Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið sem ekkert lesið þetta blað en alltaf talið það aðallega upplýsingarit um menningu og listir fyrir erlenda ferðamenn og útlendinga búsetta á Íslandi. En nú veit ég að þetta er áróðursrit vinstrimanna og strangtrúaðra umhverfisverndarsinna.
Í blaðinu sem ég rakst á í dag og er útgefið fyrir tímabilið 5. nóvember til 1. desember, eru útlendingarnir og ferðamennirnir á Íslandi, fræddir um það að réttarkerfið okkar sé undirlagt spillingu. Ekki bara í einni grein, heldur tveimur! Góð landkynning það! Nú má ekki skilja mig svo að ég vilji að útlendingar fái ekki að vita sannleikan um Ísland, það er af og frá, en mér er meinilla við að pólitísku bulli yst af vinstri væng stjórnmálanna og öfga umhverfissjónarmiðum sé hellt yfir ferðamenn sem hingað koma, án þess að þeir séu varaðir við hverra erinda blaðamennirnir á "Grapewine" ganga.
Önnur greinin er um blaðamann DV, Jón Bjarka Magnússon, en slóð þessa unga blaðamanns er vörðuð málshöfðunum vegna ýmissa mála. Margir muna eflaust eftir hljóðupptöku hans á einkasamtali sínu við Reyni Traustason, sem hann birti svo opinberlega, tilneyddur að eigin sögn.
Fyrirsögn greinarinnar og viðtalsins við Jón Bjarka er í lauslegri þýðingu minnar:
"Helvíti íslenskrar nútíma blaðamennsku", og undirfyrirsögnin er: "Íslenskir blaðamenn geta verið lögsóttir fyrir að vitna í opinber réttargögn. Já, á Íslandi, gæti það verið ærumeiðandi...."
Spurningar blaðamanns Grapewine eru mörg leiðandi og athyglisverðar. Það er ekki að sjá að blaðamaðurinn sé að afla fréttar eða að fá eina hlið, af hugsanlega mörgum, til að fræða lesendur sína, heldur eingöngu að rakka niður íslenskt réttarkerfi.
"Eitt er að vera ákærður fyrir eitthvað fáránlegt, en bjóstu við þessum dómi?"
Öll greinin er á þessum nótum en hún er skrifuð af Önnu Andersen
Hin greinin sem ég rakst á í blaðinu um íslenska réttarkerfið, er eftir Írisi Erlingsdóttur, fjölmiðlafræðing og fyrirsögn hennar er:
"Hinn óþægilegi sannleikur" og undirfyrirsögnin: "Íslenskir dómstólar eiga í erfiðleikum með sannleikan"
Íris bloggar á Eyjunni og er grein hennar úr "Grapewine" HÉR á íslensku.
Í vefútgáfunni; http://www.grapevine.is/Home/ er margar greinar á þessum nótum. Flest allt er þetta óvæginn og einsleitur pólitískur áróður af verstu sort. Engar tilraunir eru gerðar til þess að finna fleti á málum, heldur einungis sleggjudómar og getgátur til að sverta málstað þeirra sem ekki eru á sömu skoðun og ritstjórn blaðsins.
The Reykjavík Grapewine er sorglegur sorpsnepill.
Flokkur: Fjölmiðlar | 14.11.2011 (breytt kl. 18:06) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 946266
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Valkyrjustjórnin byrjar illa í banana lýðveldinu Ísland
- Hérna er fullt af góðum ráðum vilji fólk prófa að starta SÍTRÓNU-FRÆUM, um að byrja að prófa slíkt strax og láta tímann vinna með sér :
- Hvar eru önnur sjálfstæðisfélög?
- Ekki hægt að hunsa Argentínu-undrið lengur
- Inga, Inga, Inga mín.
- Íslendingar eru mongólítar Norður Atlantshafsins
- Við lifum í þjófabæli - þjófaþjóðfélagi og fjöldamorðingjaþjóðfélagi þar sem elítan hefur rænt 99% auðæva, og er 1% mannkynsins
- Ólöglegar veiðar ógna vistkerfum Evrópu
- Kínverska ár Snáksins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.