Gæsluvarðhaldsfangelsi verður að vera í eða við Rvk.

Það hljóta allir að sjá að ómögulegt er að hafa gæsluvarðhaldsfanga á Litla Hrauni og þurfa í sífellu að transporta með þá til Reykjavíkur í fylgd lögreglumanna. Að byggja fangelsi eingöngu fyrir gæsluvarðhaldsfanga væri brjáluð hugmynd, sérstaklega þegar bráðvantar almennt fangarými og peningar eru af skornum skammti.

Þess vegna á að halda sig við upphaflegu hugmyndina. þ.e. að byggja þetta fangelsi með 56 rýmum á Hólmsheiði. Það útilokar alls ekki frekar uppbyggingu, stækkun og nútímavæðingu fangelsisins á Litla Hrauni. Það er einnig brýnt verkefni en verður þó sennilega að bíða þar til ástandið skánar í efnahagsmálum landsins.

En það gerist ekki að gagni fyrr en núverandi stjórnvöld hrökklast frá völdum.


mbl.is Nóg komið af töfum í fangelsismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband