Sóley Tómasdóttir hefur sennilega orðið bálreið að lesa um það í viðtengdri frétt að í veröldinni allri, er jafnréttið mest á Íslandi.
Í málgagni Vinstri grænna, vefritinu Smugunni, ritar Sóley reglulega pistla sína. Nýlega reit hún einn undir yfirskriftinni "Nýsköpunarþing karla" , en svo uppnefnir hún Nýsköpunarþing sem haldið var fyrir skömmu en að því stóðu Rannís, Íslandsstofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóður.
Og hvað skyldi hún hafa gagnrýnt við nýsköpunarþingið? Ekki orð um þingið sjálft, heldur að meðal fyrirlesara var engin kona og á boðskortinu sem hún fékk, var ljóð eftir karlmann (Þórarinn Eldjárn). Svo nefnir hún að fundarstjóri var kona og lætur fylgja með eftirfarandi:
"Þetta minnir mig á sögu sem ég heyrði af undirbúningi á blaðamannafundi stjórnmálaflokks (ekki Vinstri grænna) fyrir ekkert svo löngu síðan. Formaðurinn lagði línurnar um efni og uppröðun og bætti svo við undir lokin: Mundu svo að hafa konu og hafa blóm."
Í lok pistils síns segir Sóley:
"Hið veglega boðskort, sem skreytt var með ljóði Þórarins Eldjárns um mikilvægi þess að yrkja og virkja, hefði betur verið skreytt með þessu ljóði eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur:"
Þegar allt hefur verið sagt
þegar vandamál heimsins eru
vegin metin og útkljáð
þegar augu hafa mæst
og hendur verið þrýstar
í alvöru augnabliksins
-kemur alltaf einhver kona
að taka af borðinu
sópa gólfið og opna gluggana
til að hleypa vindlareyknum út.
Ég fékk hugmyndina að fyrirsögninni úr þessu ljóði.
Mest jafnrétti á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 945805
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
Hvar væru allar helvítis karlremburnar án okkar?
Svar: þær væru ekki til, því það væri enginn til að níðast á og sýnast fyrir ef við værum ekki til. Mikið djöfull væri það gott á þá.
Þetta heyrði ég drukkna gamla konu í Stykkishólmi segja fyri allmörgum árum
Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2011 kl. 02:53
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2011 kl. 03:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.