Að skifta máli

Þegar fólk sest í helgan stein, þá efast það stundum um hlutverk sitt í lífinu. Það er á slíkum stundum sem það er sérlega upplífgandi fyrir þetta fólk að heyra af öðrum eftirlaunaþegum sem hafa fundið hugrekki í brjósti sér til þess að takast á við krefjandi verkefni af ýmsum toga.

Haraldur Sigmarsson, eftirlaunaþegi úr Kópavogi, er einn slíkra manna. Haraldur sagði um daginn:

"Ég hef oft verið spurður um það í gegnum tíðina, hvað ég hafi tekið mér fyrir hendur eftir að ég fór á eftirlaun. Ég er nú svo lánsamur að vera menntaður í efnaverkfræði og eitt af því sem veitir mér hvað mesta ánægju er að breyta bjór, víni og Viskíi í þvag. Þetta "hobbý" mitt er gefandi, upplífgandi og veitir mér fullnægju. Ég geri þetta á hverjum degi og ég hef virkilega ánægju af þessu."

Haraldur Sigmarsson er sannkölluð hversdagshetja og veitir ófáum eldri borgaranum innblástur þegar ömurleiki hversdagsins sækir að.

Ps. Til hamingju með daginn.... og lífið, þið öldnu heiðurshjón. Wizard


mbl.is Leist vel á þessa stelpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll félagi,

Það er strákur, sem vinnur hérna í Walmart hjá okkur.  Hann er einhentur, missti annan handlegginn í slysi fyrir margt löngu.  Við héldum að hann væri um sjötugt, en hann var að halda upp á níræðis afmælið sitt um daginn!  Hann er alltaf brosandi og kátur og tekur öllum vel sem koma í verslunina.  Þó menn komist á einhvern ákveðinn aldur í árum talið hefur það ekkert að gera með hvað fólk getur tekið sér fyrir hendur.  Ef fólk hefur þokkalega heilsu þá er ekkert athugavert við að það noti starfsorku sína ef það vill:)

Tek undir hamingjuóskir til þessara heiðurhjóna:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 22.6.2011 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband