Hörður Arnarson ætlar sér að komast upp með að segja eitt í dag og annað á morgun, en það hefur hann ítrekað orðið uppvís að á þessu ári. Þann 18. mars sl. sagði hann:
"Lausafjárstaða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari. Forstjórinn segir að áherslan verði nú á Þingeyjarsýslur og staðfestir að samningaviðræður standi yfir við Alcoa.
Ársreikningur Landsvirkjunar sem birtur var í dag sýnir hreinar eignir upp á 188 milljarða króna, sem skiluðu á síðasta ári 26 milljörðum króna í handbært fé, og átti fyrirtækið um áramót 66 milljarða króna í lausu fé, sem er það mesta í sögunni.
Auknar raforkutekjur af álverum skýra aukinn hagnað, en Landsvirkjun segir að þar komi til bæði aukin sala og hærra verð vegna verðhækkana á áli. Þannig hækkaði meðalraforkuverð til stóriðju um 32 prósent milli ára, úr 19,5 upp í 25,7 dollara á hverja megavattstund."
Raforkuverð til stóriðju er ekki hafið yfir gagnrýni og það eru gleðifréttir að verðið á auðlindum okkar fari hækkandi. Hins vegar er afar slæmt að hafa flautaþyril í forstjórastóli Landsvirkjunar.
Lánshæfismat Landsvirkjunar myndi hækka verulega ef núverandi ríkisstjórn færi frá völdum.
Of lítil arðsemi af virkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 15.11.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Íþróttir
- Skallaði þjálfara mótherjanna (myndskeið)
- Gamla ljósmyndin: Fær sér sæti
- Jesus hetja Arsenal (myndskeið)
- Fyrsta mark Hollendingsins (myndskeið)
- Atlético í toppsætið eftir dramatískt sigurmark
- Sterkur sigur Forest (myndskeið)
- Íslendingaliðið stigi frá toppliðinu
- Fyrsta þrenna Isaks í úrvalsdeildinni (myndskeið)
- Slæmar fréttir fyrir Arsenal
- Úr 2. deild í Bestu
Athugasemdir
Talandi um ótrúverðuga strengjabrúðu! Heldurðu virkilega að fyrrum forstjóri, Friðrik Sophusson, hafi verið minni strengjabrúða?
Við erum loksins komin með ópólitískan forstjóra - og þá fyrst fara íhaldskallar eins og þú að tala um pólitíska strengjabrúðu!
Hver er ótrúverðugur nema þú?
Torfi Kristján Stefánsson, 15.11.2011 kl. 16:27
Veist greinilega betur en fólk sem vinnur hjá Landsvirkjun?
Raunsær (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 16:33
Nei Gunnar, þarna erum við loksins komin með mann í þetta starf sem er ekki pólitísk strengjabrúða og segir hlutina eins og þeir eru.
Þórir Kjartansson, 15.11.2011 kl. 16:41
Torfi, meiri eða minni strengjabrúða snýst málið um það?
Raunsær, Hörður Arnarsson, forstjóri LV veit allt um málið. En hvers vegna segir hann eitt í dag en annað á morgun. Um það fjallar þetta blogg.
-
Þórir, er það ekki einmitt sterk vísbending um að hann sé strengjabrúða, að hann segi (auðvitað samkvæmt bestu samvisku) hvernig staðan er 18. mars sl., en segi svo eitthvað allt annað í dag, þegar ríkisstjórnin þarf að afsaka svikin við Húsvíkinga?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 17:02
Hörður Árnason er á heimavelli þegar hann talar um þessa hluti. Á fundi viðskiptaráðs sem ég sat sem gestur 2007 tók hann Landsvirkjun í bakaríið varðandi rekstur hennar að fulltrúa Landsvirkjunar áheyrandi, sem sat gneyptur eins og rassskeltur krakki.
Þá var Hörður Arnarson framkvæmdastjóri Marels og innsti koppur í búri Viðskiptaráðs, og aldrei hef ég heyrt það fyrr að hann stundi flokkapólitík.
Hann var einfaldlega ráðinn úr hópi umsækjenda, þar sem í ljós kom að hann var faglega lang hæfastur.
