Gamlir kommar heimta gróða strax

Arðsemi virkjana hefur verið mikið í umræðunni, eftir að ríkisstjórnin ropaði áliti sínu upp úr koki málpípu sinnar, forstjóra Landsvirkjunar.

Orkuverð til stóriðju er alls ekki yfir gagnrýni hafið. Það hef ég alltaf sagt og að sjálfsögðu eigum við að gera kröfu um að verðið sé sem hæst. En þegar "fagmenn", eins og Hörður Arnarsson hlýtur að teljast, enda fyrrum kraftaverkamaður í rekstri gróðafyrirtækisins Marel, tjá sig um arðsemi virkjana, verður að gera þá kröfu til hans að hann horfi á málið frá öllum hliðum.

Þegar lagt er fjármagn í dýrar framkvæmdir og fjárfestingar, er yfirleitt ekki reiknað með topp arðsemi fyrstu árin. Dýrar fjárfestingar eru langtímaáætlanir og dæmið er reiknað frá upphafi til enda. Fjármagnskostnaður er gjarnan mestur fyrstu árin og það þarf að vinna sig í gegnum hann.

Þegar Landsvirkjun er borin saman við orkufyrirtæki, t.d. í Evrópu, sjá glöggir menn að hlutfall fjárfestinga og nýframkvæmda af veltu er mun hærra hjá LV en flestum ef ekki öllum sambærilegum fyrirtækjum. Það liggur einfaldlega í því að kostir í nýframkvæmdum hjá orkufyrirtækjum í Evrópu (og reyndar víðast hvar á Vesturlöndum) eru nánast engir.

Arður af virkjunum ríkisins verður ekki eingöngu mældur í krónum og aurum. Það er líf utan virkjananna sjálfra. Um þriðjungur þeirra 1.300 starfandi verkfræðinga í landinu, eiga lífsafkomu sína undir stóriðju og virkjunum. Verkfræðistofur landsins afla sér tekna erlendis upp á 1.500 miljónir árlega vegna verkþekkingar þeirra í raforku og virkjanageiranum. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem hægt er að nefna.

Einkafyrirtæki vill mikinn gróða og það helst strax, eða svo segir ávöxtunarkrafa hins frjálsa markaðar. Hugmyndafræði stjórnmálamanna á Íslandi hefur hins vegar legið lengi í því að nota orkuauðlindir landsins sem tæki til byggðastyrkingar. Ég vona að svo verði áfram, frekar en gróðavon á sem skemmstum tíma.

En nú bregður svo við, að hin hreina og tæra vinstristjórn, vill ofsagróða strax af virkjanasýsli Landsvirkjunar. Að nota orkuauðlindir landsins til þess að styrkja byggðir um allt land, er algjörlega óásættanlegt, að mati þeirra. "Gróði" skal það vera! 

Öðruvísi mér áður brá. Errm


mbl.is Undirbúa þrjár smávirkjanir í Blöndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband