Lítum á þróun álverðs, undanfarna daga, vikur, mánuði og ár. Efsta myndin er álverð sl. þriggja ára, svo kemur sl. 6 mánaða og að lokum síðustu 15 daga.
Ég sé ekki að þessi þróun sé tilefni fréttarinnar. Reyndar hefur álverð farið hækkandi síðustu daga, en búast má við frekari lækkunum á hrávörumarkaði, ef spádómar um frekari kreppu rætast á næstunni.
Landsvirkjun gerir orkusölusamninga við álfyrirtækin, tengda heimsmarkaðsverði á áli en einnig einhverju meðaltalsverði á rafmagni í heiminum. Slíkt fyrirkomulag minnkar áhættu LV en tíminn einn mun leiða í ljós, hvor leiðin er hagkvæmari.
![]() |
Verð á áli lækkar hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 10.10.2011 (breytt kl. 13:18) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 946584
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll félagi,
Það kemur nú svo margt skrítið úr kýrhausnum moggans að það væri að æra óstöðugann að elta það allt uppi;) Oft eru fréttamiðlar á Íslandi dögum, vikum og stundum mánuðum á eftir með "nýjar" fréttir. Man ekki hvað ég rakst á fyrir ca 3 vikum síðan sem var sagt frá eins og nýju neti en kom upp úr dúrnum að hafi skeð í Júlí;)
Álverð hefur verið tiltölulega hátt undanfarið. Ég skoðaði þróunina síðan 1989 (infomine hefur ekki gögn lengra aftur) og verðið núna er svipað og það var í kringum 1990. Frá 1990 - 2005 var það lægra en það er nú og eins 2008-2010.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 10.10.2011 kl. 18:04
Sæll, Arnór.
Já, ég held að álkaupmenn geti verið nokkuð sáttir í dag. Þegar samningar voru gerðir við Fjarðaál (Alcoa) árið 2003 var álverð í kringum 1.400$ á tonnið. Núna er það 2.170$.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2011 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.