Nú fáumst við, þjóðin, sem á þetta fyrirtæki, loksins upplýst um raforkuverð og annað sem hingað til hefur alltaf verið þagað um sem "viðskiptaleyndarmál."
Ómar Ragnarsson, 15.11.2011 kl. 17:45
Gott Ómar! Það er einmitt málið.
Hörður upplýsti þjóðina um raforkuverðið, nokkuð sem við höfum verið að bíða eftir í fjöldamörg ár að fá upplýsingar um, en Gunnar Th. kaus að reyna að fela það með því að tala um "pólitíska strengjabrúðu"!
Torfi Kristján Stefánsson, 15.11.2011 kl. 18:15
Ég er alveg sammála því, Ómar, að Hörður sé hæfur, enda segi ég í fyrri athugasemd: "forstjóri LV veit allt um málið".
Ég er einfaldlega að benda á að hann er tvísaga í málinu. Hvernig stendur á því?
-
Ég segi að hann hafi orðið fyrir pólitískum þrýstingi og þess vegna segi hann allt annað í dag en þann 18. mars sl.
-
Svo er annað, sem andstæðingar Kárahnjúkaframkvæmdarinnar þegja um í dag og forðast að rifjað sé upp, en það eru fullyrðingar þeirra um að TAP yrði á framkvæmdinni. Nú kemur í ljós að arðsemin er 6%, sem er mjög góð, þó Herði sé sagt að segja annað. Hann segir að arðsemiskrafan eigi að vera 11%. Þetta er fjarri lagi hjá honum.
Ef lífeyrissjóðirnir hefðu fjárfest í Kárahnjúkum í stað þeirra áhættufjárfestinga sem þeir fóru í, þá væri gleði á þeim bæjunum í dag. Kárahnjúkar voru (og eru) örugg fjárfesting og arðsemiskrafa slíkra fjárfestinga er minni en þeirra í áhættuflokkunum. Þessari staðreynd skautar viðskiptasnillingurinn frá Marel framhjá.
Hvers vegna? Veit hann ekki betur? Jú auðvitað veit hann betur. Hann má bara ekki benda á þetta.
-
Í dag er raforkuumhverfið betra en áður fyrir okkur og LV og arðsemiskrafa nýrra framkvæmda verður e.t.v. 11%. Það er að sjálfsögðu hið besta mál. En við megum ekki horfa fram hjá því, að LV er þjóðarfyrirtæki sem vel má nota sem pólitískt tæki varðandi byggðastefnu. Ákvörðun um framkvæmdirnar við Kárahnjúka, var ekki síður byggð á forsendum byggðastefnunnar, en á viðskiptalegum forsendum. Það tel ég líka vera hið besta mál en þessi þáttur hefur ekki verið tekinn inn í arðsemismat virkjunarinnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 20:23
Neinei, Frikki Sóf var ekki pólitíkskur, hvað þá strengjabrúða. Seisei nei. En hann ætti að fara fyrir Landsdóm, því ef mig minnir rétt, (sem ég geri), þá kynnti hann ALLT annað arsemismat fyrir þjóðinni við upphaf framkvæmda við Kárahnjúkavirkjunnar. Hvað var það ? Hvað "klikkaði" ?
Dexter Morgan, 15.11.2011 kl. 22:11
Hörður Arnarson fer með fleipur um núverandi arðsemismat. Hvað klikkaði?
Jú, hann kýs að reikna arðsemina út frá rekstri virkjunarinnar hingað til, þ.e. sl. 4 ár og fær út úr því 3,5%. Á þessum tíma er fjármagnskostnaðurinn mestur en svo fer hann að sjálfsögðu lækkandi. Þegar virkjunin er afskrifuð, fer yfir 90% raforkusölunnar "beint í lommen".
-
Eðlilegra er að reikna heildar arðsemina, en til þess þarf að gefa sér forsendur. Þær eru eðli málsins samkvæmt, aldrei 100% öruggar. Smávægilegar breytingar á ál og lánamörkuðum geta breytt lokatölum umtalsvert á 40 árum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 22:33
Ég veit hver Hörður er. Ég vann já Marel. þetta er alveg topp maður og alvöru forstjóri. Ég hef amk trúá honum.
óli (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.