Reykjavíkurborg (garðyrkjustjórinn) undir stjórn Bestaflokksins, gefur leyfi fyrir tjaldbúðunum á Austurvelli. Þetta er í anda Jóns Gnarr, sem að eigin sögn er anarkisti (stjórnleysingi).
En stjórnleysi borgarstjórans er örugglega ekki meira en svo að hann mun ekki líða hverjum sem er að mótmæla með sóðaskap á Austurvelli. Til þess að mótmæli séu anarkistum þóknanlegar, þurfa kröfur mótmælendanna að vera óreiðukenndar og tillögur um úrbætur engar eða í besta falli fjarstæðukenndar.
"Occupy Reykjavík" er af svipuðu sauðahúsi og "Saving Iceland", en fyrrum kærasta borgarastjórans og núverandi þingmaður, Birgitta Jónsdóttir, fjöllistakona, er dyggur stuðningsmaður Saving Iceland og Occupy Reykjavík. Birgitta hefur einnig sagst vera anarkisti.
Það er ágætt að óréttlæti heimsins sé mótmælt og öll vitum við að nóg er af því, en það er grátlegt að fólk eins og fyrrum skötuhjúin Jón og Birgitta, skulu hafa komist til valda og áhrifa í þjóðfélaginu, en það þurfti reyndar alheimskreppu til þess að það yrði að veruleika. Occupy Reykjavík mótmæla en hafa engin ráð eða tillögur um úrbætur. Fulltrúar þessa fólks eru ráðamenn í dag. Hversu ömurlegt er það?
Vinstrimönnunum hefur lengi þótt "hipp og cool" að mótmæla, enda hafa kjósendur sjaldan treyst þeim til að stjórna og þeir hafa því þurft að standa utan við girðingar lög og reglu... lögreglu. Þeir reyna að vera eðli sínu trúir og verða eiginlega að líta með velþóknun á hvers kyns mótmæli, enda beinast þau lítið sem ekkert að þeim, eins undarlegt og það nú er.... en þó ekki. Sér einhver Álfheiði Ingadóttir, Mörð Árnason eða Steingrím J. Sigfússon, tuskuð til af þessu mótmælenda liði?
Sjáið þið Hallgrím Helgason rithöfund, með geðveikisglampa í augum, ráðast á þetta fólk með ofbeldi, eins og hann gerði gagnvart Geir Haarde í Búsáhaldabyltingunni, eða ætti e.t.v. að segja anarkistabyltingunnni?
Það er orðið brýnt að anarkistabyltingunni verði hrundið sem fyrst í nýjum kosningum. Þetta fólk hefur fengið sína stund til að láta ljós sitt skína. Nú er það ljós út brunnið.
Slæm umgengni á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.11.2011 (breytt kl. 07:26) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Mér finnst þetta orðið frekar langsótt hjá þér. Ég hef aldrei orðið var við að Birgitta Jónsdóttir hafi mætt til okkar í Occupy Reykjavík en auðvitað er það gott mál ef að hún og Jón Gnarr styðja okkur, en hann hefur ekkert samband haft við okkur heldur.
Stjórnarskráin veitir mönnum leyfi til að safnast saman vopnlausir og mér finnst bara alltílagi að leyfa folki að mótmæla miðað við ástandið sem hefur verið í þjóðfélaginu, þetta gras er ekkert heilagt.
Það að segja að 'Saving Iceland' og 'Occupy' hreyfingin séu af sama sauðahúsi af því að sömu manneskjunni líkar vel við bæði er bara fáránlegt Jón og Birgitta eru á engann hátt fulltrúar 'Occupy Reykjavík'
Og þú villt meina að með Besta flokknum og búsáhaldabyltingunni sé búið að fullreyna Anarkisma og við getum bara ýtt því útaf borðinu. Þetta er náttúrulega bara fáránleg.
Og ég skil ekki afhverju við ættum neitt að vera að tuska vinstrimenn til, við höfum ekki áhuga á að tuska neinn til hvort sem hann er til vinstri eða hægri, enda voru þetta nú sennilega friðsömustu mótmæli sem ég man eftir
maggi220 (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 10:32
Takk fyrirt athugasemdina, Maggi.
Þið mótmælið... sem mér finnst líka allt í lagi, en hverjar eru tillögurnar um úrbætur?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 10:47
Annars eru anarkistar e.t.v. í eðli sínu sundurleitur hópur og vissulega langsótt að tengja svona saman eins og ég gerði.
Ég meinti þetta nú líka frekar sem pælingu en fullyrðingu, enda spurningarmerki í fyrirsögninni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 13:31
Já, þú mátt eiga það að þú kannt að skrifa, verst að þú skulir vera í vitlausu liði ;)
maggi220 (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 14:40
Ef einhver telur sig geta gert betur en núverandi valdhafar, er sá hinn sami ekki anarkisti.
Sjáðu til. Ef ég er með hugmyndir um úrbætur. Allsherjarhugmynd sem á að virka fyrir alla undir öllum kringumstæðum. Köllum hugmyndina kommúnismi (má auðveldlega skipta fyrir kapítalismi). Ég mótmæli núverandi kerfi og legg til að kommúnismi verði notaður til að bæta það sem er miður fór.
