Ég verð nú að taka upp hanskann fyrir Vegagerð Ríkisins varðandi upplýsingagjöf um færð á fjallvegum. Ég þekki þessi mál ágætlega þar eð ég vann við snjómokstur hjá vegagerðinni á mjög erfiðum fjallvegum á Austurlandi á árunum 2001 til 2005.
Þegar Vegagerðin segir að tiltekinn vegur sé ófær, þarf það ekki að þýða að vegurinn sé al- ófær. Margir eiga mjög vel útbúna fjallajeppa sem komast nánast hvað sem er og eigendur þessara bíla hafa sumir hverjir mikla reynslu. En yfir 95% bíla almennings eru ekki vel útbúnir fjallajeppar.
Sumir þessara reynslubolta á ofurjeppunum, segja hverjum sem heyra vill "það var ekkert að færðinni" þegar þeir hafa öslað yfir ófærurnar. Þetta eru monthanarnir á stóru dekkjunum (þið vitið )
Oft var mesti vandinn við að opna vegi eftir ófærð, "venjulegir" bílar (og slyddujeppar), fastir og stundum yfirgefnir á veginum. Þessir vegfarendur óðu af stað í tvísýnu og jafnvel eftir að tilkynnt hafði verið um ófærð.
E.t.v. mætti nota skilgreininguna "mjög þungfært", sem þýðir þá einfaldlega að ÖLLUM sé ráðlagt að fara ekki viðkomandi veg. Þá kannski hættir þetta væl í fólki sem gagnrýnir ófærðartilkynningarnar.
En það verða alltaf til vitleysingar sem halda að þeir komist allt og stofna sjálfum sér og stundum björgunarmönnum sínum í lífshættu fyrir vikið.
Vestfirðingar gíslar Vegagerðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Samgöngur | 2.11.2011 (breytt kl. 22:49) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 946007
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Mikið til í þessu hjá þér. Ófært fyrir einn þarf ekki að þýða ófært fyrir annan.
Landfari, 2.11.2011 kl. 22:49
Algengustu lokanir á Holtavörðuheði eru vegna vanbúinna bíla sem festast í snjóföl og loka veginum. Oftar en ekki eru þessir bílar jafnvel á sumardekkjum.
Eitt sinn sem oftar fór ég yfir heiðina að vetri til á fólksbíl, var vel dekkjaður. Nokkur skafrenningur var á heiðinni en nánast enginn snjór á veginum, dró einungis í smá lænur hér og hvar. Þegar ég kom suður af heiðinni var tilkynnt í útvarpi að heiðin væri ófær. Þetta fannst mér nokkuð undarlegt, enda rétt komin af heiðinni og engin snjór né ófærð á henni.
Það sem hafði skeð var að fólksbíll á sumardekkjum hafði snúist í einni snjólænunni og lokaði veginum. Bílstjóri þess bíls hringdi brjálaður í lögregluna og kvartaði yfir að heiðin væri sögð fær. Því var send tilkynnig í snatri til fjölmiðla um lokun heiðarinnar.
Þegar svo hjálparsveitin kom til hjálpar var kominn skafl allt í kringum bílinn, þó varla væri snjór á veginum að öðru leiti.
Þetta segir að aldrei er of varlega farið, að betra er að tilkynna lokanir fyrr en seinna. Það eru allt of margir sem æða af stað á illa útbúnum bílum. Þá er látlaus áróður gegn nagladekkum ekki beinlínis til að bæta ástandið. Á vegum utan þéttbýliskjarnanna, sem salta hjá sér, eru naglar nauðsynlegir.
Gunnar Heiðarsson, 2.11.2011 kl. 23:08
Ég er sammála því nafni, að betra er að tilkynna of oft ófærð, en of sjaldan. En maður skilur auðvitað óánægju fólks ef auglýst er ófært að ástæðulausu, en ég held að það komi mjög sjaldan fyrir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2011 kl. 23:20
einu sinni virti ég viðvaranir Vegagerðarinnar en ekki lengur..........Fjarðarheiði er td oft ófær en sögð þungfær eða snjóþekja ....og svo öfugt í dag var hún sögð hál en ég fór á sumardekkjum yfir..........hún er sem sagt ófær þegar það hentar þeim og sögð hál til að forðast að þurfa segja eitthvað..........annað sem vekur furðu mína er að Háreksstaðleið er ekki mokuð á Laugardögum.........eini dagurinn...... akkúrat þegar fólk er á ferli.....
Einar Bragi Bragason., 2.11.2011 kl. 23:28
Það er auðvitað agalegt ef vegagerðar og Héraðsmenn, vinir þínir, eru í því að grilla svona í ykkur. Þá er nú fokið í flest skjól... enda lítið skjól á Fjarðarheiðinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2011 kl. 23:35
þú ert greinilega ekki með réttu ráði ef þetta er svar þitt.......
Einar Bragi Bragason., 2.11.2011 kl. 23:45
11.1.2011 | 14:32
Svaðilför í svaka góðu færi!
Fjarðarheiði er sögð vera vel fær samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar í dag.
Vörubílsstjóri sem var að koma yfir heiðina sem er að ferja vörubíl til útflutnings með ferjunni sagði farir sínar ekki sléttar af för sinni um Fjarðarheiði.
Er hann var að silast upp efri brekkurnar í Norðurfjallinu á litlum hraða kemur á móti honum jeppabifreið sem rann í hálku framan á bílinn og skemmdi framhorn farþega megin. En hlið jeppans er all skemmd.
Ekki var raunum mannsins lokið með þessu. Á heiðinni var mikið kóf svo hann sá ekki mann sem stóð við bíl sinn og var að hreinsa framrúðuna og taldi litlu hafa munað að hann hefði keyrt yfir manninn.
Í dag kom ferjan Norröna með 6 bíla og nokkra farþega sem nú bíða tækifæris að komast yfir heiðina. Heiðin er sögð vera vel fær öllum bílum, en er það auðvitað ekki, því ekki eru allir bílar sem koma erlendis frá vel búnir á negldum hjólbörðum og ökumennirnir flestir alls óvanir svona erfiðum aðstæðum sem eru á Fjarðarheiði.
Heiðin er fljúgandi hál undir snjólagi og skafrenningur og ofankoma.
Skráð af Árna Elíssyni.
Einar Bragi Bragason., 2.11.2011 kl. 23:50
Þið þurfið holu þarna í gegn.... rottuholu
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.