það til kynna. Þar er hinsvegar skýrt frá því að myndirnar hafi verið sýndar á franskri sjónvarpsstöð, svo það ætti engum að dyljast hver meiningin er með birtingu þeirra. Tal um "leka" er líklega æsifréttamennska blaðamanna mbl, réttara væri að tala um áróður, í þeim tilgangi að hreinsa mannorð Kahn. Ef þetta kemur frá honum sjálfum eða hans mönnum er það einfaldlega vörn, en ef það er hinsvegar liður í einhverju víðtækara samsæri þýðir það einfaldlega að skipuleggjendurnir hafa náð markmiði sínu með því að fá Kahn settan af, en hafa enga þörf fyrir að koma honum í fangelsi eða klekkja á honum frekar. Hver veit, kannski þurfa þeir að nota hann aftur seinna? En að fullyrða eitthvað um það væri hinsvegar samsæriskenning.
Ef ég leyfi mér hinsvegar að vera með getgátur í þá veru, þá myndi ég án nokkurrar ábyrgðar giska á að allir sem eru opinberlega sýnilegir í atburðarásinni, þernan, aðrir hótelstarfsmenn, Kahn og IMF, lögreglan í New York, dómstólarnir og margir fleiri, hafi verið notaðir. Þetta er allt saman eitt stórt leikrit, sem þjónar einhverjum allt öðrum tilgangi en er augljós á yfirborðinu. Sumir leikendurnir eru meðvitaðir um lítinn hluta handritsins og taka viljugir þátt vegna þess að þeir telja sig hafa hagsmuna að gæta, en aðrir eru einfaldleg nytsamir sakleysingjar sem er verið að nota. Svona eins og í götuleikhúsi þar sem vegfarendur verða óvænt hluti af sýningunni.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2011 kl. 19:52
Takk fyrir þetta, Guðmundur. Athyglisvert.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2011 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.