Anarkistar (eða allavega ég) trúa því að það að einhver hafi völd til að ákvarða hvað sé best fyrir alla sé ástæðan fyrir því að við búum við jafn lélegt fyrirkomulag og kapítalisma. Einhver (eða einhverjir) trúa því heils hugar að þetta fyrirkomulag sé best (eða að minnsta kosti skársti kosturinn) og það virki fyrir alla í öllum aðstæðum. Og einhver (eða einhverjir) hafa völd til að þvinga alla til að fylgja þessu fyrirkomulagi undir öllum kringumstæðum. Anarkistar trúa ekki að heimurinn sé svona einfaldur og þess vegna hafna þeir (eða allavega ég) hugmyndinni um að einhver eigi að hafa völd til að ákvarða hvaða fyrirkomulag allir skuli nota undir öllum kringumstæðum. Þeir vilja frekar að fyrirkomulagin veljist úr. Að sumir noti sum fyrirkomulag við sumar aðstæður.
Ef að ég er með betri hugmynd að fyrirkomulagi en núverandi valdhafar, þá er ég ekki anarkisti. Hvað lætur mig halda að ég geti farið betur með völd en núverandi valdhafar? Anarkisti kann að vera með tillögur og kröfur. En sannur anarkisti mun aldrei þröngva þessar tillögur á aðra, og hann mun aldrei ætlast til þess að allir aðrir séu með sömu kröfurnar. Það er bara ekki þannig sem anarkismi virkar
R (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 18:36
Já, ég hef heyrt eitthvað álíka áður um anarkisma. Þetta er svo óraunhæft að það er ekki hægt að taka svona pælingar alvarlega. Það er mín skoðun og sennilega 99,9% Íslendinga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 20:36
Anarkismi gengur mikið utá það að skipuleggja sig frá 'bottom up' í staðinn fyrir 'top down' eins og er í dag. Í því samhengi myndu sjómenn sjálfir hafa meira að segja um hvernig fiskveiðum væri háttað og Bændur hefðu meira að segja um stefnuna í landbúnaðarmálum.
Ef ég man rétt þá var það upphaflega hugmyndin hjá Lenín að verksmiðjuverkamenn myndu stofna með sér 'workers Council' eða 'Soviet' og myndu því skipuleggja sig sjálfir, en þetta varð þó aldrei raunin.
Anarkismi hefur ekki fengið mörg tækifæri til að sanna sig sem stjórnskipulag fyrir heila þjóð, en þykir þó hafa þó gefið góða raun á 'Frjálsu svæðunum í Úkraínu' (1918–1921) og Borgarastyrjöldinni á spáni (1918–1921)
Yfirleitt virðast allar aðrar stjórnmálastefnur vera á móti anarkistum því að þeir vilja ekki að vald safnist á fáar hendur og því erfitt fyrir valdabröltara að nýta sér þá eða vinna með þeim. Þó eru núna komnir fram ýmsir friðsamari anarkistar sem vilja ná fram breytingum jafnt og þétt með því að stofna sameignar og samvinnufyrirtæki og með ymsum hópum þar sem fólk skipuleggur sig sjálft án nokkurs yfirvalds. Mér sýnist Lýðræðisfélagið Aldan vera í nokkuð svipuðum pælingum en þú gætir hugsanlega sagt að Occupy hreyfingarnar séu eitthvað í átt við þetta. þ.e. sjálfskipulagðar án leiðtoga og með þing fólksins þar sem allir hafa jafnan rétt til ákvarðanatöku.
Noam Chomsky talar oft um að ef að maður vilji losna við yfivald yfir einhverju, þurfi maður að geta fært mjög góð rök fyrir því að það þurfi ekki að vera einhver til að stjórna. Hann segir að sönnunarbyrðin ætti að vera hinum megin, að enginn ætti að stjórna nema hægt sé að færa mjög góð rök fyrir því að það sé nauðsinlegt. Allavega er ég sannfærður um að við eigum eftir að sjá mikið af breytingum í átt að Anarkisma á næstu árum og eitt mjög gott dæmi um sjálfsprottið, sjálfstjórnunar skipulag sem virkar er Internetið, það er ókeypis og enginn ræður yfir því.
Annars myndi ég ekki halda að Besti flokurinn sé neinn sérstakur anarkistaflokkur. Þetta er bara venjulegur stjórnmálaflokkur sem samanstendur að mestu af ágætis listamönnum, en ég hef ekki orðið var við það að þeir séu að færa valdið eitthvað meira til fólksins. Reyndar verð ég nú eiginlega bara ekkert var við Besta flokkinn yfir höfuð. Svo myndi ég segja að það væri bjartsýni að fá 99.9% Íslendinga til að vera sammála þér, Íslendingar geta aldrei verið sammála um neitt, 10% væri kanski raunhæfara markmið.
maggi220 (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 05:47
Kapítalismi, sósíalismi, kommúnismi og allt þetta bull eru óraunhæfar pælingar sem er ekki hægt að taka alvarlega.
Kapítalismi er allsherjarkenning sem setur sér forsendur (sem ekki er hægt að raunprófa og því mjög óvísindalegar). Ein of forsendum kapítalisma gengur meira að segja ekki upp logískt (þ.e. forsendan um stöðugan hagvöxt; til að hún virki þurfa auðlindir jarðar að vera ótakmarkaðar).
Hellsti gallinn er þó að þetta er ein kenning sem á að útskýra allt og virka við allar aðstæður. Margoft í vísindasögunni hafa menn reynt að leggja fram slíkar kenningar og í 100% tilvika hefur þeim mistekist. Aristóteles mistókst, Freud mistókst, stjörnuspekingum mistókst, meira að segja vel ígrunduð eðlisfræðikenning Maxwells féll nokkrum árum eftir að hún var lögð fram. Tvær best reyndu og vel heppnuðustu kenningar dagsins í dag (almenna afstæðiskenningin og skammtafræðikenningin) virka bara á tilteknu sviði, það er þær útskýra bara sumt, stundum við sumar aðstæður. Af hverju halda stjórnmálafræðingar og efnahagsfræðingar að þeirra vísindagrein séu þær einu í vísindasögunni sem geta útskýrt allt, alltaf við allar aðstæður?
Anarkismi hafnar þessum draumórum. Hann segir að þú getur ekki gefið þér neina forsendur til að útskýra samfélagið. Samkvæmt anarkisma fá hlutaeigandi aðillar að velja sjálfir hvernig þeir kjósa að skipuleggja sig. Það að þröngva kapítalisma á alla er eins og að segja að allir verði að skoða heiminn með stjörnusjónauka. Það virkar þegar þú ert að skoða stjörnur en ekki þegar þú ert að skoða frumur, til þess þarftu smásjá, og þá notarðu ekki almennu afstæðiskenninguna, heldur viðeigandi líffræðikenningu.
Sjáðu til, anarkismi er ekki bara raunhæfasta fyrirkomulagið sem völ er á. Hann er eina fyrirkomulagið sem meikar sens.
R (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 08:22
Takk fyrir athugasemdirnar, en af hverju komið þið ekki fram undir fullu nafni? Af hverju felið þið auðkenni ykkarþegar þið stjáið skoðanir ykkar?
-
Ég er ósammála ykkur í öllum grundvallaratriðum. Þessar skoðanir flokkast undir óraunhæf bernskubrek, byggðar á sorglegum misskilningi. En þetta skánar með aldrinum.... í flestum tilfellum.
Horfið í kringum ykkur Varla margir yfir miðjum aldri sem eru sammála ykkur. Er það vísbending?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 08:45
Ps. mér finnst ALLTAF jákvætt þegar ungt fólk hefur áhuga á stjórnmálum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 08:48
Ja, ég er náttúrulega skráður notandi samkvæmt þjóðskrá : Magnús Jónsson eins og allir geta séð ef þeir smella á mig, en flestir á netinu kannast við mig sem Maggi220. Annars þykir mér þú taka ansi djúpt í árinni, held þú ættir að lesa þér aðeins meira til um anarkisma áður en þú afskrifar hann, sérstaklega ef að þú telur þig vera frjálshyggjumann. Annars alltaf gaman að rökræða.. og við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér.
maggi220 (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 11:21
Ég hef tekiðm þessa rökræðu svo oft áður. Fyrst þegar ég var eldheitur kommúnisti í kringum 1980
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 14:38
Það eru rökin en ekki nöfnin sem skipta máli.
Þó svo að ég skrifi ekki undir réttu nafni þá er það tittlingaskýtur miðað við það að þú kastar fram staðhæfingum án þess að styðja þær rökum. Ég er búinn að rökstyðja það að anarkismi er ekki óraunhæfur og hann sé byggður á góðum skilningi. Reyndar að hann sé betur ígrundaður og raunhæfari en nokkur stjórnmálakenning.
Ef þú nennir ekki að rökstyðja mál þitt vegna þess að þú hefur gert það áður, þá skil ég það. En það er lágmarkskurteisi að a.m.k. vísa í hvar þú hefur gert það svo að ég geti lesið mig til um hver vegna rökin mín klikka.
R (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 17:20
Bara þetta, "R" ....
-
" Ein of forsendum kapítalisma gengur meira að segja ekki upp logískt (þ.e. forsendan um stöðugan hagvöxt; til að hún virki þurfa auðlindir jarðar að vera ótakmarkaðar)"
... er of vitlaust til að svara því. Þú verður að gera betur en þetta, en endilega gerðu það annars staðar en hér. Ég nenni þessu ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 18:13
Þetta er sennilega minnst uppbyggjandi gagnrýni sem ég hef fengið síðan ég var í skóla. Þú segir mér ekki einu sinni hvað sé rangt við þetta. Án slíkra upplýsinga gefurðu mér ekkert rúm til framfara.
R (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 07:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.