Tækni og vísindi

Ég var að hugsa um að setja þessa færslu í vísindaflokkinn....

Einn félagi okkar hjóna úr góðum vinahópi, sendir oft skemmtilega pósta á þennan lokaða hóp. Ég leyfi mér að birta hér sýnishorn af vangaveltum þessa ágæta manns.

"Eins og þið flest vitið var lagt í ferðalag á þriðjudaginn. Vistir og farangur sett í bílinn og lagt af stað. Oft hef ég hugsað um að gott væri að hafa GPS tæki - þar sem maður þarf að finn nýjar götur - td. Grænlansdleið. Tækið er lítið og nett og er oftast límt á mælaborðið og stungið í samband í sígarettukveikjarann. Ekki hefur orðið af því. En viti menn . Þegar við erum kominn í sunnaverðan Fáskrúðsfjörð gerast undarlegir hlutir. Kemur þá í ljós að ég er með GPS "warning system" tæki. Tækið er 176-7 cm að lengd -ca 70 kg og smellpassar í frammsætið í bílnum. Það tilkynnir - ökuhraða - blindhæðir - einbreiðar brýr - fjarlægð í ökutæki sem kemur á móti við framúrakstur - hve margar hendur eru á stýri (ein eða tvær) og sv fr Ekki tókst að slökkva á tækinu og var því farið eftir fyrirmælum sem tækið ráðlagði.

Að öðru leiti gekk ferðin vel. Bíllinn eyddi 10L á hundraði og ekkert sullaðist í sætin".

xxxxx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband