Við Gullna hliðið

Nýlátinn maður stóð við Gullnahliðið og Lykla Pétur bauð honum strax inn fyrir. Maðurinn var ekki alveg viss, því hann hafði heyrt að það væri frekar leiðinlegt í Himnaríki ... bara rólegheit og hörpuspil, en mikið fjör í Helvíti... vín og viltar meyjar.

Hann spurði því Lykla Pétur hvort hann mætti ekki bara kíkja rétt inn fyrir hliðið og skoða sig um áður en hann tæki ákvörðun um hvort hann vildi inn eða ekki. Lykla Pétur sagði það ekkert mál og maðurinn fer inn í Himnaríki.

Þegar inn er komið taka á móti honum þrjár naktar fegurðardrottningar og leiða hann um ótrúlega fallegt umhverfi. Pálmatré og falleg strönd, yndislega hlýtt og þægilegt loftslag og nakið fólk í ástarleikjum, hvert sem litið var. Og ekki nóg með það, heldur voru mun fleiri konur en karlar og allar voru þær einstaklega fallegar og sumar gengu um með bakka með glösum af kampavíni og ávöxtum og skenktu elskendum á milli ástarleikja.

Maðurinn fer aftur til Lykla Péturs og segir glaður í bragði að hér vilji hann vera og hvergi annarsstaðar.

faces_45Þegar Lykla Pétur er að skrá hann inn, situr maður hágrátandi rétt við hliðið. Hinn nýlátni maður spyr Lykla Pétur hvað sé að manninum.

Lykla Pétur svaraði: "Æ, þetta er hann Páll Arason, ferðamálafrömuður á Bugi í Hörgárdal, sem ánafnaði safninu reður sinn á sínum tíma."

stóll fyrir kk

Svona er stólarnir fyrir karla hannaðir í Himnaríki.


mbl.is Safnið flutt með fullri reisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Góður þessi! 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 11.10.2011 kl. 23:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er betra að gera ekkert í fljótfærni............

Jóhann Elíasson, 12.10.2011 kl. 09:02

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þetta var óttalegt bráðræði í karlinum

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2011 kl. 09:17

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður..Má til að skella þessu inn á FB..Má ég það ekki?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.10.2011 kl. 10:15

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú, gjörðu svo vel

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2011 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband