Amazing Grace, Friðrik Karlsson

Árgangur 1960 úr Austurbæjarskóla var með "reunion" um síðustu helgi.

Um 50 manna hópur af um 160 í árganginum, hittist í skólanum kl. 17.00. Ræðuhöld og myndasýning var í samkomusalnum og að því búnu var farið í skoðunarferð um skólann. Ekkert hefur breyst og það var hálf súrealískt að labba um húsið, eftir tæplega 40 ára fjarveru, eða eins og einhverjir í hópnum sögðu; "Þetta var tilfinningaþrungin stund".

Um kvöldið var veisla í Rúgbrauðsgerðinni og Friðrik Karlsson, einn úr árganginum, tók nokkur lög og Bára Grímsdóttir söng með honum ein tvö lög.

Hér er Frissi í góðum fíling í Rúgbrauðsgerðinni á laugardagskvöldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband