Nýlega var gefin út bókin Skipulag alheimsins í þýðingu Baldurs Arnarssonar og Einars H. Guðmundssonar, en höfundur bókarinnar er enginn annar en Stephen_Hawking ásamt Leonard_Mlodinow .
Stjörnufræðivefurinn bloggar um útgáfu bókarinnar, en þar kemur fram að íslenskir bókaútgefendur vildu ekki gefa bókina út. Þýðendurnir tóku því á sig fjárhagslega áhættu og gáfu þeir út bókina sjálfir. Þetta er lofsvert framtak og ég skora á unnendur rita af þessu tagi að láta þessa bók ekki fram hjá sér fara. Sjálfur pantaði ég mér eintak af vefnum um helgina, hér á aðeins 3.990 kr. og fékk hana í hendur í dag.
Ég hlakka til að lesa bókina en við fyrstu flettingar sé ég að hún er skemmtilega upp sett, með slatta af myndum og húmorinn er heldur ekki langt undan, því einnig eru nokkrar myndaskrítlur í bókinni. Ein er svona:
Tveir menn eru kynntir í samkvæmi með þessum orðum:
"Þið eigið svolítið sameiginlegt. Dr. Davis hefur uppgötvað ögn sem engin hefur séð og prófessor Higbe hefur uppgötvað vetrarbraut sem engin hefur augum litið".
Háþróað vélmenni sent til Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | 29.11.2011 (breytt kl. 14:45) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
- Vill endurskoða EES
Athugasemdir
Flott hjá þér Gunnar að kaupa bókina. Hún á eftir að veita þér ánægju og mikið umhugsunarefni. Las hana fyrir meira en ári síðan, marga kafla þrisvar sinnum. Liggur á mínu náttborði. Get að vísu ekki vitnað í bókina nákvæmlega, þar sem ég er erlendis, en bókin norður á Húsavík, einmitt á náttborðinu. Merkilegur er kaflinn þar sem þeir félagarnir Stephen og Leonhard segja að heimurinn okkar (einn af mörgum; “multiverse”) og allt efnið í honum hafi orðið til úr “engu”. Að tómarúm (“vacuum”) sé aldrei alveg tómt, að það stangist á við “uncertainty principle” Werners Heisenbergs. Í tómarúmi séu stöðugt agnir að myndast og hverfa – “virtual particle”. Gott ef ég las ekki nýlega frétt um það, að sænskir vísindamenn hefðu greint slíkar agnir. En af hverju ekki úr “engu”? Er nokkuð ólíklegra að náttúran hafi gert slíkt, frekar en einhver Guð; Óðinn, Seifur, Allah, Jehova o.s.fr. Þá skal hafa í huga að heildarorka alheims er Núll, þrátt fyrir E = m x cc, vegna þyngdarkraftsins. Kannski meira seinna.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 19:45
Takk fyrir þetta, Haukur. Afar áhugavert "efni"
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.11.2011 kl. 21:21
Helvíti súrt að útgefendur hafi ekki þorað að gefa bókina út, því áhættan er miklu meiri fyri einstaklinga sem gera þetta af hugsjón.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.11.2011 kl. 21:23
Þetta er bók sem ég á örugglega eftir að eignast
Ágúst H Bjarnason, 30.11.2011 kl. 16:53
Flott að vekja athygli á þessari fínu bók! Vonandi eignast hana sem allra flestir.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 15.12.2011 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.