Myndir af Suðurlandi

Ég var á ferð í höfuðborginni um helgina og keyrði suðurleiðina, heim á Reyðarfjörð. Þess má geta að nánast er jafnlangt frá Rvík til Reyðarfjarðar, hvort sem farin er norður eða suðurleið. Ef ég man rétt er norðurleiðin um 15 km. styttri, en þó er hún ívið seinfarnari, því suðurleiðin er láglendisleið, ef undan er skilin Hellisheiðin.

Ég tók slatta af myndum á leiðinni og skelli nokkrum hér á bloggið.

123

Rústir Eden í Hveragerði

124

Það er skrítið að horfa þarna yfir Crying

138

Töluvert brim var í Vík í Mýrdal. Það er ótrúlega stutt frá söluskálanum til sjávar... og styttist enn. Þessi útlendingur mundaði vél sína, líkt og ég.

143

Fleiri bættust í hópinn. Þó brimið væri máttugt og hávaðinn mikill, var nánast logn.

141

Þrídrangar. Vantar ekki einn "dranginn" í súpugatið?

162

Lómagnúpur hefur alltaf heillað mig. Þarna er farið að skyggja og ég þurfti að nota þakið á bílnum fyrir þrífót. Öræfajökull í baksýn.

176

Tekið í vesturátt frá Lómagnúpi. Í hvaða vatni er spegilmyndin?

Ekkert vatn... svart þakið á bílnum. Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband