Lengi hefur verið í bígerð að reisa álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði og til stóð að kaupa slíka verksmiðju í heilu lagi frá Noregi og setja hana upp þar í bæ.
Við nánari skoðun virðast fjárfestum í verkefninu ekki hafa litist vel á að flytja hráefnið frá álverinu í Reyðarfirði, 60 km. leið yfir einn erfiðasta fjallveg landsins, Fjarðarheiði.
Ég heyrði af því ávæning um daginn á "Sammakaffi" að Seyðfirðingar héldu því fram að Reyðfirðingar væru nánast að stela hugmyndinni frá Seyðfirðingum.
Það getur varla verið rétt. Fjárfestarnir í verkefninu hljóta að staðsetja verksmiðjuna m.t.t. arðsemissjónarmiða.
Það eru gleðifréttir að verksmiðja af þessu tagi skuli yfir höfuð rísa á Íslandi og í raun merkilegt að það hafi ekki gerst fyrr.
Ætla að reisa álkaplaverksmiðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 14.10.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
Athugasemdir
Sæll Gunnar minn, jú jú það er rétt!! ég setti peninga í kapalverksmiðjuna en sé núna að huðmyndinni hefur verið"stolið" og það lá í loftinu allan tíman. Seyðfyrðingum sárvantar vinnu og þessvegna setti ég pening í þetta. Arðsemissjónarmið er með í för þar líka og nú verð ég að hugsa aðeins.
Eyjólfur Jónsson, 14.10.2011 kl. 12:24
En er það ekki frekar langsótt að Reyðfirðingar hafi "stolið" hugmyndinni?
-
En ég skil það samt mjög vel að Seyðfirðingar hafi orðið fyrir vonbrigðum með þróun mála.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 12:31
þetta er frekar stutt sótt held ég og getur varla verið styttra hahaha
Eyjólfur Jónsson, 14.10.2011 kl. 12:48
Hreinn þjófnaður á anda Fjarðabyggðar
Einar Bragi Bragason., 14.10.2011 kl. 13:34
Eyjólfur ekki setja peninga í þetta ....við finnum eitthvað annað hér á Seyðisfirði.....
Einar Bragi Bragason., 14.10.2011 kl. 13:36
Hvað áttu við Einar Bragi, "Hreinn þjófnaður í anda Fjarðabyggðar"?
-
Ég skil þetta ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 13:50
Nú viss hópur í Fjarðabyggð má ekki sjá neitt dafna á Seyðisfirði....álkappladæmið og Skemmtiferðaskipin
Einar Bragi Bragason., 14.10.2011 kl. 14:17
Hvaða Reyðfirðingur "stal" álkaplaverksmiðjunni?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 15:09
Jón Jónsson í Jónsgötu.....auðvitað engin einn....en það er furðulegt að við megum ekki vinna í friði í vissum Verkefnum án þess að það sé potað í okkur úr Fjarðabyggð.....ekki gleyma að við stóðum með ykkur í Álversmálunum....
Einar Bragi Bragason., 14.10.2011 kl. 15:19
Ráða fjárfestarnir í þessu dæmi ekki hvar þeir vilja setja niður verksmiðjuna? Er einhver Reyðfirðingur í því dæmi?
-
Og þetta með ferjuna... það var einn Reyðfirðingur sem hafði orð á því að það væri betra að hafa hana á Reyðarfirði. Ég held að það hafi nú verið sagt í bríaríi og enginn sérstakur vilji hjá neinum að gera eitthvað í því. Aðstaðan fyrir ferjuna er til staðar á Seyðisfirði og því verður varla breytt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 16:10
Er ekkert að meina ferjun.......Fjarðabyggð er að vinna í að fá Skemmtiferðaskipin til sín en Seyðisfjörður og Djúpivogur hafa verið í þeim síðastliðin 10 ár.
Held að menn í þínum fjörðum eigi frekar að vinna í sínum hugmyndum en annara.
Einar Bragi Bragason., 14.10.2011 kl. 16:28
Er ekki einhver víra framleiðsla nú þegar í álverksmiðjunni á Reyðarfirði?
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 16:31
Jú, en þetta eru einhvernveginn öðruvísi vírar
-
Ok, saxi, þú ert sem sagt að meina að vegna þess að þið og Djúpivogur hafið fengið skemmtiferðaskip í 10 ár, þá eigi Fjarðabyggð að láta þetta eiga sig.
-
Er þetta almennt viðhorfið á Seyðisfirði?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 17:01
Það reynir hver að bjarga sjálfum sér, það er eðlilegt. Eru einhver undirboð í gangi? Er verið að reyna að ná af ykkur akkúrat þeim skemmtiferðaskipum sem hafa vanið komur sínar á Seyð og Djúpav.?
-
En enn og aftur, það hljóta að vera þeir sem fjárfesta í hlutunum, sem ráða því hvernig þeir haga hlutunum. Ef forsvarsmönnum skemmtiferðaskipanna líst betur á Reyðarfjörð en Seyðisfjörð, þá er varla við Reyðfirðinga að sakast.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 17:06
Hef nú engar áhyggjur af Skemmtiferðaskipunum skiljanlega....en bara það að það sé alltaf verið að stinga okkur í bakið frá vissum stað nægir.......ekki gleyma að við höfum staðið með Fjarðabyggð í mörgu.....og já þetta fer að verða almennt viðhorf hér.....Ég fer meira og meira að aðhyllast frekari samstarfi við Héraðsmenn...
Einar Bragi Bragason., 14.10.2011 kl. 17:24
Heldurðu að þeir verði blíðari við ykkur?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 17:37
veit ekki en vonandi :)
Einar Bragi Bragason., 14.10.2011 kl. 18:12
Það er eðlilegt að Seyðfirðingar séu ekki sáttir við þessa þróun mála, en þeir ættu þá að beina spjótum sínum að forsvarsmönnum viðkomandi fyrirtækis en ekki að íbúum Fjarðabyggðar.
Það hefur löngum verið þannig hér fyrir austan að það er rótað í garði nágrannans og úr honum tekið það sem hægt hefur verið að ná í stað þess að standa vörð um það sem fyrir er á hverjum stað.
Sumir vinna að því leynt og ljóst að ná Fjórðungssjúkrahúsinu frá Norfirði í stað þess að standa vörð um það sem við þó höfum þar, hvernig var með Kaupfélagið sáluga sem flutti allt sitt frá Reyðarfirði, líka skipaafgreiðsluna þó svo að ekki legðust skip að bæjarbryggjunni á Egislstöðum.?
Það má auðveldlega færa fyri því rök að Ferjusiglingum til Evrópu væri betur fyrirkomið á Reyðarfirði eða Eskifirði en við eigum ekki að einu sinna að ræða þann kost, heldur standa vörð um hana þar sem hún er og berjast fyrir tengingu byggða með samgöngubótum, og besti kosturinn í því væri auðvitað að fara frá Eskifirði um Norfjörð í gegnum Mjóafjörð til Seyðisfjarða.
Þá skiptir engu máli hvort að kaplaverksmiðjan verður hér eða á Seyðisfirði, nema´jú að fasteignagjöldin myndu ekki renna í vasa sveitarfélagsins en atvinnulega séð væri þar ekki neinn munur á.
Samgöng er það sem þarf til að klára þetta mál svo að gott verði.
Eiður Ragnarsson, 14.10.2011 kl. 18:44
Hei Eiður, bíddu nú aðeins við. KHB, hvað þýðir það. Kaupfélag Reyðarfjarðar? Nei aldeilis ekki. KHB þýðir Kaupfélag Héraðsbúa stofnað að Skeggjastöðum í Fellum 1909. Ekkert óeðlilegt við að aðalskrifstofan sé á Héraði.
Benedikt V. Warén, 14.10.2011 kl. 18:54
Ég er ekkert að fara með peningana mína til Reyðarfjarðar þar sem ég hef upplýsingar sem gjörbreita öllu dæminu. Og þetta með skemmtiferðaskip snarbreytist þá líka um leið og þessar áætlanir koma í dagsljósið. Ég setti peningana á réttan hest þó hann væri vitlausumeginn við hliðið.
Eyjólfur Jónsson, 14.10.2011 kl. 19:08
Heyr Eyjólfur ánægður með þig......
Einar Bragi Bragason., 14.10.2011 kl. 19:33
Benedikt, Þó KHB hafi verið stofnað á Héraði, þá voru aðalstöðvar kaupfélagsins nánast frá upphafi á Reyðarfirði, enda ekkert þéttbýli á Héraði fyrr en hálfri öld eftir stofnun KHB. Auk þess komu öll aðföng til KHB í gegnum Reyðarfjörð. KHB hefði aldrei orðið til, eða a.m.k. verið andvana fætt, ef ekki hefði verið fyrir Reyðarfjörð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 20:34
Eg skil nu ekki alveg tetta med stadsetninguna a ferjunni,en aftur a moti se eg ekkert oedlilegt i ad ef ad teir geta fjarmagnad tetta tarna a Reydarfirdi ad teir geri tad,tvi ekki er hægt ad ætlast til ad fjarfestar bydi ja hvad leingi 1 ar eda 10ar??af tvi vid gatum ekki skaffad peningana og held vid ættum frekar ad beina spjotum okkar ad tessum fjarfestingarsjodi sem hoppadi fra a sydasta augnabliki og virdist eingaungu hafa verid stofnadur til ad fjarfesta i 101 RVK,eda Rikisstjornini sem ekki gat skaffad tessar fau miljonir sem virtist vanta en ad Reydfirdingum,og hef eiginlega hvergi sed utskiringar a tvi af hverju teir hættu vid???er ekki komin timi til ad leggja nidur tessa helv.. hreppa politik og reina ad fa jardgaung ta væru tessi vandamal ur søgunni
Þorsteinn J Þorsteinsson, 15.10.2011 kl. 13:52
Gaman að sjá að þessi gamli og góði "hrepparígur" skuli enn lifa góðu lífi. EN (hóst-hóst) má ég, Norð-Vestan maðurinn minna ykkur þarna fyrir austan á að eftir Kárahnjúka og Álverið í Reyðarfirði væruð þið (austfirðingar) komnir á græna grein, smjör drypi af hverju strái, blóm í haga og framtíðinn björt, og s.fr. og s.fr. og s.fr........
Þið áttuð jafnvel að geta stofnað ykkar eigið Ríki þarna fyrir austan og þyrftur ekkert að vera upp á skrílinn frá oðrum landsfjórðungunum kominn, þið fenguð ALLT sem þið vilduð, en er það ekki nóg, man ekki númerið hjá vælubílnum,en ég hef upp á því og sendi hann til ykkar.
Dexter Morgan, 16.10.2011 kl. 00:50
Seyðfirðingar fengu því miður lítið af smjörinu og því eru stráin þar bæði þurr og visin.... eiginlega bara sina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2011 kl. 03:50
Dexter,tegar eg fæddist ta voru bædi Seydisfjørdur og Reydarfjørdur a Austurlandi??en landakortid er kanski ødruvisi hja ter en okkur hinum tetta er tvi ekki spurning um væl heldur er verid ad tala um legu a verksmidju eg mundi nu ekki hafa hatt um væl,ef eg væri NV(ekki okkur ad kenna ad tid gatud ekki haldid i kota og annad),en vardandi sjalfstædi ta væri tad ekki vandamal,to ad tad verdi aldrei raunhæft tvi mydur enda afar stor hluti utflutningstekna tjodarinnar fra Austfjørdum midad vid høfda tølu og hægt er ad lesa um tad i ymsum skyrslum.
Þorsteinn J Þorsteinsson, 16.10.2011 kl. 10:51
Seyðfirðingar fengu því miður lítið af smjörinu og því eru stráin þar bæði þurr og visin.... eiginlega bara sina. ...ertu ekki að grínast......hér blómstrar Menningar og listalífið...tala ekki um ferðamennskuna og margar hugmyndir í gangi sem verða vonandi ekki eyðilagðar af Framtakssjóði og hugmyndasnauðum fjörðum....þetta er einmitt hugarfar þinna manna
Einar Bragi Bragason., 16.10.2011 kl. 15:12
Einar.
Þú veist að þeir félagar, Gunnar og Eiður eru bestir í leðjuslagnum.
Mannstu annað sveitarfélag hefur beitt sér jafn hatrammlega gegn öðru í samgöngumálum, eins og Fjarðabyggð? Bara til að eitt dæmi sé nefnt, - Öxi.
Svo ert þú og þínir ævinlega velkomnir í samstarf með Héraði. Það er Fjarðabyggð einnig, þegar þeir ná áttum og hætta að vera eins og verkfræðinganir, - að míga stöðugt upp í vindinn.
Benedikt V. Warén, 16.10.2011 kl. 17:27
Jú, Einar, þetta var nú létt grín. Ég er sammála því að menningin blómstrar á Seyðisfirði, flottur staður.
-
Hugmyndir um heilsársveg um Öxi er barnalega vitlaus og verður aldrei að veruleika. Að laga hann eitthvað er allt annað mál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2011 kl. 18:38
Fjarðabyggð styður hugmyndir um "Samgöng" og tengja þannig Seyðisfjörð við Fjarðabyggð og Hérað, en að eyða miljörðum í Öxi yrði einungis til að slá þeirri arðsömu framkvæmd á frest.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2011 kl. 18:41
Ef barátta Fjarðabyggðar væri fjáhagslegum grunni eingöngu Gunnar, væri jafnvel hægt að fyrirgefa ykkur baráttu ykkar sem "barnslega". En þegar krafan er um færslu þjóðvegar eitt um firði bætist við, verður hún jafnframt "vitlaus".
Tölur sýna meiri umferð um þjóðveg 939 Öxi en þjóðveg 1 Breiðdalsheiði, - á ársgrundvelli.
Auðvita væri best að fá göng strax undir Öxi. En það vita hins vega allir að "er barnalega vitlaus" vænting. Nógu illa gengur að fá Norðfjarðagöng, sem þó er nú þegar búið að samþykkja á Alþingi.
Fjarðabyggð væri ef til vill, af stórlæti sínu og ljósi þess, sem það hefur fengið í fyrirtækjum, höfnum, vegaframkvæmdum og jarðgöngum, til í að gefa eftir forgangsröðina og afsala sér þeim fjármunium í jarðgöng undir Öxi.
Þá værum við að tala saman.
Ps. Hvað voru Reyðfirðingar að bardúsa áður en bræðurnir Wathne og KHB fundu plássið?
Benedikt V. Warén, 16.10.2011 kl. 20:50
Árið 2008 var meðal umferð um Öxi, 81 bíll á dag og um Breiðdalsheiði, 41 bíll á dag. Þetta gerir samtals 122 bílar á dag að meðaltali! Það eru mörg verkefni sem eru meira aðkallandi í vegakerfinu.
Nánast engin umferð er um þessa vegi yfir vetrarmánuðina. Landflutningafyrirtækin hafa gefið út þá yfirlýsingu að þau muni ekki nota þessar leiðir á veturna þá eytt verði miljörðum í vegabætur (og þá er eftir kostnaður vegna vetrarþjónustu)
Á sumrin er um helmingur bílanna erlendir.
-
Meðal umferð um Oddskarð á dag á ársgrundvelli, er um 500 bílar á dag. (Fagradal um 1000 bílar á dag)
-
Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2011 kl. 21:52
Góður á Gúgglinu Gunnar. Þú hefðir þá geta nefnt það í sömu andránni að sumardagsumferðin um Öxi árið 2008 voru184 bílar á sólahring með toppinn upp á 359 bíla.
Þetta var árið 2008 og það var engin vetrarþjónusta á Öxi eins og á Fagradal og Oddskarði. Því er samanburðuri þinn eins og hjá Ómari Ragnarssyni þegar hann er að fjasa um fækkun á Austurlandi, þrátti fyrir virkjanir og álver. Leitt að þú skulir falla í sömu gryfjuna.
Þetta sýnir einnig svart á hvítu, að ekki er glóra að svo komnu máli, að berjast fyrir jarðgöngum á þessum tímapunkti. Að fara fram á jarðgöng núna er bara til þess eins að slá öllum vegaframvæmdum af. En þetta veistu auðvitað mætavel, en í mótmælunum ykkar gegn Axarvegi er það einmitt tilgangurinn sem helgar meðalið.
