Það má segja að ég hafi fengið hjólreiðabakteríu í Hollandi í sumar og það fyrsta sem ég keypti mér þegar heim kom, var nýtt reiðhjól.
Mér finnst gaman að hjóla, sem er gott fyrir mig, því ég er latur í ræktinni. Hjólreiðar er umhverfisvænn fararmáti og ef hægt er að fá fólk, t.d. í Reykjavík, til þess að hjóla í vinnu, skóla o.fl., þá myndu mörg vandamálin í umferðarmálum verða úr sögunni.
Mörgum hrís e.t.v. hugur við að hjóla úr Breiðholti eða Árbæ og niður í bæ, og sennilega sérstaklega að hjóla til baka.... uppeftir. Veðrið getur verið gott að morgni en arfavitlaust síðdegis, eða öfugt. Þetta mætti leysa með strætisvögnum með "reiðhjólakerru" aftan í sér.
Borgaryfirvöld ættu auðvitað að setja reiðhjólastíga í forgang, það er nefnilega "nútímalegt" og þeir sem nota strætisvagna með "reiðhjólakerru" ættu alls ekki að þurfa að borga aukalega fyrir það.
"FRÍTT FYRIR HJÓLIN"!
Ég bloggaði í sumar um hjólreiðar í Groningen í Hollandi, sjá HÉR
Hjólreiðamönnum gefst kostur á að skoða umhverfi sitt nánar en öðrum ökumönnum
Hjólandi brúðhjón í Amsterdam | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Samgöngur | 27.9.2011 (breytt kl. 16:01) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Flokkur fólksins
- Að tapa sigrinum
- Namibía: hvenær koma Íslendingarnir aftur?
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
- Leggja niður þá starfsemi sem hefur ekki brýn verkefni með höndum
- Snobbað lúsmý, glaður intróvert og hnausþykk ferilskrá
Athugasemdir
Loksins er ég sammála Gunnari TH. Var eiginlega búinn að gefa upp alla von. Er sjálfur hjólreiðamaður, eftir ég skyldi við jappann í Víkurskarðinu, alónýtan, í klessu. Besta slys sem ég hef orðið fyrir. Koma svo, hjólreiðamenn.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 17:54
Góður, Haukur
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2011 kl. 18:20
Hjóla yfirleitt alltaf í vinnuna, styðsta leið fyrir mig eru rúmir 8 km. Þegar ég er í stuði vakna ég kl 6 og tek aukahring fer kanski út í kópavog fyrir Kársnesið og inn með kópavogsdalnum og svo niður með Landvélum og yfir breiðholtsbraut á göngubrúnni og niður Elliðaárdalinn, þannig næ ég kanski 27 til 30 km með heimferðinni um kvöldið.
Það er eins æðislegt að hjóla framhjá Hörpu eins og það er ömurlegt að keyra þar núna eftir vegabreytingar þar og fjölgun umferðaljósa. Ég kemst alltaf í vont skap þegar ég þarf að keyra þá leiðina en verð léttur í lundu þegar ég hjóla þar framhjá. Svo fer nú bráðum að frysta, þá legg ég hjólinu og tek fram vetrarhjólið sem er á nagladekkjum.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 21:29
Skemmtilegt, Rafn
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2011 kl. 22:48
Ef þetta er það sem mætir manni á hjóli, byrja ég á morgun.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2011 kl. 00:54
Mér sýnist þetta hafa bjargað deginum hjá þessum á myndinni
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 07:10
Axel, of kalt hérna á Íslandi, en við erum margar spandexklæddar, það er næstum því eins gaman að mæta okkur.... Gunnar, Flottur og fróðlegur pistill um Groningen
Hjóla-Hrönn, 28.9.2011 kl. 18:52
Takk fyrir, Hrönn. Spandexið er flott líka
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2011 kl. 06:32
Hvað er spandex?
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 18:28
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2011 kl. 20:20
Já sæll!
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.