Þarna er lúmskur blekkingarleikur á ferð

Náttúruverndarsamtök á Íslandi (einnig erlendis) beita villandi upplýsingum, nota ýkjur og stundum hreinar blekkingar, til að koma verndunarsjónarmiðum sínum á framfæri. Þegar  náttúruverndarsamtök hafa "bombaderað" fjölmiðla með þessum aðferðum, gera þau gjarnan "skoðanakönnun" sem þau láta sér hanna fyrir sig, til þess að útkoman verði örugglega þeim að skapi. Svo er niðurstaða könnunarinnar notuð sem rök í áframhaldandi áróðri.

„Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands?“

Það hljóta allir að sjá hvað þarna er á ferðinni. Spurningin er höfð eins ónákvæm og hægt er. Hver getur verið á móti því að einhver hluti miðhálendisins sé verndaður og gerður að þjóðgarði? Auðvitað frekar fáir, en er það það sem vakir fyrir náttúruverndarsamtökunum? Nei, það er alveg klárt að niðurstöðu könnunarinnar munu þessi samtök nota í baráttu sinni fyrir því að ALLT hálendi Íslands verði ósnertanlegt og sett í "verndarflokk".

Svona aðferðir og svipaðar voru ítrekað notaðar í aðdraganda virkjanaframkvæmda á Austurlandi. Náttúruverndarsamtök Íslands og Austurlands (NAUST) tóku höndum saman og koma á framfæri upplýsingum sem engan veginn stóðust eða í besta falli voru ágiskanir sem ómögulegt var að sanna... eða afsanna.

 Þessar vinnuaðferðir Náttúruverndarsamtaka þarf að skoða og rannsaka svo almenningur átti sig á að þeir sem koma sér í stjórnir og forsvar fyrir þessi göfugu hugsjónafélög, eru oftar en ekki skelfilegt öfgafólk sem þykist svo tala fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar.

Svo situr þjóðin uppi með ákvarðanir og jafnvel lög um friðanir sem afar erfitt verður að afturkalla, jafnvel þó fyrir liggi að forsenda fyrir friðuninni hafi verið byggðar á hæpnum forsendum.


mbl.is Meirihluti vill þjóðgarð á miðhálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband