Eyðsla er hinn nýi sparnaður

Fólk sem á einhverja peninga aflögu eftir að drjúgur hluti launanna hefur farið í skuldir, leitar logandi ljósi að hlutum til að eyða þeim í, því vinstri helferðarstjórnin hefur búið þannig um hnútana að fólk tapar á því að spara.

Gamla máltækið "Græddur er geymdur eyrir"stenst ekki á Íslandi í dag, þrátt fyrir að bankakerfið bjóði upp á verðtryggða sparireikninga með vöxtum. Flestum þykir eðlilegt að fjármagnstekjugróði sé skattlagður en vinstrimenn hafa afbrigðilegar hugmyndir um skatthlutfall eins og flestir ættu að vera farnir að átta sig á. Yngri kjósendum er að vísu vorkunn því þeir höfðu aldrei reynt á eigin skinni að hafa vinstrimenn ofan í veskinu sínu.

"Verðtrygging"  á sparireikningi er samkvæmt orðanna hljóðan trygging þess að peningarnir rýrni ekki vegna verðbólgu svo þeir hreinlega hverfi ekki. Þess vegna er verðtrygging ekki tekjur, það hljóta allir að sjá það. En vinstrimönnum hugnast ekki að fólk eigi peninga á sparireikningi og þess vegna skattleggja þeir verðtrygginguna um 20%!  ... ekki bara vextina, heldur verðtrygginguna líka.

peningarÉg velti því fyrir mér hvort þetta sé ekki hreinn þjófnaður. Bankakerfið býður fólki upp á að verjast verðbólgunni en ríkisvaldið undir forystu vinstrimanna, hinni hreinu tæru vinstri velferðarstjórn, seilist í aurana sem þegnar þjóðfélagsins öngla saman með striti sínu. Launaþrælunum dugar ekki að koma aurum sínum í skjól fyrir verðrýrnun. Krumla Steingríms J. Sigfússonar hirðir aurinn. Crying

Það er því ekkert skrítið að fólk flýti sér að eyða hinum grædda eyri, því annars tapar það honum. Og pælið í því; þið "græðið" meira á því að skeyna ykkur á peningaseðlunum ykkar, frekar en að geyma þá á verðtryggðum sparireikningi!

Þökk sé hinni Norrænu vinstri velferðarstjórn.


mbl.is Nýtt met í Boston-ferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband