Við fórum saman fern hjón frá Reyðarfirði til Akureyrar í menningarferð um síðustu helgi. Við höfðum keypt okkur miða í "Samkomuhúsinu" á sýninguna "Ný Dönsk- Í nánd". Frábær sýning og mikil stemning í húsinu.
Við gistum á Hótel KEA og þar gistu einnig þeir Nýdanskrarmenn, Jón Ólafs og Stefán Hjörleifsson, "stærsti gítarleikari í heimi". Við horfðum á síðustu umferðina í íslenska boltanum, á laugardeginum fyrir sýningu, með þeim félögum í setustofunni á 2. hæð hótelsins.
Jón var skrafhreifinn og skemmtilegur eins og hans er von og vísa og spurði okkur hvaðan við værum. Við sögðum honum það og þá spurði hann hvað við værum að gera til Akureyrar, "Nú, til að sjá ykkur", sagði ég og það fannst honum gaman að heyra.
Jón sagði okkur að í upphafi álvers og virkjunarframkvæmda eystra hefði hann verið frekar á móti þeim og hafði skoðanir sínar og upplýsingar að mestu frá fólki úr 101 Reykjavík. Sú skoðun hans breyttist þegar hann var á ferð í Fjarðabyggð síðar, eftir að álverið var komið í gang. Hann spjallaði við fólk á svæðinu og komst að því hversu mikilvægt þetta væri allt saman fyrir íbúana.
Stuttu síðar birtist Bubbi Morthens og heilsaði upp á þá félaga, Jón og Stefán. Jón kynnti okkur fyrir Bubba og sagði honum að við værum Reyðfirðingar. Þá segir Bubbi: "Álvershobbitar frá Reyðarfirði". Tónninn í þessu ávarpi hans til okkar var frekar súr, svo einn okkar fór eitthvað að reyna að rökræða þetta við hann. Bubbi breytti þá snarlega um umræðuefni og fór að tala um kvótamál.... Alla ríka frá Eskifirði, Didda son hans o.fl. í þeim dúr.
Óskaplega dapurlegt hjá blessuðum manninum, sem kennt hefur sig við vinnandi verkalýð.
Jón og Stefán í setustofunni á Hótel KEA
Flokkur: Menning og listir | 8.10.2011 (breytt kl. 14:07) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 946587
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Konudagatal
- Sköpunarsaga Biblíunnar, Genesis kemur frá norrænu fólki sem var til fyrir 8000 árum, Biblían, menning gyðinga stórmerkileg þar með einnig. Við getum því hætt að hafa minnimáttarkennd
- "ER HÚN FULL KERLINGIN - EÐA GLEYMDI HÚN AÐ TAKA LYFIN SÍN "????
- Sex hundruð milljónir árlega
- Byrlunarmál ofl! Er ekki komið NÓG?
- Örlagatímar fyrir Úkraínu
- "Þrír Dagar urðu að þremur árum"
- Við erum ekki lengur félagasamtök
- Snöggar hitasveiflur
- Genabreyttar kattastelpur síðan 1962
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Íslenskukennsla verði lögfest
- Þjóðin bregst við: Djöfull elska ég VÆB
- Guðrún: Við þurfum að endurheimta traust
- VÆB vann Söngvakeppnina
- Mæla ekki með því að borga
- Sýni að Evrópuríki séu að styrkja sig
- Endurgreiðslur yfir sex milljarðar
- Stór skjálfti í Bárðarbungu
- Tengslin hófust með barnsráni
- Ég er ekki lunkin í tamílsku
Erlent
- Hryðjuverk íslamista að sögn Macrons
- Trump rak æðsta yfirmann bandaríska hersins
- Páfa gefið blóð
- Mæri og Raumsdalur skáka Róm
- Hnífstunguárás í Frakklandi: Einn látinn og fimm sárir
- Áætlun árásarmannsins var að drepa gyðinga
- Segja börnin hafa verið drepin með berum höndum
- Lík Shiri Bibas komið til Ísrael
- Trump vildi ekki kalla Pútín einræðisherra
- Stunguárás við minnisvarða um helförina
Athugasemdir
Er ekki þessi framkoma Bubba við fólk út á landsbyggðinni dæmigert fyrir monthana frá Reykjavík.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 17:02
Jú, ætli það ekki
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2011 kl. 02:09
Ég þoli ekki svona monthana frá Reykjavík sem halda að sólin snúist um þá eina, en hvernig eru monthanar frá Reyðarfirði?
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 16:50
Sálunum svipar saman, í Súdan og Grímsnesinu
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2011 kl. 08:48
Höfum það í huga að það voru hobbitar sem björguðu heiminum í Hringadróttinssögu með gáfum sínum og kænsku :)
Sigrún Birna (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 08:24
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2011 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.