Kennari í New York var að kenna bekknum um einelti og lét þau framkvæma smá æfingu. Hún fékk börnunum pappírsbút og sagði þeim að hnoða og kuðla og trampa svo á kuðlinu... og skemma eins og þau gætu, bara ekki að rífa niður.
Svo lét hún börnin breiða úr pappírnum og prófa að slétta krumpurnar, en ekki síst, virða fyrir sér hvernig þau hefðu skemmt pappírinn og gera sér grein fyrir hvað hann var orðinn óhreinn. Síðan sagði kennarinn börnunum að biðja pappírinn afsökunar. Hversu mikið sem börnin báðu pappírinn afsökunar og reyndu að laga það sem þau hefðu krumpað og óhreinkað, þá hurfu skemmdirnar ekki.
Kennarinn fékk börnin til að ræða og skilja að hvað sem þau reyndu eða vildu slétta og laga það sem þau hefðu gert við pappírinn, myndi aldrei lagast og búið væri að skemma pappírinn varanlega. Þetta væri einmitt það sem gerðist þegar einelti væri beitt gegn öðrum. Hversu oft sem gerandinn bæði fórnarlambið afsökunar, þá væru örin komin til að vera og fylgja fórnarlömbunum allt þeirra líf.
Upplitið á börnunum í bekknum sagði kennurunum að hún hafði hitt í mark.
Bókun byggð á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | 31.10.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 946214
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Fyrstu tuttugu dagar janúar 2025
- Er alþingi orðið aumingjastofnun?
- Fyrsti dagur Trumps í embætti
- Innsetningarræða Donalds Trumps 20. janúar 2025
- Nýr dagur í BNA, nótt á Íslandi.
- Hérna er fullt af góðum ráðum ætli fólk að rækta melónur. Fólk þarf ekki að kaupa fræin sérstaklega, heldur getur fólk notað fræin þegar að þið kaupið melónur út úr búð:
- Tvö stelpuskákmót
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FYRIR SIGUR ÍSLANDS...
- Herratíska : BOSS í sumarið 2025
- Inga Sæland – spilling frá a til ö
Athugasemdir
Þessi aðferð getur ekki annað en virkar enda er þessi líking kennarans dagsönn.
Hrikalegt að geta ekki upprætt þetta einelti fyrir fullt og allt.
Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, 31.10.2011 kl. 14:16
Já, þetta er einföld, ódýr og árangursrík kennsluaðferð. Takk fyrir kommentið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 14:26
Já þetta er aðferð sem myndi skila góðum árangri og aðalmálið þá kannski að taka eineltis umræðana reglulega fyrir mánaðarlega í umræðu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.10.2011 kl. 16:17
Frábær saga......................
Jóhann Elíasson, 1.11.2011 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.