Skoðanakönnun

Ef ég vildi stjórnmálaflokki illt, þá óskaði ég þess að hann hefði Björn Val Gíslason innanborðs. Hann er illa upp dreginn og ber þess vitni að foreldrum hans hafi mistekist hrapalega uppeldið.

Ég setti upp skoðanakönnun um fylgi frambjóðenda til formannskjörs Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaða könnunarinnar og úrslit kosningarinnar kom mér ekki á óvart. Hanna Birna hafði vinninginn meðal almennings og þá sérstaklega þeirra sem ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem eru hins vegar kunnugir frambjóðendunum og innra starfi flokksins, eru heldur Bjarna megin. Niðurstaðan úr skoðanakönnuninni hér á blogginu var þessi:

Spurt var: Hvorn frambjóðanda kysir þú sem formann Sjálfstæðisflokksins?

Bjarna Benediktsson 35.2%
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur 64.8%
(193 svöruðu)
Það hvarflaði að mér að setja upp nýja skoðanakönnun með spurningunni:
Er það gott á VG að hafa Björn Val Gíslason sem þingmann flokksins?
Svarmöguleikarnir eru tveir;og nei
Niðurstaðan verður aldrei góð úr þeirri könnun fyrir "karlræfilinn". LoL

mbl.is Stefnulaus og þverklofinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð vísa er aldrei of oft kveðin...:

Íslenska þjóðin man ei meir
það magn sem á fær dunið.
Við skulum því heldur gráta Geir
en gera upp við Hrunið.

He he he

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 13:59

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Flottur!

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2011 kl. 14:06

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég bætti við: "Svarmöguleikarnir eru tveir;og nei"

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2011 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband