Hvernig myndir þú þýða þetta slagorð (fyrirsögnina) yfir á íslensku?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerir tilraun til þess að þýða hana með:
"Betra er að ríða en stríða."
Þarna er Hannes vinur minn, alveg úti á túni.
Hippamenningin snérist ekki bara um kynlíf, þó vissulega hafi það verið stór hluti af henni. "Love", þýðir "Ást" og ekkert annað. Þetta "ríða,stríða" dæmi er ekki að mínu mati í anda hippamenningarinnar.
"Make love" þýðir vissulega kynmök, en ástin og friðurinn, (peace) var aðalatriðið í hippamenningunni. Frjálsar ástir (kynlíf) var afsprengi þessarar menningar.
Ástin er vanmetið fyrirbrigði í heiminum.
Flokkur: Bloggar | 22.6.2011 (breytt 23.6.2011 kl. 01:25) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 946013
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
- Einlæg ást og eindrægni!
- Hvers konar borg erum við að fá?
- Öllu lofað, til hægri og vinstri
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- -smáræði-
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
Athugasemdir
Gunnar: tilaga: Verum blíð, gerum ekki stríð.
Magnús Jónsson, 22.6.2011 kl. 21:48
"Drepum alla öfgasinna"
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2011 kl. 01:29
Af hverju eru menn að streða við að ríma þýðinguna þegar er ekki rím í frumtextanum?
Oft ekki hægt að þýða texta beint með orðanna merkingu, þá þarf að umorða algerlega textann og jafnvel byggja þýðinguna eingöngu á hugsuninni að baki textanum.
Ég held að það sé rétt ályktað hjá þér Gunnar að sá sem setti fram þetta slagorð, hafi ekki verið að hugsa um samfarir.
Var hugsun hans ekki bara þessi:
Verum vinir, höfnum hatri.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2011 kl. 11:57
Jú, nákvæmlega, Axel. Eitthvað í þá áttina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2011 kl. 21:17
Alveg rétt, Gunnar. Fín þýðing, Axel.
Sæmundur Bjarnason, 26.6.2011 kl. 23:16
Elskumst og hættum að kljást ?
Bergljót Gunnarsdóttir, 30.6.2011 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.