Það verður athyglisvert að skoða hreindýrin

Lífríkið á Mið-Austurlandi hefur verið vaktað í heild sinni frá upphafi framkvæmda, allt frá virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka, Fljótsdalshéraði, Héraðsflóa og að sjálfsögðu nágrenni verksmiðjunnar sjálfrar í Reyðarfirði.

Það verður athyglisvert að sjá hvort hreindýrastofninn sem þrífst næst verksmiðjunni, hafi orðið fyrir einhverjum skaða vegna flúormengunar. Umhverfismatið taldi hverfandi líkur á að um mengunarhættu yrði að ræða, en umhverfisverndarsinnar, með Hjörleif Guttormsson og Náttúruverndarsamtök Íslands í broddi fylkingar, töldu það ekki hafið yfir vafa og að "náttúran ætti að fá að njóta vafans."

Jæja, nú fær náttúran ekki bara að njóta einhvers vafa. Nú fær hún að njóta vísindalega nákvæmrar rannsóknar og sanngjarnra réttarhalda í framhaldinu.

Vonandi verður sýnum einnig haldið til haga úr rjúpnastofninum frá Mið-Austfjörðum (T.d. frá Vopnafirði til Breiðdalsvíkur.)


mbl.is Gera úttekt á áhrifum flúors á grasbíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Vonandi kemur það vel út, Því ef ekkert væri Álverið væri lítið um fólk á þessu svæði, og samgangur ekki eins góður og nú, milli staða!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 19.5.2011 kl. 16:13

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ef svo reynist, sem ég vona svo sannarlega að sé ekki, að mengun hafi komist í dýrin og náttúruna, er skelfilegt til þess að hugsa.

Álversbáknið sjálft getum við látið liggja milli hluta. Þeir sem kusu þetta yfir ykkur verða bara að búa við það. En komi í ljós að mengunarvandamál fylgi pakkanum er búið að fórna hreinu landi og ósýktu lífríki fyrir Mammon og þá öfunda ég ykkur ekki þarna fyrir austan.

Með bestu óskum um bestu niðurstöðu

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.5.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband