Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar, var í viðtali á Rás 2 í morgun og gerði óspart grín að Húsvíkingum fyrir að hafa fagnað viljayfirlýsingu Landsvirkjunar og Alcoa um byggingu álvers á Bakka á sínum tíma.
Fyrirlitning þingmannsins í garð Húsvíkinga var sláandi þegar hann lýsti mannfagnaðinum á "Bauknum", sem mun vera krá í bænum, og sagði að "meira að segja setti fólk upp einhverskonar álgrímur í fögnuði sínum."
Svo talaði Mörður um (eins og fleiri andstæðingar virkjana og stóriðjuframkvæmda á svæðinu hafa gert að undanförnu), að Alcoa hafi haldið Húsvíkingum í gíslingu með óraunhæfum fyrirætlunum sínum og dregið fólk á asnaeyrum.
Það hefur ekkert strandað á Alcoa varðandi þetta verkefni, svo það er dálítið einkennilegt að sverta fyrirtækið og saka um svona alvarlega hluti.
Mikil undirbúningsvinna í verkefnið hefur verið lögð fram á undanförnum árum og hluta kostnaðar hefur Alcoa greitt. Nú lítur út fyrir að Landsvirkjun og Landsnet þurfi að endurgreiða Alcoa um 600 miljónir.
Vonandi þarf ekki að líta á þessu útgjöld sem glatað fé, heldur að þessi vinna nýtist "í eitthvað annað". Hvort að þetta "annað" verði jafn kröftug innspýting í samfélagið á svæðinu, verður tíminn að leiða í ljós.
En þangað til mun ástand stöðnunar og fólksfækkunar halda áfram og því er full ástæða til að votta Húsvíkingum samúð... á meðan stjórnarliðar í hinni norrænu velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar dansa af fögnuði á strætum höfuðborgarinnar.
Furða sig á að stjórnarþingmenn fagni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 19.10.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennaraâ⬦eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
Athugasemdir
Mörður Árnason þó hann sé félagi í LANDRÁÐAFYLKINGUNNI, þá er hann í rauninni VG maður og einhverra hluta vegna hefur hann bara villst yfir í "rangan" flokk. Sýna ekki viðbrögð stjórnarþingmannanna það svart á hvítu að ríkisstjórnarflokkarnir unnu á móti álversuppbyggingu frá degi 1 er þeir komust til valda??????
Jóhann Elíasson, 19.10.2011 kl. 09:50
Alcoa hefur haldið þessu máli í gíslingu frá 2006. Þú vilt væntanlega hafa það þannig áfram ??? En það sem rak þá til að taka ákvörðun var sú einfalda staðreynd að ekki var næg orka til afhendingar og átti að kosta of mikið fyrir þeirra smekk..... en það má svo sem leggjast í pólítískar skotgrafir og afflytja staðreyndir...ekki óalgengt á þessum bænum
Jón Ingi Cæsarsson, 19.10.2011 kl. 09:58
Ég heyrði ekki viðtalið við Mörð. En þeir sem eitthvða hafa komið nálægt gufuaflsvirkjunum hafa vitað allan tímann hversu fjarstæðukennd þessi áform voru. Þá eru Húsvíkingar búnir að hafa brasið í kringum Kröfluvirkjun fyrir framan sig í heil 35 ár og ættu því einnig að hafa haft einhverjar hugmyndir.
Verkfræðingur sem mikla reynslu hefur af byggingu álvera um allan heim, sagði mér að menn færu ekki af stað með fyrsta áfanga nema tryggt væri að allir 3-4 áfangarnir rísi einnig. Verkefni sem þessi séu svo" framhlaðin" að hagnaðurinn myndist ekki fyrr en á seinni áföngunum.
Þá verður af sömu ástæðu ekki heldur neitt álver í Helguvík. Athugið bara hvernig gengið hefur að afla orku á Reykjanesi að undanförnu.... holur boraðar og ekkert vatn undir þeim til að flytja orkuna upp á yfirborðið
Atli Hermannsson., 19.10.2011 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.