Fyrirhugaðar endurbætur á Axarvegi munu hins vegar leggja inn í talningarlíkan allt aðra mynd og margfalt hærri umfeðartölur og eftir um 10-20 ár geta menn sýnt fram á þörfina fyrir jarðgöng. Þau gætu sem best komist á dagskrá eftir um 25 ár, sem hvað ég best veit, er það einmitt afskriftartími vega í þjóðvegakerfinu.
En burt séð frá öllu framansögðu og það sem veldur mér mestri depurð í allri þessari umræðu, hversu harkalega eitt sveitarfélag vegur að öðru, þegar kemur að samgöngubótum. Samgöngubótum sem sannanlega hefur í för með sér styttingu í vegakerfinu og þar af leiðandi sparnaði bæði í tíma og kostnaði.
Benedikt V. Warén, 16.10.2011 kl. 23:48
"Sérfræðingar" Vegagerðarinnar hafa farið yfir allar þessar umferðartölur í réttu samhengi og þeir segja að það sé glórulaust að REYNA að gera Öxi að heilsársvegi.
-
Þetta hef ég rætt við verkfræðinga (já, fleiri en einn) hjá Vegag.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2011 kl. 23:52
"Sérfræðingar" þínir eru eins og "kona í vesturbænum" ekkert mark á þeim takandi.
1) Er ekki jafn glórulaust að gera göng á Norðfjörð og veg yfir Öxi? Er ekki betra að færa starfsemi sjúkrahússins, eins og Eiður nefnir?
Setjum hlutina í samhengi. Skiptu í huganum út fjórðungssjúkrahúsi fyrir fjórðungsbensínstöð. Ef þú ætlar á Akureyri, þætti þér þá ekki umhendis að fara fyrst á Norðfjörð til að taka bensín, í stað þess að fylla á einhversstaðar á leiðinni Reyðarfjörður - Akureyri.
2) Það er líka hægt færa og byggja upp fiskvinnsluna t.d. á Fáskrúðsfjörð, - þeir eru með jarðgöng.
Auðvitað er svarið "NEI" við 1 og 2. Það þarf að bæta samgöngur í fjórðungnum, ekki bara í Fjarðabyggð. Það er númer eitt-tvö-og-þrjú. Merkilegt hvað það er erfitt að kyngja því.
"Sérfræðingar" HUH!?!
Benedikt V. Warén, 17.10.2011 kl. 00:39
Það er mikill munur á arðsemi Norðfjarðarganga og Axarvegi eins og umferðartölurnar sýna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2011 kl. 10:22
Áætlaður kostnaður við Norðfjarðagöng er 10 milljarðar / 500 bílar á sólahring gera um 20 milljónir á bíl. (Upplýsingar GTH hér að ofan)
Áætlaður kostnaður við Öxi 2.9 milljarðar / 184 bílar á sólahring gera um 16 milljónir á bíl. ( Umferðatölur Vegagerðin 2008)
Við endurbætur á Öxi mun umferðin aukast verulega, en trúlega talsvert minna um ný göng á Norðfjörð.
Ps. Láttu svo laga ranga fullyrðingu á heimasíðu Fjarðabyggðar um að KHB hafi verið stofnað á Reyðarfirði 1909.
Benedikt V. Warén, 17.10.2011 kl. 13:35
Áætlaður kostnaður við Öxi, miðað við að ÖLL umferð um Breiðdalsheiði fari um Öxi (þar er og hefur verið vetrarþjónusta) á hvern bíl (122) er tæplega 24 miljónir. Þá er ótalinn vetrarþjónusta sem verður skelfilegur höfuðverkur og rándýr.
-
Umferð um Öxi mun EKKI aukast verulega yfir sumarmánuðina og fólk og fyrirtæki mun notast við firðina á veturna þegar veður eru válynd.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2011 kl. 14:59
Gunnar. Það er ekkert sem styður þessa síðustu athugasemdir þínar um erfitt og kostnaðarsamt vetrarviðhald og um að sumarumferð muni lítið aukast.
Nú ertu farinn að stinga hausnum í steininn, svo vitnað sé í nýtt máltæki.
Benedikt V. Warén, 17.10.2011 kl. 17:35
Ætlarðu að auka heildar umferð um Austurland með nýjum Axarvegi??
Sennilega verður þetta minna en 122 bílar á dag, því einhverjir halda áfram að fara Breiðdalsheiði, t.d. Breiðdælingar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2011 kl. 18:20
Rosalega ertu orðinn grunnur. Allt bit er farið úr rökunum þínum? Ekki var það beysið fyrir.
Benedikt V. Warén, 17.10.2011 kl. 18:59
Þetta eru ekki mín persónulegu rök. Þetta eru rök Vegagerðarinnar.
Svo vil ég biðja þig að fara með dónaskap þinn eitthvert annað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2011 kl. 19:58
Afsakaðu, - en það var ekki ásetningur að móðga þig.
Í aðdraganda virkjunarinnar við Kárahnjúka stigu fram virtir vísindamenn og vöruðu við framkvæmdum. Þeir komu fram undir nafni. Því finnst mér, að ef vitnað er í einhverja fræðinga, verður það að vera betur byggt undir það en viðtal við ótilgreinda fræðiga.
Verkfræðingar Vegagerðarinnar hafa hannað veginn yfir Öxi og hafa lagt heiður sinn að veði og því finnst mér að lítð sé gert úr þeirra vinnu að vitna í einhverja "huldumenn".
Þetta voru mín síðustu orð hér undir þessum lið, - vonandi.
Benedikt V. Warén, 17.10.2011 kl. 23:38
Ekki hætta :) gaman að fylgjast með þessu
Einar Bragi Bragason., 18.10.2011 kl. 11:40
Það er svo erfitt að rökræða við fólk sem er fyrirfram búið að afgreiða hlutina.
-
Þegar Vegagerðin er beðin um að athuga veglagningu á nýju vegstæði m.t.t. kostnaðar og annars sem því fylgir, þá þarf hún að sjálfsögðu að hafa einhverjar forsendur. Það gerir hún með því að hanna veginn og reikna út skeringar og efnisflutninga. Sú vinna sem Vegagerðin innir af hendi varðandi þetta, hefur ekkert með mat hennar á því að gera, hvort viturlegt sé að ráðast í framkvæmdina eða ekki.
-
Það verður aldrei ráðist í það verk að gera Öxi að heilsársvegi, nema annarleg pólitísk sjónarmið ráði för.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2011 kl. 20:17
Það virðist fara afar lítið fyrir náungakærleik þarna í Álbúabyggð...
Daus (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 17:00
Leðjuslagur.. Já það má sjálfsagt segja það en ég tel þvert á móti að ég hafi ekki staðið í slíku.
Ég hef varið baráttu Seyðfirðinga fyrir sinni verksmiðju þegar sveitungar mínir margir hverjir töldu að við ættum einfaldlega að fara og sækja han og planta henni á Reyðarfirði. Ef Seyðfirðingar hafa frumkvæði af slíku þá eiga þeir að njóta þess samanber Norrænu og Framtakssjóðurinn ætti að skammast sín fyrir að draga sig út úr þessu verkefni.
Hinsvegar geta bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð ekki sagt nei við þá sem sækja um lóðir og sagt þeim að fara á Seyðisfjörð.. það hlýtur hver heilvita maður að sjá og skilja...
Varðandi Kaupfélagið, þá er fullkomlega eðlilegt að kaupfélagið hafi fært hluta af sinni starfsemi til Héraðs en ekki skipaafgreiðslu og ýmislegt fleira sem átti betur heima við hafnarkanntinn.
Hvað varðar Axarveg þá er ég nú eiginlega hættur að tjá mig um hann þar sem mínum orðum er yfirleitt snúið upp í andhverfu sína þegar að þeirri umræðu kemur. En örstutt samt
Axarvegur er í 520 metra hæð yfir sjó, og mér finnst það vera tímaskekkja að byggja upp veg í þeirri hæð yfir sjó, á sama tíma og við (sveitarstjórnarmenn á austurlandi) ályktum um öll möguleg og ómöguleg göng til að bæta heilsárssamgöngur...
Ég skil mjög vel að menn vilji þennan veg betri en hann er í dag, en það breytir ekki því að fjallvegir af þessu tagi eru í mínum huga tímaskekkja í það minnsta sem tæplega 3 milljarða heilsársvegur.
Ég biðst afsökunar á því að hafa aðrar skoðanir um þennan mæta veg en aðrir, ég nota hann ekki minna en margur annar og finnst virkilega gaman og fallegt að keyra hann á góðum degi, en ég er bara ekki sannfærður um ágæti þess að eyða þetta miklum peningum í veg af þessu.
Sé ég kallaður illum nöfnum fyrir vikið þá verður bara að hafa það en ég hef reynt að vera málefnalegur í þessari umræðu en vissulega hef ég stundum misst mig í vitleysu eins og menn geta alveg séð á mínu bloggi, og er það miður, en stundum finnst manni að manni vegið og þá bítur maður frá sér.
Góðar stundir.
Eiður Ragnarsson, 20.10.2011 kl. 18:03
Og eitt enn... Varðandi fjórðungssjúkrahús okkar Austfirðinga... Við skulum gera okkur grein fyrir því að það verður einungis flutt á tvo staði verði það einhverntíman flutt, og þeir staðir heita ekki Reyðarfjörður eða Egilsstaðir...
Ef við stöndum ekki vörðu um það sem við þó höfum á Norfirði, þá verður það einungis flutt suður til Reykjavíkur eða norður á Akureyri..
Þessvegna hef ég talað fyrir því að menn standi vörðu um það sem fyrir er á hverjum stað eins og t.d. Norrænu á Seyðisfirði..
Eiður Ragnarsson, 20.10.2011 kl. 21:16
Mörg ykkar þarna í Álbúabyggð eruð ekki góðir grannar, góðir grannar valta ekki yfir nágrannan ! Það er oft ansi mikill yfirgangur að hálfu Fjarðabyggðar nú í seinni tíð og er það miður og vont að nágrannar geti ekki unað við sitt í sátt og samlyndi. Og af hverju eiga aðrir að standa svo með ykkur um Norðfjarðargöng o.fl á meðan þið reynið að reyta fjaðrirnar af nágrönnum ykkar eins og með þessa álkaplaverksmiðju ? Ég er hættur að styðja Norðfjarðargöngin eftir þetta.
Daus (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 11:01
Hvað var það nákvæmlega sem Fjarðabyggð átti að gera, eða ekki gera, í sambandi við álkaplaverksmiðjuna? Neita þeim um lóð við hliðina á álverinu og Launafli, sem kemur til með að þjónusta verksmiðjuna?
-
Af hverju getið þið ekki svarað þessu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2011 kl. 13:16
Gunnar JÁ það hefði sýnt okkur stuðning........
Einar Bragi Bragason., 22.10.2011 kl. 20:53
Það er auðvitað út í hött, Einar. Slíkt hefði farið í heimsfréttirnar og bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefði fengið Nóbelinn fyrir heimsku.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2011 kl. 22:09
Nei fyrir Drengskap :)....en það orð er ekki til í orðaforða Bæjarstjórnar F.Byggðar
Einar Bragi Bragason., 23.10.2011 kl. 17:55
Eg er nu Seydfirdingur, en verd ad seigja ad eg er ter alveg sammala Gunnar,audvitad er ekki hægt ad neita fjarfestum um lod,og ekki hægt ad krefjast tess i tvi sem a ad kallast lydrædisriki ad menn haldi ad ser høndum endalaust i einu bæjarfelagi bara af tvi ødru bæjarfelagi ekki tekst ad fjarmagna hugmindina,en tad er alveg ljost ad tessi framtakssjodur er eingaungu fyrir 101Rey,og tannig er tad bara,en aftur a moti er hann treitandi tessi hrepparigur tegar eg var ad alast upp ta var alt sem misforst Neskaupstad og Ludvik ad kenna,en nu hefur tetta heldur stækkad og heitir Fjardabygd i stadin.
Þorsteinn J Þorsteinsson, 25.10.2011 kl. 12:23
Takk fyrir innleggið, Þorsteinn
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2011 kl. 14:39
Eigum við Seyðfirðingar endalaust að plægja akurinn fyrir Fjarðabyggð ég bara spyr og auðvitað getað þeir neitað ef þeir vilja....þegar ég flutti hingað voru Norðfirðngar okkar bestu vinir og eru enn .....það er bara eins og menn hafi fengið Stórmennskubrjálæði við þessa sameiningu..........
Einar Bragi Bragason., 26.10.2011 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.